Flýtilyklar
Fréttasafn
Tólf tóna kortérið hefur göngu sína að nýju
27.09.2023
Laugardaginn 30. september kl. 15-15.15 og 16-16.15 mun Tólf tóna kortérið hefja göngu sína að nýju. Þá flytur trommuleikarinn Rodrigo Lopes frumsamin lög undir yfirskriftinni Hljóð náttúrunnar. Tónleikarnir fara fram í sal 04 og er aðgangur ókeypis.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
20.09.2023
Sunnudaginn 24. september kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá sýningunum Hringfarar og Að vera vera. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna.
Lesa meira
A! Gjörningahátíð fer fram 5.-8. október
14.09.2023
A! Gjörningahátíð fer fram á Akureyri 5.-8. október næstkomandi. A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega og nú í níunda sinn. Ókeypis er inn á alla viðburði.
Lesa meira
Látum aftur vaða!
13.09.2023
Skráning í seinni listsmiðju Listasafnsins undir yfirskriftinni Látum vaða! stendur nú yfir. Smiðjan verður haldin 30. september kl. 13 undir handleiðslu Egils Loga Jónassonar myndlistarmanns. Að þessu sinni fá börn og fullorðnir tækifæri til að skapa sitt eigið verk út frá tveimur ólíkum póstkortum og mála þau svo saman í eina mynd. Að því loknu fer myndin í ramma sem þátttakendur skreyta sjálfir. Egill Logi nam myndlist við Listaháskóla Íslands og vinnur í ýmsa miðla. Hann er einn af aðstandendum listahópsins Kaktus.
Lesa meira
Gestirnir kveðja og listamannaspjall
12.09.2023
Framundan er síðasta sýningarvika á verki Ragnars Kjartanssonar, The Visitors, sem lýkur sunnudaginn 17. september í Listasafninu á Akureyri. Sýningin hefur staðið síðan 4. febrúar síðastliðinn og var sett upp í tilefni af 30 ára afmæli Listasafnsins. Á síðasta sýningardegi kl. 14 mun Hlynur Hallsson, safnstjóri, eiga listamannaspjall við Davíð Þór Jónsson, píanóleikara og annan tónlistarhöfund verksins. The Visitors hefur farið sigurför um helstu listasöfn heims og einungis einu sinni áður verið sýnt á Íslandi, í Kling og Bang 2013. The Guardian valdi verkið besta listaverk 21. aldarinnar eftir að það var fyrst sett upp í Migrossafninu í Zürich 2012.
Lesa meira
Afrakstur Látum vaða! má nú sjá í fræðslurýminu
08.09.2023
Afrakstur listsmiðjunnar Látum vaða! sem fram fór í Listasafninu þann 2. september er nú til sýnis í safnfræðslurými safnsins. Smiðjan tengist sýningunni Einfaldlega einlægt þar sem sýnd eru málverk listakonunnar Katrínar Jósepsdóttur, sem oftast var kölluð Kata saumakona. Málverk Kötu eru einlæg og gefa sig ekki út fyrir að vera neitt annað en þau eru. Listakonan „lét vaða“ á eigin forsendum og eru verkin því sem mikilvæg hvatning fyrir bæði börn og fullorðna. Allir geta skapað og útkoman getur komið á óvart.
Lesa meira
Opnun á Heilsuvernd hjúkrunarheimili, Hlíð
06.09.2023
Föstudaginn 8. september kl. 14 opnar Listasafnið á Akureyri sýninguna Hér og þar II á Heilsuvernd hjúkrunarheimili, Hlíð. Listasafnið og Heilsuvernd vinna saman að því að fræða og gleðja íbúa, starfsfólk og gesti Hlíðar með tveimur myndlistarsýningum í ár og leiðsögn þeim tengdum. Sú fyrri var opnuð 10. febrúar og stóð til 4. júní, en þar mátti sjá verk eftir Jón Laxdal, Roj Friberg og Þorvald Þorsteinsson. Að þessu sinni verða sýnd verk eftir listamennina Einar Helgason, Guðmund Ármann Sigurjónsson, Lilý Erlu Adamsdóttur og Tryggva Ólafsson. Öll hafa þau unnið með náttúru og mannlíf á einn eða annan hátt í verkum sínum.
Lesa meira
Látum vaða í september!
29.08.2023
Í september býður Listasafnið á Akureyri upp á tvær ólíkar listsmiðjur þar sem börn og fullorðnir fá tækifæri til að vinna saman undir leiðsögn listamanns og skapa verk sem sett verða upp á sérstakri sýningu í safnfræðslurými safnsins. Smiðjurnar tengjast sýningunni Einfaldlega einlægt, sem var opnuð 26. ágúst, en þar má sjá verk listakonunnar Katrínar Jósepsdóttur, sem oftast var kölluð Kata saumakona. Málverk Kötu eru einlæg og gefa sig ekki út fyrir að vera neitt annað en þau eru. Listakonan „lét vaða“ á eigin forsendum og virka verkin því sem mikilvæg hvatning fyrir bæði börn og fullorðna. Allir geta skapað og útkoman getur komið á óvart. Látum vaða!
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
23.08.2023
Sunnudaginn 27. ágúst kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá samsýningu norðlenskra myndlistarmanna, Afmæli. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýningarinnar.
Lesa meira
Listasafnið á Akureyri 30 ára!
21.08.2023
Helgina 25.-27. ágúst næstkomandi fagnar Listasafnið á Akureyri 30 ára afmæli. Afmælishátíðin hefst í sal 11 á föstudagskvöldinu kl. 22 með tónleikum tékkneska oktettsins HLASkontraBAS. Blásið verður til mikillar listahátíðar á laugardaginn kl. 15 þegar fimm nýjar sýningar verða opnaðar í safninu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur ávarp, einnig Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, og Hlynur Hallsson, safnstjóri.
Lesa meira