Flýtilyklar
Fréttasafn
Opið á uppstigningardag
13.05.2015
Opið verður í Listasafninu, Ketilhúsi á uppstigningardag kl. 12-17. Þar má sjá sýninguna Sköpun bernskunnar sem opnaði síðastliðinn laugardag. Vegna uppsetningar á útskriftarsýningu Myndlistaskólans, Sjónmennt 2015, verður Listasafnið lokað fram að opnun næstkomandi laugardag kl. 15.
Lesa meira
Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti
13.05.2015
Í dag, miðvikudaginn 13. maí, rennur út á miðnætti umsóknarfrestur til að skila inn verkum á haustsýningu Listasafnsins 29. ágúst - 18. október 2015. Dómnefnd velur úr innsendum verkum listamanna sem búa og/eða starfa á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið.
Lesa meira
Sköpun bernskunnar
08.05.2015
Laugardaginn 9. maí kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi samsýningin Sköpun bernskunnar. Þátttakendur eru nemendur leik- og grunnskóla Akureyrar, tíu starfandi myndlistarmenn og Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi. Þemað er börn og sköpun þeirra. Hugmyndin er að blanda saman list starfandi myndlistarmanna, sem fást við bernskuna í víðum skilningi, og verkum eftir börn og leikföngum þeirra. Stefnt er að því að sýningin verði árviss viðburður með nýjum þátttakendum ár hvert.
Lesa meira
Síðustu sýningardagar Jan Voss
08.05.2015
Sýningu Jan Voss, Með bakið að framtíðinni, lýkur næstkomandi sunnudag, 10. maí. Spurningin „hvað er mynd?“ er undirliggjandi þáttur í viðfangsefnum Jan Voss. Þó að óhefðbundnar vinnuaðferðir hans hafi stöku sinnum kallað fram svipleiftur þess sem gætu hafa verið svör, þá hefur leit hans – sem spannar ólíka miðla – ekki bent á neitt umfram það sem væri speglun af einhverju öðru.
Lesa meira
Listasumar 2015
07.05.2015
Guðrún Þórsdóttir, verkefnastýra Listasumars á Akureyri 2015, var í viðtali á dögunum við Birnu Pétursdóttur í þættinum Að norðan á N4. Viðtalið má sjá HÉR.
Lesa meira
Síðasta leiðsögnin um sýningu Jan Voss
05.05.2015
Næstkomandi fimmtudag, 7. maí, kl. 12.15 verður boðið upp á síðustu leiðsögnina um sýningu Jan Voss, Með bakið að framtíðinni, en sýningunni lýkur sunnudaginn 10. maí. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk.
Lesa meira
Framlengdur umsóknarfrestur
03.05.2015
Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest fyrir haustsýningu Listasafnsins á Akureyri til og með 13. maí. Þar með er þeim listamönnum sem vildu skapa ný verk fyrir sýninguna gefið svigrúm, en nú þegar hafa rúmlega 50 umsóknir skilað sér. Á haustsýningunni, sem stendur 29. ágúst - 18. október 2015, verða sýnd verk eftir norðlenska myndlistarmenn. Dómnefnd velur úr innsendum verkum listamanna sem búa og/eða starfa á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið.
Lesa meira
Listamannaspjall og lokunarteiti
02.05.2015
Í dag, laugardaginn 2. maí, kl. 15 verður listamannaspjall við Jan Voss í Listasafninu og jafnframt lokunarteiti sýningar hans Með bakið að framtíðinni, sem lýkur sunnudaginn 10. maí næstkomandi.
Lesa meira
Opið 1. maí
01.05.2015
Yfirstandandi sýningar Listasafnsins eru opnar kl. 12-17 í dag, 1. maí. Verið velkomin.
Lesa meira
Opnun í Mjólkurbúðinni
30.04.2015
Katrín Erna Gunnarsdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu Brot/Fractures í Mjólkurbúðinni í Listagilinu kl. 15 á morgun, föstudaginn 1. maí. Á sýningunni má sjá verk sem unnin eru með vatnslitum á brotinn pappír. Verkin eru innblásin af rannsóknum Katrínar á einfaldleika línunnar og tilraunum til að samþætta skúlptúrgerð og teikningu.
Katrín lærði myndlist í Listaháskóla Íslands og listfræði í Háskóla Íslands en hóf myndlistarnám sitt í Myndlistaskólanum á Akureyri sex ára gömul. Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi.
Lesa meira
Leit

