Fréttasafn

Síðasti Þriðjudagsfyrirlestur ársins

Síðasti Þriðjudagsfyrirlestur ársins

Þriðjudaginn 21. nóvember kl. 17-17.40 heldur bandaríska myndlistarkonan Zoe Chronis og þýski arkitektinn og myndskreytarinn Rainer Fischer sameiginlegan Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri. Þar mun Chronis fjalla um stafræna klippingu sem aðeins er hægt að framkvæma með MiniDV upptökuvél. Þessa aðferð notar hún til að taka upp myndbandsdagbækur þar sem upptaka nýrrar færslu eyðileggur fyrri færslu. Verk Chronis fela oft í sér gallaðan myndbandsbúnað og klippingu, sem gerir mörkin milli ásetnings og tilviljunar óskýr. Á fyrirlestrinum mun hún einnig fjalla um áhrif tilraunakvikmyndagerðar Dziga Vertov, Rose Lowder og Michael Snow. Fischer mun segja frá framvindu vinnu sinnar í gestavinnustofu Listasafnsins þar sem hann hefur dvalið síðustu vikur. Í fyrstu drögum að myndskreyttri skáldsögu fer Rainer í sitt hliðarsjálf, Joseph Otto. Í samtali við hans eigin stöðluðu sköpunarverk týnist Joseph/Rainer milli raunveruleika og stórkostlegra sagna af íslensku huldufólki. Sögulok hafa ekki enn verið skrifuð.
Lesa meira
Hafdís María Skúladóttir.

Útskriftarsýning VMA opnuð á laugardaginn

Laugardaginn 18. nóvember kl. 15 verður útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri, Bullandi óreiða opnuð í Listasafninu á Akureyri. Samhliða sýningunni má sjá verk tveggja nemenda á lokaári sérnámsbrautar.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Heather Sincavage

Þriðjudagsfyrirlestur: Heather Sincavage

Þriðjudaginn 14. nóvember kl. 17-17.40 heldur bandaríska myndlistarkonan, Heather Sincavage, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Inescapable Presence. Í fyrirlestrinum mun hún fjalla um sína gjörningalist og það sem hún hefur í huga við sköpun nýrra verka: látbragð, líkamleika og endurtekningu, vinnuafl og vinnu kvenna. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Lesa meira
Allt til enda: Steinn Friðriksson

Allt til enda: Steinn Friðriksson

Önnur vinnustofa Allt til enda fer fram dagana 18. - 19. nóvember 2023. Þá mun Friðrik Steinn Friðriksson, vöru- og upplifunarhönnuður, bjóða ungmennum að skapa módel af húsgögnum sem í framhaldinu er auðvelt að vinna með heima. Húsgögn sem bæði eru míní útgáfa af venjulegum hlutum og skref í átt að því að smíða í fullri stærð. Unnið verður í skala og efni sem auðvelt er að yfirfæra og stuðst við fagurfræði Enzo Mari og Rietveld. Vinnustofunni lýkur með sýningu í Listasafninu á Akureyri sem þátttakendur skipuleggja sjálfir. Sýningin stendur til 17. desember 2023.
Lesa meira
Frá Boreal 2022.

Boreal hefst á föstudaginn

Dansmyndahátíðin Boreal hefst í Listasafninu föstudaginn 10. nóvember kl. 20. Hátíðin stendur yfir til 23. nóvember og er nú haldin í fjórða sinn. Sýningarnar fara fram í Listasafninu, Deiglunni og Mjólkurbúðinni. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Kristín Elva Rögnvaldsdóttir.

Þriðjudagsfyrirlestur: Kristín Elva Rögnvaldsdóttir

Þriðjudaginn 7. nóvember kl. 17-17.40 heldur Kristín Elva Rögnvaldsdóttir, myndlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Að skapa list fyrir og eftir ME greiningu. Í fyrirlestrinum mun hún fjalla um reynslu sína af listsköpun með og án vitneskju um að vera haldin taugasjúkdómnum ME. Eitt af helstu einkennum ME er yfirþyrmandi þreyta, oft í kjölfar andlegrar eða líkamlegrar áreynslu. Þegar Kristín Elva stundaði myndlistarnám var hennar stærsta hindrun öll þau ólíku einkenni sjúkdómsins. Í dag notar hún listsköpunina til þess að milda einkenni sjúkdómsins.
Lesa meira
Listasafnið þátttakandi í Northern Lights Fantastic Film Festival

Listasafnið þátttakandi í Northern Lights Fantastic Film Festival

Listasafnið er samstarfsaðili Northern Lights Fantastic Film Festival sem fer fram á Akureyri 26.-29. október. Hátíðin er þematengd kvikmyndahátíð þar sem sjá má 38 alþjóðlegar stuttmyndir í menningarhúsinu Hofi. Dómnefnd velur bestu fantastic myndina sem hlýtur í verðlaun 1.000 evrur og 1 milljón krónur í tækjaúttekt hjá Kukl.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Magnús Helgason

Þriðjudagsfyrirlestur: Magnús Helgason

Þriðjudaginn 31. október kl. 17-17.40 heldur Magnús Helgason, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Afþvíbarafyrirlestur Magnúsar. Þar mun hann fjalla um eigin myndlist og hvaða vinnuaðferðum hann beitir. Auk þess mun hann svara spurningum eins og Til hvers er myndlist Magnúsar? og Er þetta list?
Lesa meira
Zoe Chronis.

Gestavinnustofan opin á laugardaginn

Laugardaginn 28. október kl. 14-17 verður gestavinnustofa Listasafnsins opin, en þar hefur listafólkið Joseph Otto and Zoe Chronis dvalið undanfarnar vikur. Gengið er inn úr porti bakvið Listasafnið.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 29. október kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá yfirlitssýningu á verkum Drafnar Friðfinnssonar, Töfrasproti tréristunnar. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýningarinnar. Aðgangur er ókeypis í boði Norðurorku sem styrkir fræðslustarf Listasafnsins.
Lesa meira