Flýtilyklar
Fréttasafn
Tvær sýningar opnaðar á laugardaginn
19.02.2024
Laugardaginn 24. febrúar kl. 15 verða samsýningarnar Sköpun bernskunnar 2024 og Samspil opnaðar í Listasafninu á Akureyri. Þetta er ellefta sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar. Hún er sett upp sem hluti af safnfræðslu, með það markmið að gera sýnilegt og örva skapandi starf barna á aldrinum fimm til sextán ára. Þátttakendur hverju sinni eru skólabörn og starfandi myndlistarmenn. Unnin eru verk sem falla að þema sýningarinnar, sem að þessu sinni er hringir.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestri frestað
17.02.2024
Fyrirhuguðum Þriðjudagsfyrirlestri Heiðu Bjarkar Vilhjálmsdóttur um Kötu saumakonu, sem átti að fara fram þriðjudaginn 20. febrúar kl. 17 hefur verið frestað vegna óviðráðanlegra orsaka. Fyrirlesturinn mun þess í stað fara fram 2. apríl næstkomandi. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.
Lesa meira
A! kallar eftir gjörningum
12.02.2024
A! Gjörningahátíð kallar eftir gjörningum eða hugmyndum frá listafólki úr öllum listgreinum og öðrum sem hafa áhuga á þátttöku í hátíðinni, sem fram fer 10.-13. október næstkomandi og nú í tíunda sinn. Þátttakendur fá 80.000 krónur í þóknun fyrir þátttöku. Ferðakostnaður er ekki greiddur né tilfallandi kostnaður við verkin, en skipuleggjendur hvetja listafólk til þess að sækja um styrki í menningarsjóði.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Sanna Vatanen
09.02.2024
Þriðjudaginn 13. febrúar kl. 17-17.40 heldur finnski textílhönnuðurinn Sanna Vatanen Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Woolly Tales of a Textile Artist. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er aðgangur ókeypis.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Ýr Jóhannsdóttir
31.01.2024
Þriðjudaginn 6. febrúar kl. 17-17.40 heldur Ýr Jóhannsdóttir, textílhönnuður og myndlistarkona, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins undir yfirskriftinni Kynning á verkefnum Ýrúrarí. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Listamannaspjall með Guðnýju Kristmannsdóttur
31.01.2024
Laugardaginn 3. febrúar kl. 15 verður boðið upp á listamannspjall með Guðnýju Kristmannsdóttur um sýningu hennar, Kveikja, sem var opnuð um síðastliðna helgi. Stjórnandi er Hlynur Hallsson, safnstjóri. Aðgöngumiði jafngildir aðgangi að listamannaspjalli.
Lesa meira
Fjölbreytt starfsár framundan
26.01.2024
Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri í gær var dagskrá ársins 2024, ný árbók og komandi starfsár kynnt. Einnig var tilkynnt um styrki frá Safnaráði og Listaverkasjóði Valtýs Péturssonar. Árbók safnsins er nú öllum aðgengileg og gjaldfrjáls í anddyri safnsins auk valdra staða á Akureyri.
Lesa meira
Gjörningur á föstudegi
25.01.2024
Föstudaginn 26. janúar kl. 16-16.40 munu Sigga Soffía, listakona, og Þorbjörg Helga, leikkona, flytja gjörninginn Ég er blautur flugeldur í Ketilkaffi á jarðhæð Listasafnsins. Í gjörningnum mun Sigga Soffía flytja opnunareintal verksins Til hamingju með að vera mannleg og Þorbjörg Helga mun í framhaldinu flytja valin ljóð úr ljóðabók Siggu Soffíu sem ber sama titil. Special edition ljóðabækurnar verða til sýnis að gjörningi loknum.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
23.01.2024
Sunnudaginn 28. janúar kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá sýningu Sigurðar Guðjónssonar, Hulið landslag, og yfirlitssýningu á verkum Kötu saumakonu. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listafólksins.
Lesa meira
Þrjár sýningar opnaðar á laugardaginn
22.01.2024
Laugardaginn 27. janúar kl. 15 verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Alexander Steig – Steinvölur Eyjafjarðar, Guðný Kristmannsdóttir – Kveikja, og Sigurður Atli Sigurðsson – Sena. Boðið verður upp á listamannaspjall með Alexander Steig og Sigurði Atla kl. 15.45 og er stjórnandi Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins. Haldið verður listamannaspjall með Guðnýju Kristmannsdóttur laugardaginn 3. febrúar kl. 15 og boðið upp á fjölskylduleiðsögn um sýningarnar þrjár sunnudaginn 24. mars kl. 11-12.
Lesa meira