Flýtilyklar
Fréttasafn
Gjörningur á föstudegi
25.01.2024
Föstudaginn 26. janúar kl. 16-16.40 munu Sigga Soffía, listakona, og Þorbjörg Helga, leikkona, flytja gjörninginn Ég er blautur flugeldur í Ketilkaffi á jarðhæð Listasafnsins. Í gjörningnum mun Sigga Soffía flytja opnunareintal verksins Til hamingju með að vera mannleg og Þorbjörg Helga mun í framhaldinu flytja valin ljóð úr ljóðabók Siggu Soffíu sem ber sama titil. Special edition ljóðabækurnar verða til sýnis að gjörningi loknum.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
23.01.2024
Sunnudaginn 28. janúar kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá sýningu Sigurðar Guðjónssonar, Hulið landslag, og yfirlitssýningu á verkum Kötu saumakonu. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listafólksins.
Lesa meira
Þrjár sýningar opnaðar á laugardaginn
22.01.2024
Laugardaginn 27. janúar kl. 15 verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Alexander Steig – Steinvölur Eyjafjarðar, Guðný Kristmannsdóttir – Kveikja, og Sigurður Atli Sigurðsson – Sena. Boðið verður upp á listamannaspjall með Alexander Steig og Sigurði Atla kl. 15.45 og er stjórnandi Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins. Haldið verður listamannaspjall með Guðnýju Kristmannsdóttur laugardaginn 3. febrúar kl. 15 og boðið upp á fjölskylduleiðsögn um sýningarnar þrjár sunnudaginn 24. mars kl. 11-12.
Lesa meira
Afrakstur Allt til enda má nú sjá í fræðslurýminu
09.01.2024
Um síðustu helgi fór fram í Listasafninu á Akureyri myndlistarvinnustofa í verkefninu Allt til enda. Selma Hreggviðsdóttir, myndlistarmaður, bauð börnum á aldrinum 6 til 9 ára að kynnast ferli listamannsins. Þátttakendur unnu bæði samvinnuverkefni og sjálfstæð verk. Áhersla var lögð á að skoða gaumgæfilega hluti sem fólk gefur ekki mikinn gaum í daglegu lífi. Hvaðan koma hlutir og hvaða hlutverki gegna þeir í lífi okkar? Er pizza bara pizza? Hvað er listsýning? Vinnustofan var óvissuferð þar sem þátttakendur sköpuðu og höfðu áhrif á framvindu og niðurstöðu verunnar saman í Listasafninu.
Lesa meira
Einfaldlega gaman í Listasafninu
03.01.2024
Nú býður Listasafnið upp á fræðsluleik um sýninguna Einfaldlega einlægt undir yfirskriftinni Einfaldlega gaman. Tilvalið tækifæri fyrir börn og fullorðna til að staldra við, eiga samtal um myndlist og uppgötva eitthvað nýtt.
Lesa meira
Gleðileg jól
24.12.2023
Listasafnið á Akureyri óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Lesa meira
Allt til enda: Selma Hreggviðsdóttir
16.12.2023
Þriðja og síðasta listvinnustofan undir yfirskriftinni Allt til enda fer fram í Listasafninu á Akureyri dagana 6.-7. janúar 2024. Þá mun Selma Hreggviðsdóttir, myndlistarmaður, leiða börn í 1.-4. bekk gegnum ferli listamannsins, allt frá því að fá hugmynd, vinna listaverk og finna bestu leiðina til að setja verkið fram á sýningu. Notast verður við sýningar Listasafnsins sem innblástur fyrir gerð listaverka. Hugmyndum um skala og afstöðu verður velt upp og hvernig stærð okkar hefur áhrif á upplifun á umhverfinu. Vinnustofan er óvissuferð þar sem þátttakendur skapa og hafa áhrif á framvindu og niðurstöðu samverunnar í Listasafninu. Eitt er víst að allt saman endar þetta með allsherjar sýningu sem þátttakendur skipuleggja sjálfir, þar sem listaverkin verða afhjúpuð með pompi og prakt. Sýningin stendur til 4. febrúar 2024.
Lesa meira
Árskort í jólapakkann
15.12.2023
Árskort Listasafnsins er til sölu í safnbúðinni og kostar aðeins 4.500 kr. Það veitir aðgang að öllum sýningum árið um kring frá og með kaupdegi. Tilvalið í jólapakkann fyrir fólk, fyrirtæki og samtök.
Lesa meira
Einfaldlega gaman í Listasafninu – Fræðsluleikur
15.12.2023
Nú býður Listasafnið upp á fræðsluleik um sýninguna Einfaldlega einlægtundir yfirskriftinni Einfaldlega gaman. Tilvalið tækifæri fyrir börn og fullorðna til að staldra við, eiga samtal um myndlist og uppgötva eitthvað nýtt.
Lesa meira
Örleiðsögn og Tólf tónar
06.12.2023
Laugardaginn 9. desember verður frítt inn á Listasafnið á Akureyri og boðið upp á tvo viðburði. Klukkan 14-14.40 fer fram örleiðsögn um allar níu sýningar safnsins sem nú standa yfir. Þar munu Hlynur Hallsson, safnstjóri, og fræðslufulltrúarnir Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og Heiða Björk Vilhjálmsdóttir segja frá sýningunum og spjalla um verkin. Klukkan 15-15.15 og 16-16.15 verður Tólf tóna kortérið á dagskrá. Þar stígur tónlistarfólkið Sóley Björk Einarsdóttir, Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og Emil Þorri Emilsson á stokk og flytja jólalega tóna á trompet, selló og slagverk. Á dagskrá verða gömul frönsk jólalög auk þess sem nýtt jólalag eftir Steinunni, Jól í hjarta, verður frumflutt.
Lesa meira
Leit

