Fréttasafn

Hádegisleiðsögn á morgun

Hádegisleiðsögn á morgun

Fimmtudaginn 4. júní, kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri um útskriftarsýningu Myndlistaskólans á Akureyri, Sjónmennt 2015. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi og nokkrir útskriftarnemar taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna og einstaka verk.
Lesa meira
Sköpun bernskunnar: barnanámskeið

Sköpun bernskunnar: barnanámskeið

Listasafnið á Akureyri mun halda barnanámskeið í tengslum við sýninguna Sköpun bernskunnar dagana 9. til 12. júní næstkomandi undir yfirskriftinni: Skynjun, hreyfing, teikning.
Lesa meira
Fyrirlestur í dag: A Way to Connect - art and schools

Fyrirlestur í dag: A Way to Connect - art and schools

Darja Štirn, master í kennslufræðum hjá Vodmat-leikskólanum í Ljubljana, Sloveníu heldur fyrirlestur á vegum Háskólans á Akureyri og Listasafnsins á Akureyri. Listasafnið á Akureyri, Ketilhús, fimmtudaginn 28. maí kl 16:15.
Lesa meira
Hádegisleiðsögn á fimmtudag

Hádegisleiðsögn á fimmtudag

Fimmtudaginn 28. maí, kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi um sýninguna Sköpun bernskunnar. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, safnkennari og sýningarstjóri tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk.
Lesa meira
Fjöldi umsókna um þátttöku í haustsýningunni

Fjöldi umsókna um þátttöku í haustsýningunni

Í mars síðastliðnum auglýsti Listasafnið á Akureyri eftir umsóknum um þátttöku í haustsýningu safnsins sem stendur yfir dagana 29. ágúst - 18. október 2015. Forsenda umsóknar er að sýnendur/listamenn búi og/eða starfi á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið. Alls barst 91 umsókn og mun sérstaklega skipuð dómnefnd velja úr þeim verk á sýninguna. Dómnefndina skipa Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarkona, Alice Liu myndlistarkona og rekstraraðili gestavinnustofanna Listhúss á Ólafsfirði, Arndís Bergsdóttir hönnuður og doktorsnemi í safnafræði, Hlynur Hallsson myndlistarmaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri og Ólöf Sigurðardóttir forstöðukona Hafnarborgar menningar– og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar.
Lesa meira
Mannlegt landslag: gjörningur í Listasafninu, Ketilhúsi

Mannlegt landslag: gjörningur í Listasafninu, Ketilhúsi

Listasafnið á Akureyri tekur þátt í Listahátíð í Reykjavík þegar Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir fremur gjörninginn Mannlegt landslag í Listasafninu, Ketilhúsi kl. 15 laugardaginn 30. maí. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Taktu þátt í Listasumri

Taktu þátt í Listasumri

Listasumar á Akureyri 2015 fer fram 12. júní - 6. september 2015 og er tilvalinn vettvangur fyrir unga sem aldna listamenn til að koma sér á framfæri.
Lesa meira
Leiðsögn um Sjónmennt 2015

Leiðsögn um Sjónmennt 2015

Á morgun, fimmtudaginn 21. maí, kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri um útskriftarsýningu Myndlistaskólans á Akureyri, Sjónmennt 2015. Hlynur Hallsson safnstjóri og útskriftarnemar taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna og einstaka verk.
Lesa meira
Sjónmennt 2015

Sjónmennt 2015

Laugardaginn 16. maí kl. 15 verður opnuð útskriftarsýning Myndlistaskólans á Akureyri undir yfirskriftinni Sjónmennt 2015 en þetta er í fyrsta sinn sem sýningin fer fram í Listasafninu á Akureyri. Nemendurnir hafa lokið þriggja ára námi við sérnámsdeildir skólans og að þessu sinni útskrifast fimm nemendur af fagurlistadeild og átta nemendur sem grafískir hönnuðir. Opnunarhelgina 16.-17. maí verða nemendurnir á svæðinu og er mögulegt að eiga við þá samtal um verkin
Lesa meira
Náttúrusýn í Mjólkurbúðinni

Náttúrusýn í Mjólkurbúðinni

Guðmundur Ármann Sigurjónsson opnar myndlistarsýninguna Náttúrusýn í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 16. maí kl. 15. Á sýningunni má sjá vatnslitamyndir og olíumálverk og er myndefnið sótt í umhverfi Eyjafjarðar. Sýningin stendur til 25. maí.
Lesa meira