Flýtilyklar
Fréttasafn
Svipmyndir úr svepparíkinu
09.03.2016
Fyrirlestraröðin í tengslum við síðustu viku sýningar Jóns Laxdal Halldórssonar, ...úr rústum og rusli tímans, og útgáfu samnefndrar viðtalsbókar Guðbrands Siglaugssonar hefst kl. 17.15 í dag í Miðsal Listasafnsins þegar Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni Svipmyndir úr svepparíkinu. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Viðtalsbók við Jón Laxdal
07.03.2016
Laugardaginn 12. mars næstkomandi kemur út á vegum Listasafnsins á Akureyri viðtalsbókin … úr rústum og rusli tímans … þar sem Guðbrandur Siglaugsson ræðir við listamanninn Jón Laxdal Halldórsson. Texti bókarinnar er þýddur yfir á ensku, hollensku, grísku og latínu, en hún er gefin út í tengslum við samnefnda sýningu Jóns Laxdal sem staðið hefur í Listasafninu á Akureyri síðan 16. janúar og lýkur sunnudaginn 13. mars næstkomandi. Útgáfuteiti bókarinnar verður í Listasafninu laugardaginn 12. mars kl. 15.
Lesa meira
Fyrirlestraröð og útgáfuteiti
06.03.2016
Í tengslum við síðustu viku sýningar Jóns Laxdal Halldórssonar, ...úr rústum og rusli tímans, og útgáfu samnefndrar viðtalsbókar Guðbrands Siglaugssonar verður stutt fyrirlestraröð í Listasafninu á Akureyri og útgáfuteiti laugardaginn 12. mars kl. 15. Sýningunni lýkur sunnudaginn 13. mars.
Lesa meira
Klængur Gunnarsson með Þriðjudagsfyrirlestur
04.03.2016
Þriðjudaginn 8. mars kl. 17-17.40 heldur Klængur Gunnarsson myndlistarmaður Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, undir yfirskriftinni Byrjunarreitur - Frábært en ókeypis? Í fyrirlestrinum fjallar Klængur um hvað bíður listnema eftir útskrift út frá sinni eigin reynslu. Auk þess mun hann tala um listamannarekin rými, samstarf við gallerí og liststofnanir, stöðu og umhverfi styrkja og fleira.
Lesa meira
Sköpun bernskunnar 2016
03.03.2016
Laugardaginn 5. mars kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi samsýningin Sköpun bernskunnar 2016. Þátttakendur eru Hríseyjarskóli, Leikskólarnir Hólmasól, Sunnuból og Pálmholt, grunnskólarnir Naustaskóli og Síðuskóli, Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi og listamennirnir Áki Sebastian Frostason, Anne Balanant, Björg Eiríksdóttir, Elsa Dóra Gísladóttir, Egill Logi Jónsson og James Earl Ero Cisneros Tamidles. Sýningarstjóri: Guðrún Pálína Guðmundsdóttir.
Lesa meira
Jón Laxdal með leiðsögn
01.03.2016
Fimmtudaginn 3. mars kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri um sýningar Jóns Laxdal Halldórssonar, ...úr rústum og rusli tímans, og Noemi Niederhauser, Ráfandi skrúðganga. Hlynur Hallsson safnstjóri og Jón Laxdal taka á móti gestum og fræða þá um sýningarnar. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Má ekki bara sleppa þessum listgreinum?
27.02.2016
Þriðjudaginn 1. mars kl. 17-17.40 heldur Sandra Rebekka Dudziak, myndlistarmaður og kennari, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, undir yfirskriftinni Má ekki bara sleppa þessum listgreinum? – Hlutverk listgreina í skólastarfi. Í fyrirlestrinum fjallar Sandra Rebekka um hlutverk listgreina í skólastarfi og mikilvægi þeirra í þroska og námi barnanna sem koma til með að móta framtíð samfélagsins.
Lesa meira
í drögum / Prehistoric Loom IV að ljúka
26.02.2016
Framundan eru síðustu dagar samsýningarinnar í drögum / Prehistoric Loom IV sem staðið hefur í Listasafninu, Ketilhúsi síðan 23. janúar, en henni lýkur næstkomandi sunnudag. Sýningin skoðar teikninguna sem tímabil í ferli listsköpunar, nánast hulið ferli sem markar andartak milli hugsunar og framkvæmdar. Í þessu óræða rými má greina bergmál persónulegra og faglegra tengsla sem einkenna samfélög listamanna. í drögum / Prehistoric Loom IV er ávöxtur þeirra sambanda sem mynduðust hjá meistaranemum við Glasgow School of Art í Skotlandi árið 2014.
Lesa meira
Ráfandi skrúðganga
26.02.2016
Laugardaginn 27. febrúar kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Vestursal sýning svissnesku listakonunnar Noemi Niederhauser, Ráfandi skrúðganga. Sýningin er sviðsetning á látbragði, hreyfingum, gjörðum og hrynjandi þar sem merking og áhersla er sífellt fjarlægð.
Lesa meira
Lokunarteiti Baldvins Ringsted
25.02.2016
Lokunarteiti sýningar Baldvins Ringsted, Snarstefjun, annar hluti: Bárujárnsárin, er í dag kl. 15. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri til þess að skoða sýninguna í síðasta sinn og þiggja léttar veitingar. Verið velkomin.
Lesa meira
Leit

