Listasumar endurvakið

Þriðjudaginn 14. apríl kl. 17 verður haldinn opinn fundur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi um Listasumar 2015. Allir sem hafa áhuga á þátttöku eru hvattir til að mæta. Listasumar fer fram 12. júní - 6. september 2015 og er tilvalinn vettvangur fyrir unga sem aldna listamenn til að koma sér á framfæri. 

Listasumar var umgjörð fyrir listviðburði á Akureyri í tæpa tvo áratugi og verður nú endurvakið með svipuðum áherslum eftir nokkurra ára dvala. Nú þegar eru margir viðburðir komnir á dagskrá og viðbrögð listamanna hafa verið framar vonum. Það er því spennandi Listasumar framundan á Akureyri. 

Verkefnastjóri Listasumars er Guðrún Þórsdóttir og hægt er að sækja um þátttöku á netfangið gunnathors@listak.is.