Flýtilyklar
Fréttasafn
Karl Guðmundsson listamaður Listar án landamæra
21.02.2015
Þriðjudaginn 17. febrúar kl. 13.00 verður nýkjörnum listamanni Listar án landamæra 2015, Akureyringnum Karli Guðmundssyni, veitt viðurkenning í Listasafninu á Akureyri.
Lesa meira
Lárus H. List opnar í vestursalnum
17.02.2015
Laugardaginn 21. febrúar kl. 15 verður opnuð í vestursal Listasafnsins á Akureyri sýning Lárusar H. List, Álfareiðin. Samskipti manna við álfa og huldufólk eru listamanninum hugleikin á sýningunni. Huldufólk býr í klettum eða steinum og iðkar búskap sinn líkt og mennirnir. Háskalegt er jafnan að styggja álfa en sé þeim gerður greiði eru ríkuleg laun vís. Sýningin verður opin sunnudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 12-17. Henni lýkur formlega fimmtudaginn 26. febrúar kl. 15 með lokunarteiti.
Lesa meira
Lokunarteiti Jorisar
17.02.2015
Í dag, fimmtudaginn 19. febrúar, kl. 15-17 lýkur sýningu Jorisar Rademaker, Hreyfing, í vestursalnum með lokunarteiti. Þar með gefst gestum og gangandi tækifæri til þess að spjalla við listamanninn um sýninguna og þær breytingar sem átt hafa sér stað síðan hún opnaði síðastliðinn laugardag. Á sýningunni veltir listamaðurinn fyrir sér spurningum um eðli mismunandi hreyfinga. Hvert verk á sýningunni má túlka sem táknræna fullyrðingu um ólíkar hreyfingar í þrívídd.
Lesa meira
Hádegisleiðsögn um sýninguna Svelgir
17.02.2015
Leiðsögn verður í Listasafninu, Ketilhúsi fimmtudaginn 19. febrúar kl. 12.15 - 12.45 um sýningu Rósu Sigrúnar Jónsdóttur, Svelgir. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Margeir Dire - Endalaus innblástur
17.02.2015
Þriðjudaginn 17. febrúar kl. 17 heldur myndlistarmaðurinn Margeir Dire fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Endalaus innblástur. Á fyrirlestrinum veltir Margeir fyrir sér þeirri áráttu sinni að búa eitthvað til úr öllu því sem hann hefur upplifað. Í kjölfarið fer hann yfir sköpun sína í gegnum tíðina og ástæður hennar.
Lesa meira
Afmæliskaffi í Listasafninu
14.02.2015
Í dag, mánudaginn 16. febrúar, eru liðin 100 ár frá fæðingu Elísabetar Geirmundsdóttur, listakonunnar í Fjörunni. Við höldum upp á tímamótin og opnum Listasafnið kl. 12-17 á afmælisdaginn. Ásgrímur Ágústsson sonur Elísabetar mun segja frá nokkrum verkum á sýningunni og hefst leiðsögnin kl. 15. Nýja kaffibrennslan býður upp á kaffi og Bakaríið við brúna býður upp á bollur í tilefni dagsins kl. 15-17. Verið velkomin.
Lesa meira
Joris Rademaker opnar í vestursalnum
12.02.2015
Laugardaginn 14. febrúar kl. 15 verður opnuð í vestursal Listasafnsins á Akureyri sýning Jorisar Rademaker Hreyfing. Á sýningunni veltir listamaðurinn fyrir sér spurningum um eðli mismunandi hreyfinga. Hvert verk á sýningunni má túlka sem táknræna fullyrðingu um ólíkar hreyfingar í þrívídd.
Lesa meira
SALT VATN SKÆRI: Annar kafli
12.02.2015
Í kvöld, föstudagskvöldið 13. febrúar, kl. 20 verður önnur opnun bókverksins og samstarfsins SALT VATN SKÆRI í Kaupvangsstræti 23. Fyrsti hluti bókarinnar heitir SALT og í kvöld gefst gestum kostur á að vera viðstaddir frumsýningu annars kafla þess hluta: cul de sac.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Pi Bartholdy - Listljósmyndun Pi
06.02.2015
Þriðjudaginn 10. febrúar kl. 17 heldur danski listljósmyndarinn Pi Bartholdy fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Listljósmyndun Pi. Þar mun hún ræða fyrri verk sín en einnig þau sem hún er að vinna að þessi misserin. Pi er útskrifuð frá danska listljósmyndaskólanum Fatamorgana 2011 og úr mastersnámi frá Escuela de Fotografia Y Centro de Imagen í Madrid 2012.
Þetta er fjórði Þriðjudagsfyrirlestur ársins og sem fyrr fara þeir fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi á hverjum þriðjudegi kl. 17. Aðgangur er ókeypis.
Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Aðrir fyrirlesarar vetrarins eru Margeir Dire Sigurðsson, Guðmundur Heiðar Frímannsson, Elísabet Ásgrímsdóttir, Katrín Erna Gunnarsdóttir, María Rut Dýrfjörð, Jón Páll Eyjólfsson og Hildur Friðriksdóttir.
Lesa meira
Thora opnar í vestursalnum
05.02.2015
Laugardaginn 7. febrúar kl. 15 verður opnuð í vestursal Listasafnsins á Akureyri sýning Thoru Karlsdottur Skilyrði: Frost. Á sýningunni er snjórinn í aðalhlutverki. Hann er óútreiknanlegur og breytir landslaginu; skapar nýja fleti, veitir birtu og býr til skugga. Nýjar myndir birtast á meðan þær gömlu leggjast í dvala enda er freistandi að nýta snjóinn í listsköpun og þau ótal tækifæri og möguleika sem hann skapar. Lifandi listaverk sem er síbreytilegt – tilvist með skilyrði um frost.
Lesa meira
Leit

