Flýtilyklar
Svipmyndir úr svepparíkinu
Fyrirlestraröðin í tengslum við síðustu viku sýningar Jóns Laxdal Halldórssonar, ...úr rústum og rusli tímans, og útgáfu samnefndrar viðtalsbókar Guðbrands Siglaugssonar hefst kl. 17.15 í dag í Miðsal Listasafnsins þegar Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni Svipmyndir úr svepparíkinu. Í fyrirlestrinum verða t.d. sýndir nokkrir sveppir sem undanfarin ár hafa borið aldin í kringum hús hennar á Eyrinni og fjallað um listina að greina hattsveppi eitthvað áleiðis til tegundar. Aðgangur er ókeypis.
Guðríður Gyða lærði sveppafræði við Manitóbaháskóla í Winnipeg í Kanada og útskrifaðist haustið 1990. Hún flutti til Akureyrar vorið 1992 og hóf svepparannsóknir á Náttúrufræðistofnun Norðurlands sem í ársbyrjun 1994 varð Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands. Þar hefur hún séð um vísindasafn sveppa á stofnuninni, sinnt rannsóknum á íslensku fungunni, tegundum sveppa og útbreiðslu þeirra. Hún hefur t.d. rannsakað sveppi í misgömlum skógum og safnað því sem skrifað hefur verið um íslenska sveppi. Hún tekur þátt í útgáfu greiningarritsins Funga Nordica og í norrænu samstarfi sem varðar flokkunarfræði og útbreiðslu tegunda sveppa á Norðurlöndum. Síðastliðin ár hefur hún greint myglusveppi í sýnum úr íslenskum byggingum fyrir ýmsa þá sem vilja vita deili á þeim sambýlingum sínum sem sjást best í smásjá.
Fyrirlestrar:
Miðvikudaginn 9. mars kl. 17.15
Svipmyndir úr svepparíkinu
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir
sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun
Íslands
Fimmtudaginn 10. mars kl. 17.15
Frá týndum myndlistarkonum til Guerrilla Girls
Gerla – Guðrún Erla Geirsdóttir
myndhöfundur og listfræðingur
Lesa meira
Föstudaginn 11. mars kl. 17.15
Fáguð hreyfikerfi
Reynir Axelsson
stærðfræðingur
Lesa meira
Aðgangur er ókeypis.
Leit

