Fréttasafn

Leiðsögn um GraN 2015

Leiðsögn um GraN 2015

Fimmtudaginn 29. október kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri um sýninguna GraN 2015 sem var opnuð um síðastliðna helgi. Guðmundur Ármann Sigurjónsson listamaður tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Verk og vinnuaðferðir

Verk og vinnuaðferðir

Þriðjudaginn 27. október kl. 17 heldur tvíeykið Hugsteypan fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Verk og vinnuaðferðir. Hugsteypuna skipa þær Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jóhannesdóttir. Í fyrirlestrinum munu þær fjalla um valin verk sem þær hafa unnið saman sem Hugsteypan og leggja áherslu á vinnuferli og aðferðir tvíeykisins sem um þessar mundir leggur lokahönd á sýninguna Umgerð sem verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi 31. október næstkomandi.
Lesa meira
GraN 2015 - opnun á laugardaginn

GraN 2015 - opnun á laugardaginn

Laugardaginn 24. október kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri sýningin GraN 2015 en þar sýna 25 grafíklistamenn frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Vegleg sýningarskrá kemur út af þessu tilefni.
Lesa meira
Leiðsögn og sýningarlok

Leiðsögn og sýningarlok

Fimmtudaginn 22. október kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á síðustu leiðsögnina með Ragnheiði Björk Þórsdóttur um sýningu hennar Rýmisþræðir í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, en sýningunni lýkur sunnudaginn 25. október. Ragnheiður Björk tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Ragnheiður Björk Þórsdóttir.

Þriðjudagsfyrirlestur - Örlagavefur

Þriðjudaginn 20. október kl. 17 heldur Ragnheiður Björk Þórsdóttir textíllistamaður og kennari fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Örlagavefur. Þar fjallar hún um sögu og hlutverk vefnaðar og myndvefnaðar sem og þær tæknibreytingar sem hafa átt sér stað síðan á miðöldum. Sýning hennar, Rýmisþræðir, hefur staðið yfir í Listasafninu, Ketilhúsi síðan í september og mun Ragnheiður tengja hana við fyrirlesturinn.
Lesa meira
Margrét Elísabet Ólafsdóttir fjallar um Haust

Margrét Elísabet Ólafsdóttir fjallar um Haust

Í tilefni af síðustu opnunardögum samsýningarinnar Haust í Listasafninu á Akureyri mun Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur taka á móti áhugasömum gestum næstkomandi laugardag 17. október kl. 15. og ganga með þeim um sýninguna. Aðgangur er ókeypis en til sölu verður sýningarskrá. Sýningunni lýkur sunnudaginn 18. október.
Lesa meira
Leiðsögn um Rýmisþræði

Leiðsögn um Rýmisþræði

Fimmtudaginn 15. október kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn með Ragnheiði Björk Þórsdóttur um sýningu hennar Rýmisþræðir í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Ragnheiður Björk tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Jón Þór Sigurðsson.

Margmiðlun og stafrænn arkitektúr

Þriðjudaginn 13. október kl. 17 heldur Jón Þór Sigurðsson margmiðlunarhönnuður fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Margmiðlun og stafrænn arkitektúr. Þar fjallar hann um flest sem tengist margmiðlun s.s. vídeóeftirvinnslu, forritun og tengingu þrívíddar við gagnvirka hönnun. Einnig verður fjallað um stafrænan arkitektúr og nýjustu framfarir í þeim geira. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Leiðsögn um Haust

Leiðsögn um Haust

Fimmtudaginn 8. október kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn um samsýninguna Haust í Listasafninu á Akureyri, en þar sýna 30 norðlenskir listamenn. Hlynur Hallsson safnstjóri og Björg Eiríksdóttir listakona munu taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Beate Stormo.

Klæðnaður á miðöldum

Þriðjudaginn 6. október kl. 17 heldur Beate Stormo fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Klæðnaður á miðöldum. Þar fjallar hún um klæðnað miðalda og þátttöku sína á miðaldadögum á Gásum. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira