Fréttasafn

Helgi Þórsson.

Síðasti Mysingur sumarsins

Þriðji og síðasti Mysingur sumarsins fer fram á Akureyrarvöku, laugardaginn 26. ágúst kl. 17. Að venju verða tónleikarnir haldnir í Mjólkurporti Listasafnsins á Akureyri og að þessu sinni koma fram Helgi og hljóðfæraleikararnir og Miomantis. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og hægt verður að kaupa mat og drykki frá Ketilkaffi á svæðinu. Tónleikaröðin er hluti af Akureyrarvöku og unnin í samstarf Akureyrarbæjar, Listasafnsins á Akureyri, Ketilkaffis og Geimstofunnar.
Lesa meira
Safnið að innan

Safnið að innan

Hvernig lítur Listasafnið út þegar verið er að skipta um sýningar? Hvaða verkefni eru á dagskrá þegar sýningu lýkur? Hvernig er skipulagið í listaverkageymslunni? Í tilefni af 30 ára afmæli Listasafnsins býðst gestum að skyggnast á bak við tjöldin og fá svör við þessum og fleiri spurningum. Þeim gefst jafnframt kostur á að hitta listamenn og starfsfólk Listasafnsins, sem er að undirbúa og setja upp sýningar.
Lesa meira
Látum vaða!

Látum vaða!

Í september býður Listasafnið á Akureyri upp á tvær ólíkar listsmiðjur þar sem börn og fullorðnir fá tækifæri til að vinna saman undir leiðsögn listamanns og skapa verk sem sett verða upp á sérstakri sýningu í safnfræðslurými safnsins. Smiðjurnar tengjast sýningunni Einfaldlega einlægt, sem verður opnuð 26. ágúst, en þar má sjá verk listakonunnar Katrínar Jósepsdóttur sem oftast var kölluð Kata saumakona.
Lesa meira
Sara Björg Bjarnadóttir.

Listamannaspjall með Söru Björgu og sýningalok

Sunnudaginn 13. ágúst kl. 15 verður boðið upp á listamannaspjall með Söru Björgu Bjarnadóttur um sýningu hennar Tvær eilífðir milli 1 og 3. Hlynur Hallsson, safnstjóri, ræðir við Söru um sýninguna og einstaka verk. Aðgöngumiði á safnið gildir á listamannaspjallið.
Lesa meira
Annar Mysingur sumarsins á laugardaginn

Annar Mysingur sumarsins á laugardaginn

Laugardaginn 22. júlí kl. 17 fer fram annar Mysingur sumarsins í mjólkurporti Listasafnsins á Akureyri, en þá koma fram hljómsveitin Gróa og Ari Orrason. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og hægt verður að kaupa mat og drykki frá Ketilkaffi á svæðinu. Tónleikaröðin er hluti af Listasumri og unnin í samstarf Akureyrarbæjar, Listasafnsins á Akureyri, Ketilkaffis og Geimstofunnar.
Lesa meira
Sigga Ella.

Ljósmyndastofa með Siggu Ellu

Í tilefni Listasumars verður boðið upp á ljósmyndavinnustofu í Listasafninu á Akureyri. Dagana 12. - 14. júní kl. 10-13 mun ljósmyndarinn Sigga Ella Frímannsdóttir bjóða börnum sem áhuga hafa á ljósmyndamiðlinum að skoða Akureyri með auga myndavélarinnar. Öll eru velkomin, jafnt byrjendur sem lengra komnir
Lesa meira
Baldvin Ringsted, Ammæli, 2023.

Opnun á föstudagskvöldi

Föstudaginn 2. júní kl. 20 verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Samsýning norðlenskra myndlistarmanna – Afmæli, Ásmundur Ásmundsson – Myrkvi og Inga Lísa Middleton – Hafið á öld mannsins. Boðið verður upp á listamannaspjall með Ásmundi og Ingu Lísu kl. 21 og er stjórnandi Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins.
Lesa meira
Málþing: Hafið á öld mannsins

Málþing: Hafið á öld mannsins

Málþingið Hafið á öld mannsins verður haldið á Listasafninu í Akureyri, sal 04, laugardaginn 3. júní kl. 13:00-14:30. Málþingið er haldið í tengslum við opnun á samnefndri sýningu Ingu Lísu Middleton í Listasafninu og verður umfjöllunarefnið samspil lista og vísinda á tímum loftslagsbreytinga, með sérstakri áherslu á lífríki sjávar frá hinu smæsta til hins stærsta. Málþingið er opið öllum að kostnaðarlausu.
Lesa meira
Ítríó.

Tólf tóna kortérið: Ítríó

Laugardaginn 20. maí kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 verður Tólf tóna kortérið á dagskrá í Listasafninu í þriðja og síðasta sinn í vetur, en þá mun Ítríó rannsaka hljóðheim harmonikkunnar. Ítríó skipa Jón Þorsteinn Reynisson, Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir og Jónas Ásgeir Ásgeirsson og munu þau frumflytja frumsamið verk, Vor, en einnig leika verk eftir Hafdísi Bjarndóttur og Friðrik Margrétar-Guðmundsson.
Lesa meira
Valtýr Pétursson, án titils, 1957.

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 21. maí kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá sýningunni Stofn, þar sem sjá má valin verk úr safneign Listasafns Háskóla Íslands. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýningarinnar.
Lesa meira