Flýtilyklar
Fréttasafn
Söngdagskrá á laugardaginn
05.03.2015
Í tilefni af síðustu dögum yfirlitssýningar Elísabetar Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni, verður boðið til söngveislu í austursal Listasafnsins kl. 14 laugardaginn 7. mars. Nemendur Tónlistarskólans á Akureyri og Kór Akureyrarkirkju munu flytja söngdagskrá með lögum og ljóðum Elísabetar. Aðgangur er ókeypis.
Sunnudaginn 8. mars lýkur sýningunni sem staðið hefur yfir í Listasafninu frá 10. janúar.
Lesa meira
Opnun á laugardaginn: Iðunn Ágústsdóttir - Yfirlitssýning
05.03.2015
Tilefni sýningarinnar er 75 ára afmæli myndlistarkonunnar Iðunnar Ágústsdóttur sem er fædd og uppalin á Akureyri. Iðunn hefur fengist við myndlist síðan 1977 en fyrsta einkasýning hennar var haldin 1979 í Gallerí Háhól. Iðunn var einn meðlima Myndhópsins sem stofnaður var árið 1979 og var hún meðal annars formaður hans og gjaldkeri um tíma.
Lesa meira
Listasafnið á Akureyri tilnefnt til Eyrarrósarinnar
05.03.2015
Listasafnið á Akureyri hlaut í dag tilnefningu til Eyrarrósarinnar 2015 þegar birtur var listi með nöfnum þeirra tíu sem tilnefndir eru. Þann 18. mars næstkomandi verður listinn styttur niður í þrjú nöfn og eitt þeirra hlýtur að lokum Eyrarrósina sem Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, afhendir með viðhöfn laugardaginn 4. apríl á Ísafirði.
Lesa meira
Leiðsögn í Listasafninu
05.03.2015
Leiðsögn verður í Listasafninu fimmtudaginn 5. mars kl. 12.15 - 12.45 um yfirlitssýningu Elísabetar Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni.
Sýningunni lýkur næstkomandi sunnudag, 8. mars, og því er um síðustu leiðsögnina að ræða. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, og Ásgrímur Ágústsson, sonur Elísabetar, taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Elísabet Ásgrímsdóttir
28.02.2015
Þriðjudaginn 3. mars kl. 17 heldur Elísabet Ásgrímsdóttir fyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Listakonan í Fjörunni.
Lesa meira
Arnar Ómarsson opnar í vestursalnum
27.02.2015
Laugardaginn 28. febrúar kl. 15 verður opnuð í vestursal Listasafnsins á Akureyri sýning Arnars Ómarssonar, MSSS.
Lesa meira
SALT VATN SKÆRI
27.02.2015
Í dag, föstudaginn 27. febrúar, verður þriðja opnun bókverksins og samstarfsins SALT VATN SKÆRI í Listagilinu, Kaupvangsstræti 23. Húsið opnar klukkan 20.00 og verður opið til 23.30. Fluttur verður annar hluti, VATN, og gefst gestum kostur á að vera viðstaddir frumsýningu á nýu verki sem aðeins er sýnt þessa einu helgi.
Lesa meira
Lokunarteiti Lárusar H. List
26.02.2015
Í dag, fimmtudaginn 26. febrúar, kl. 15-17 lýkur sýningu Lárusar H. List, Álfareiðin, í vestursalnum með lokunarteiti. Þar með gefst gestum og gangandi tækifæri til þess að spjalla við listamanninn um sýninguna og bakgrunn hennar. Samskipti manna við álfa og huldufólk eru Lárusi hugleikin á sýningunni. Huldufólk býr í klettum eða steinum og iðkar búskap sinn líkt og mennirnir. Háskalegt er jafnan að styggja álfa en sé þeim gerður greiði eru ríkuleg laun vís.
Lesa meira
Svelgirnir kveðja
24.02.2015
Framundan eru síðustu dagar sýningar Rósu Sigrúnar Jónsdóttur, Svelgir, sem staðið hefur í Listasafninu, Ketilhúsi undanfarnar vikur en henni lýkur næstkomandi sunnudag, 1. mars.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Á dauðans tími að vera óviss?
21.02.2015
Þriðjudaginn 24. febrúar kl. 17 heldur heimspekingurinn Guðmundur Heiðar Frímannsson fyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Á dauðans tími að vera óviss?
Lesa meira
Leit

