Flýtilyklar
Síðasta Tólf tóna kortérið fyrir sumarfrí
08.05.2024
Laugardaginn 11. maí kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 verður Tólf tóna kortérið á dagskrá í Listasafninu í síðasta sinn fyrir sumarfrí, en þá mun Ásdís Arnardóttir, sellóleikari, frumflytja verk Sunnu Friðjónsdóttur, Noises of the Blue Planet – The Creatures Slowly Wake Up. Einnig mun hún flytja sóló-sellósónötu Györgys Ligeti, Dialogo og Capriccio.
Tónleikarnir fara fram í sal 04 og er aðgangur ókeypis. Tólf tóna kortérið er unnið í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri og hlaut styrk frá Sóknaráætlun Norðurlands eystra.