Fréttasafn

NOT - Norðlensk vöruhönnun í Listasafninu á Akureyri

NOT - Norðlensk vöruhönnun í Listasafninu á Akureyri

Laugardaginn 25. júlí kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi sýningin NOT – norðlensk vöruhönnun í Listasafninu, Ketilhúsi. Um er að ræða samsýningu fimm hönnuða sem búsettir eru á Norðurlandi. Forsaga verkefnisins er sú að á sýningu í Epal á Hönnunarmars 2014 voru 5 af 30 sýnendum frá Akureyri og þótti það eftirtektarvert. Í kjölfarið vaknaði áhugi hjá Listasafninu á Akureyri að sýna norðlenska vöruhönnun í heimabyggð.
Lesa meira
Síðasta sýningarhelgi RÓT

Síðasta sýningarhelgi RÓT

Listaverkefnið RÓT / ROOT - art project, er samvinnuverkefni skapandi einstaklinga sem hófst í Ketilhúsinu þann 20. júní s.l. Mismunandi hópar unnu saman í Ketilhúsinu fyrst tvær vikurnar og afrakstur samvinnunnar svo sýndur þar í aðrar tvær vikur. Niðurstaðan / útkoman er afar áhugaverð og margvísleg: vídeó, skúlptúrar, teikningar, innsetningar o.fl. bæði innan- og utandyra.
Lesa meira
Leiðsögn um sýningu Mireyu Samper

Leiðsögn um sýningu Mireyu Samper

Fimmtudaginn 16. júlí kl. 12.15, verður boðið upp á leiðsögn um sýningu Mireyu Samper í Listasafninu á Akureyri
Lesa meira
Leiðsögn í Ketilhúsinu á fimmtudag kl. 12.15

Leiðsögn í Ketilhúsinu á fimmtudag kl. 12.15

Boðið verður upp á leiðsögn í Ketilhúsinu á morgun, fimmtudag, kl. 12.15 Þar er nú til sýnis afrakstur listaverkefnisins RÓT en verkefnið hefur staðið yfir s.l. tvær vikur. Að þessu sinni sjá listamenn sem tóku þátt í verkefninu um leiðsögnina ásamt starfsmanni Listasafnsins á Akureyri.
Lesa meira
Seinni opnun Rótar á laugardaginn

Seinni opnun Rótar á laugardaginn

Laugardaginn 4. júlí kl. 15-17 lýkur listaverkefninu RÓT 2015 í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi eftir tveggja vikna ferli, sjö vinnudaga og þátttöku 31 skapandi einstaklinga. Þar með er sýningin fullunnin og opnar því formlega. Á þessari seinni opnun verður síðasti hópur þátttakenda önnur kafinn við að fullklára síðasta verkið á sýninguna. Léttar veitingar verða á boðstólum.
Lesa meira
Leiðsögn um sýningu Mireyu Samper

Leiðsögn um sýningu Mireyu Samper

Fimmtudaginn 2. júlí kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu um sýningu Mireyu Samper, Endurvarp. Hlynur Hallsson safnstjóri tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk.
Lesa meira
Ólíkar sýningar Listasafnsins

Ólíkar sýningar Listasafnsins

Nú standa yfir tvær frábærar en mjög ólíkar sýningar í salarkynnum Listasafnsins: annars vegar sýning Mireyu Samper, Endurvarp, í Listasafninu og hins vegar listverkefnið RÓT í Listasafninu, Ketilhúsi.
Lesa meira
Leiðsögn um RÓT

Leiðsögn um RÓT

Fimmtudaginn 25. júní kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um sýninguna RÓT sem opnaði síðastliðinn laugardag. Jónína Björg Helgadóttir, ein af verkefnastýrum sýningarinnar, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk.
Lesa meira
Opið til miðnættis í tilefni Jónsmessuhátíðarinnar

Opið til miðnættis í tilefni Jónsmessuhátíðarinnar

Jónsmessuhátíð á Listasumri hófst formlega í dag kl. 12 í Listagilinu með sýningunni GleðjAndi í Deiglunni og lýkur á morgun kl. 12 að hádegi á sýningunni RÓT í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Í tilefni dagsins verður Listasafnið opið til miðnættis í dag, þriðjudaginn 23. júní. Jónsmessuhátíðin mun standa í sólarhring og á meðal viðburða má nefna kjólagjörning Thoru Karlsdóttur, uppákomu Skapandi sumarstarfa í Sundlaug Akureyrar, ljóðalestur í Deiglunni, jazz á Minjasafninu og tónlistargjörning japönsku listamannanna Tomoo Nagaii og Kana Nagamura kl. 05.00 í Listagilinu.
Lesa meira
RÓT opnar í dag

RÓT opnar í dag

Í dag, laugardaginn 20. júní, kl. 15 verður opnuð sýningin RÓT í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Hvað gerist þegar hópur skapandi einstaklinga kemur saman til að vinna að sameiginlegri hugmynd? Ómögulegt er að sjá það fyrir, en niðurstaðan verður áhugaverð. RÓT varð til einn vetrardag á sameiginlegri vinnustofu þriggja listamanna; Freyju Reynisdóttur, Karólínu Baldvinsdóttur og Jónínu Bjargar Helgadóttur. Þær langaði að nýta margföldunaráhrifin sem gott samstarf framkallar.
Lesa meira