Fréttasafn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 29. október kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá yfirlitssýningu á verkum Drafnar Friðfinnssonar, Töfrasproti tréristunnar. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýningarinnar. Aðgangur er ókeypis í boði Norðurorku sem styrkir fræðslustarf Listasafnsins.
Lesa meira
Mynd: Almar Alfreðsson.

Allt til enda

Um síðustu helgi fór fram listvinnustofan Allt til enda í Listasafninu. Þá bauð Elías Rúni, myndasöguhöfundur, myndlýsir og grafískur hönnuður, börnum í 3. - 6. bekk að gera tilraunir með myndasöguformið og kynnast ólíkum leiðum til að segja sögur í myndum með áherslu á skapandi form og frásögn. Innblástur var sóttur úr hversdagsleikanum og sagna leitað í minningum og því sem er efst á baugi í samfélaginu.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestri frestað

Þriðjudagsfyrirlestri frestað

Fyrirhuguðum Þriðjudagsfyrirlestri sem bandaríska myndlistarkonan Zoe Chronis átti að halda í dag, þriðjudaginn 24. október, hefur verið frestað vegna kvennaverkfallsins. Ný dagsetning verður auglýst síðar.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Zoe Chronis

Þriðjudagsfyrirlestur: Zoe Chronis

Þriðjudaginn 24. október kl. 17-17.40 heldur bandaríska myndlistarkonan Zoe Chronis Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Chance-based Editing with a MiniDV Camcorder.
Lesa meira
Tólf tóna kortérið: Hver er þessi fiðla og hvernig koma hljóðin úr henni?

Tólf tóna kortérið: Hver er þessi fiðla og hvernig koma hljóðin úr henni?

Laugardaginn 21. október kl. 15-15.15 og 16-16.15 verður Tólf tóna kortérið á dagskrá í Listasafninu undir yfirskriftinni Hver er þessi fiðla og hvernig koma hljóðin úr henni? Þá mun Sophia Fedorovych, fiðluleikari- og kennari, flytja verkið Litla fiðlan fyrir börn á öllum aldri. Hún mun jafnframt kynna fiðluna fyrir gestum og jafnvel leyfa þeim yngstu að snerta strengina. Sophia er nýflutt til Akureyrar og kennir nú við Tónlistarskólann á Akureyri. Hún er þaulreyndur kennari, en fiðluleikur og miðlun til yngri kynslóðarinnar eru hennar ær og kýr. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Elena Mazzi.

Þriðjudagsfyrirlestur: Elena Mazzi

Þriðjudaginn 17. október kl. 17-17.40 heldur ítalska myndlistarkonan Elena Mazzi Þriðjudagsfyrirlestur um rannsóknir sínar á sambandi manns, náttúru og menningar. Í vinnu sinni endurtúlkar hún menningarlega arfleið staða, fléttar inn í það sögum, staðreyndum og fantasíum sem sprottnar eru í nærsamfélögunum í þeim tilgangi að nálgast lausnir í togstreitu manns og náttúru. Með mannfræðilegum vinnuaðferðum leitast hún við að finna heildræna nálgun sem miðar að því að brúa gjár samfélagsins. Í fyrirlestrinum segir hún einnig frá nýlegum verkefnum sínum t.d. Polar Silk Road.
Lesa meira
A! Gjörningahátíð hefst í dag

A! Gjörningahátíð hefst í dag

A! Gjörningahátíð hefst í dag kl. 17 í Hofi með gjörningi Hörpu Arnardóttur, Það komast milljón jarðir fyrir inni í sólinni. Næst tekur við Aðalheiður S. Eysteinsdóttir með gjörninginn Sinfónía / Symphony kl. 20 og fer hann einnig fram í Hofi. Í Listasafninu kl. 20:45 fer fram gjörningur brasilíska listamannsins Tales Frey, I Costume For II, og dagskrá fyrsta dagsins lýkur með hinum bandaríska Dustin Harvey og gjörningi hans Alone Together, sem fram fer í Mjólkurbúðinni kl. 21.20. A! Gjörningahátíð stendur yfir 5.-8. október. Ókeypis á alla viðburði.
Lesa meira
Afrakstur Látum vaða! má nú sjá í fræðslurýminu

Afrakstur Látum vaða! má nú sjá í fræðslurýminu

Afrakstur seinni listsmiðjunnar í verkefninu Látum vaða!, sem fór fram í Listasafninu 30. september síðastliðinn, er nú til sýnis í safnfræðslurýminu. Smiðjan tengist sýningunni Einfaldlega einlægt þar sem sýnd eru málverk listakonunnar Katrínar Jósepsdóttur, sem oftast var kölluð Kata saumakona. Málverk Kötu eru einlæg og gefa sig ekki út fyrir að vera neitt annað en þau eru. Listakonan „lét vaða“ á eigin forsendum og verkin eru því mikilvæg hvatning fyrir bæði börn og fullorðna. Allir geta skapað og útkoman getur komið á óvart.
Lesa meira
Opnun á föstudagskvöldi

Opnun á föstudagskvöldi

Föstudagskvöldið 6. október kl. 20-22 verður opnuð sýning brasilísku myndlistarmannanna Tales Frey og Hilda de Paulo, Leiðnivír. Sýningin er hluti af A! Gjörningahátíð sem stendur yfir dagana 5.-8. október.
Lesa meira
Dísa Thors.

Þriðjudagsfyrirlestur: Dísa Thors

Þriðjudaginn 3. október kl. 17-17.40 heldur Dísa Thors, húðflúrari og teiknari, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur haustsins undir yfirskriftinni Húðflúrun. Þar mun hún fjalla um húðflúrun í máli og myndum og tala m.a. um uppruna húðflúrunnar og mismundandi stíla og aðferðir.
Lesa meira