Fréttasafn

Marius van Zandwijk.

Gestavinnustofan opin á laugardaginn

Undanfarnar vikur hefur myndlistarfólkið Marius van Zandwijk og Andrea Weber dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins. Laugardaginn 24. ágúst kl. 15-18 verður vinnustofan opin og má þá sjá afrakstur vinnu þeirra síðustu vikur.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 25. ágúst kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar, segja börnum og fullorðnum frá sýningunni Er þetta norður? Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýningarinnar.
Lesa meira
Henrik Björnsson.

Annar Mysingur sumarasins á laugardaginn

Laugardaginn 20. júlí kl. 17 fer fram annar Mysingur sumarsins í mjólkurporti Listasafnsins á Akureyri, en þá koma fram REA og The Cult Of One. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og hægt verður að kaupa veitingar frá Ketilkaffi á svæðinu. Tónleikaröðin er hluti af Listasumri og unnin í samstarfi Akureyrarbæjar, Listasafnsins á Akureyri, Ketilkaffis og Geimstofunnar.
Lesa meira
Sjáðu! – Vangaveltur um myndlist

Sjáðu! – Vangaveltur um myndlist

Fræðsluleikurinn Sjáðu! – Vangaveltur um myndlist er nú í boði í Listasafninu. Í leiknum er börnum og fullorðnum boðið að eiga samtal um myndlist, ferðast í huganum um hið viðfeðma norður og velta fyrir sér hugmyndum um leik og list. Tilvalið tækifæri til að staldra við og uppgötva eitthvað nýtt. Bragðgóð verðlaun í boði! Verkefnið er styrkt af Safnaráði.
Lesa meira
Katie Raudenbush.

Gestavinnustofan opin á þriðjudaginn

Bandaríska myndlistarkonan Katie Raudenbush hefur dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins undanfarnar vikur og þriðjudaginn 25. júní kl. 15-17 verður vinnustofan opin gestum og gangandi. Katie Raudenbush er frá New York í Bandaríkjunum og vinnur fyrst og fremst með textíl og ljósmyndir. Á vinnustofunni má sjá afrakstur vinnu hennar síðustu vikur og m.a. túrmerik klippimyndir sem eru innblásnar af íslensku landslagi.
Lesa meira
Biggi í Maus.

Biggi í Maus á fyrsta Mysingi sumarsins

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 12 fer fram fyrsti Mysingur sumarsins á útisvæði Ketilkaffis fyrir framan Listasafnið á Akureyri. Þá mun Biggi í Maus – Birgir Örn Steinarsson – koma fram ásamt Þorsteini Kára Guðmundssyni. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og hægt verður að kaupa mat og drykki frá Ketilkaffi á svæðinu. Tónleikaröðin er hluti af Listasumri og unnin í samstarfi Akureyrarbæjar, Listasafnsins á Akureyri, Ketilkaffis og Geimstofunnar.
Lesa meira
Marja Helander, Monchegorsk, 2014.

Sýningarstjóraspjall

Laugardaginn 8. júní kl. 15 verður sýningarstjóraspjall í Listasafninu um samsýninguna Er þetta norður? Hlynur Hallsson, safnstjóri og annar sýningarstjóra, mun segja frá sýningunni, tilurð hennar og einstaka verkum.
Lesa meira
Auga hvalsins, Frantz Wulffhagen, 1669.

Opnun á fimmtudagskvöldi

Fimmtudaginn 6. júní kl. 20 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Samsýningin Er þetta norður? og Fluxus sýningarverkefnið STRANDED – W(H)/ALE A REMAKE PORTFOLIO – MORE THAN THIS, EVEN. Boðið verður upp á listamannaspjall með Inuuteq Storch og Gunnari Jónssyni um fyrrnefndu sýninguna og sýningarstjóraspjall með Wolfgang Hainke og Freyju Reynisdóttur um þá síðarnefndu. Fyrr um kvöldið, kl. 19.30, verður boðið upp á örtónleika með tveimur meðlimum grænlensku hljómsveitarinnar Nanook.
Lesa meira
Guðný Kristmannsdóttir við verkið Play Me.

Listasafnið kaupir verk af Guðnýju, Jónu Hlíf og Magnúsi

Listasafnið á Akureyri festi á dögunum kaup á lykilverki Guðnýjar Kristmannsdóttur, Play Me, af sýningu hennar Kveikja sem lauk nýverið á safninu. Verkið hlaut verðskuldaða athygli sem og sýningin sjálf. Á fundi Listasafnsráðs var einnig ákveðið að kaupa verk af myndlistarfólkinu Jónu Hlíf Halldórsdóttur og Magnúsi Helgasyni.
Lesa meira
Listamannaspjall og sýningalok

Listamannaspjall og sýningalok

Í tilefni af síðustu dögum sýningar Guðnýjar Kristmannsdóttur, Kveikja, verður boðið upp á listamannaspjall með Guðnýju næstkomandi laugardag kl. 15.
Lesa meira