Flýtilyklar
Fréttasafn
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
21.05.2024
Sunnudaginn 26. maí kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá einkasýningum Heiðdísar Hólm, Vona að ég kveiki ekki í, og Salóme Hollanders, Engill og fluga. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna.
Lesa meira
Alþjóða safnadagurinn: „Söfn í þágu fræðslu og rannsókna“
14.05.2024
Í tilefni Alþjóða safnadagsins, 18. maí næstkomandi, verður ókeypis inn á Listasafnið. Yfirskrift Alþjóðlega safnadagsins í ár, Söfn í þágu fræðslu og rannsókna, snýr að mikilvægi menningar-stofnana þegar kemur að því að bjóða upp á heildræna fræðslu og tækifæri til þekkingaröflunar. Þá er mark-miðið með því að halda upp á daginn að stuðla að vitundarvakningu í þessum efnum, sem og að ýta undir sjálfbæra hugsun og auka jöfnuð á heimsvísu.
Lesa meira
Samstarfssamningur um menningarmál framlengdur
13.05.2024
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, undirrituðu í gær samkomulag um eins árs framlengingu á samstarfsamningi bæjarins og ríkisins um menningarmál og gildir hún út árið 2024.
Lesa meira
Síðasta Tólf tóna kortérið fyrir sumarfrí
08.05.2024
Laugardaginn 11. maí kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 verður Tólf tóna kortérið á dagskrá í Listasafninu í síðasta sinn fyrir sumarfrí, en þá mun Ásdís Arnardóttir, sellóleikari, frumflytja verk Sunnu Friðjónsdóttur, Noises of the Blue Planet – The Creatures Slowly Wake Up.
Lesa meira
Opið á baráttudegi verkafólks
01.05.2024
Listasafnið er opið á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí, á hefðbundnum tíma kl. 12-17. Þá gefst gestum kostur á að sjá samtals 8 sýningar í 10 sölum, en salir 11 og 12 eru lokaðir vegna uppsetningar nemendasýninga Myndlistaskólans og listnáms- og hönnunarbrautar VMA. Sýningarnar bera yfirskriftina Sjónmennt 2024 og Bragðarefur og verða opnaðar næstkomandi laugardag kl. 15.
Lesa meira
Nemendasýningar opnaðar á laugardaginn
29.04.2024
Laugardaginn 4. maí kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Nemendasýning Myndlistaskólans á Akureyri, Sjónmennt 2024, og útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Bragðarefur.
Lesa meira
Gleðilegt sumar!
25.04.2024
Í tilefni Eyfirska safnadagsins er frítt inn á Listasafnið í dag, sumardaginn fyrsta. Boðið verður upp á opna listsmiðju kl. 12-15 fyrir alla aldurshópa undir yfirskriftinni Ýmislegt alls konar. Fjölbreyttur efniviður verður á staðnum og öll velkomin. Verkefnið er hluti af Barnamenningarhátíð á Akureyri. Gleðilegt sumar!
Lesa meira
Ýmislegt alls konar – opin smiðja
23.04.2024
Sumardaginn fyrsta, 25. apríl, kl. 12-15 verður boðið upp á opna listsmiðju fyrir alla aldurshópa í Listasafninu. Tilvalið tækifæri til að skapa sitt eigið listaverk og njóta samveru. Alls konar efniviður verður á staðnum og öll velkomin. Verkefnið er hluti af Barnamenningarhátíð á Akureyri. Aðgangur að safninu er ókeypis í tilefni Eyfirska safnadagsins.
Lesa meira
Sigríður Örvarsdóttir ráðin safnstjóri
17.04.2024
Sigríður Örvarsdóttir hefur verið ráðin nýr safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. Sigríður er með MA gráðu í safnafræði frá Háskóla Íslands (2018), BA gráðu í textílhönnun frá Seminaret for Kunst og Haandværk í Danmörku (2001), ásamt meistaranámi í prjónahönnun frá Academie Royale des Beux-Arts (2014) og viðbótardiplómu í hagnýtri jafnréttisfræði frá Háskóla Íslands (2009). Auk þess er hún með kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla (2001).
Lesa meira
Listamannaspjall með Gunnari Kr. Jónassyni
16.04.2024
Laugardaginn 20. apríl kl. 15 verður listamannaspjall með Gunnari Kr. Jónassyni um verk hans á samsýningunni Sköpun bernskunnar. Stjórnandi er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, sýningarstjóri. Aðrir þátttakendur sýningarinnar eru Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og nemendur úr leikskólanum Naustatjörn og grunnskólunum Glerárskóla og Naustaskóla.
Lesa meira