Fréttasafn

Hymnodia.

Hymnodia syngur í Listasafninu, Ketilhúsi

Kammerkórinn Hymnodia mun flytja stutta söngdagskrá í Listasafninu, Ketilhúsi á Akureyrarvöku, laugardaginn 29. ágúst kl. 13.30. Aðgangur er ókeypis. Verið velkomin.
Lesa meira
Leiðsögn um NOT á Akureyrarvöku og sýningarlok

Leiðsögn um NOT á Akureyrarvöku og sýningarlok

Á Akureyrarvöku, laugardaginn 29. ágúst kl. 16.30, verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna NOT – norðlensk vöruhönnun í Listasafninu, Ketilhúsi. Helga Björg Jónasardóttir, sýningarstjóri, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Sýningunni lýkur á næstkomandi sunnudag. Verið velkomin. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Dans- og söngvar frá Rúmeníu og Ungverjalandi á Akureyrarvöku

Dans- og söngvar frá Rúmeníu og Ungverjalandi á Akureyrarvöku

Í Listasafninu, Ketilhúsi á Akureyrarvöku, laugardaginn 29. ágúst kl. 17.30, munu 11 listamenn frá fjölmenningarsvæðinu Maramures bjóða upp á tónlist og dans Rúmena og Ungverja. Þar með gefa þeir innsýn í menningararfleið sem þeir kappkosta að varðveita. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þórgunnur Oddsdóttir: „Þýskir varðturnar”

Samsýning 30 norðlenskra listamanna

Á Akureyrarvöku, laugardaginn 29. ágúst kl. 15, verður sýningin Haust opnuð í Listasafninu á Akureyri. Þar munu 30 norðlenskir listamenn leiða saman hesta sína og sýna verk sem ætlað er að gefa innsýn í líflega flóru myndlistar á Akureyri og Norðurlandi. Sýningin verður tvíæringur og afar fjölbreytt, bæði hvað varðar aðferðir og miðla. Til sýnis verða málverk, innsetningar, videóverk, leirverk, skúlptúrar, ljósmyndir, skjáverk, textílverk, teikningar og bókverk.
Lesa meira
Leiðsögn um NOT

Leiðsögn um NOT

Á morgun, fimmtudaginn 20. ágúst, kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna NOT – norðlensk vöruhönnun í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Hlynur Hallsson, safnstjóri, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
A! Gjörningahátíð haldin í fyrsta sinn

A! Gjörningahátíð haldin í fyrsta sinn

A! Gjörningahátíð verður haldin í fyrsta sinn dagana 3. - 6. september 2015. Stefnt er að því að hún verði að árlegum viðburði. Að hátíðinni standa Listasafnið á Akureyri, Leiklistarhátíðin LÓKAL, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélag Akureyrar og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar með stuðningi frá Myndlistarsjóði.
Lesa meira
Listamannaspjall og sýningarlok

Listamannaspjall og sýningarlok

Sýningu Mireyu Samper, Endurvarp, lýkur næstkomandi sunnudag 16. ágúst. Af því tilefni verður boðið upp á listamannaspjall með Mireyu í Listasafninu laugardaginn 15. ágúst kl. 15 og er aðgangur ókeypis.
Lesa meira
Leiðsögn um NOT

Leiðsögn um NOT

Á morgun, fimmtudaginn 13. ágúst, kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna NOT – norðlensk vöruhönnun í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. María Rut Dýrfjörð, einn hönnuða sýningarinnar, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Málverk eftir Stefán Boulter,

30 myndlistarmenn sýna á Haustsýningu Listasafnsins á Akureyri

Listamennirnir sem taka þátt í haustsýningunni vinna með ólíka miðla og aðferðir, hér gefur að líta málverk, innsetningar, videóverk, leirverk, skúlptúra, ljósmyndir, skjáverk, textílverk, teikningar og bókverk. Sýningin opnar á Akureyarvöku laugardaginn 29. ágúst og er hluti af Listasumri 2015.
Lesa meira
Hádegisleiðsögn á fimmtudag

Hádegisleiðsögn á fimmtudag

Fimmtudaginn 6. ágúst kl. 12.15 verður boðið uppá leiðsögn um sýninguna NOT – norðlensk vöruhönnun í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Það er Helga Björg Jónasardóttir sýningarstjóri sem sér um leiðsögnina en hún er ein þeirra fimm hönnuða sem taka þátt í sýningunni.
Lesa meira