Flýtilyklar
Fréttasafn
Opið alla páskana
23.03.2016
Yfirstandandi sýningar í Listasafninu á Akureyri verða opnar alla páskahátíðina kl. 12-17.
Sýningin Fólk / People, sem var opnuð um síðastliðna helgi, segir áhorfandanum sögur af fólki og gefur innsýn í verk sjö listamanna sem allir vinna með ljósmyndir á ólíkan hátt. Á dögum sjálfsmyndanna (e. selfie) hafa portrettmyndir öðlast nýja merkingu og hér gefur að líta fólk í ólíkum aðstæðum séð með augum ólíkra listamanna í gegnum linsur fjölbreyttra myndavéla. Listamennirnir sjö eiga það sameiginlegt að vinna með ljósmyndir þó að viðfangsefnið „fólk“ sé ef til vill ekki það fyrsta sem okkur dettur í hug þegar við skoðum sum verka þeirra.
Lesa meira
Ljósmyndasýningin Fólk / People
17.03.2016
Laugardaginn 19. mars kl. 15 verður ljósmyndasýningin Fólk / People opnuð á Listasafninu á Akureyri. Á sýningunni má sjá verk sjö listamanna sem eiga það sameiginlegt að vinna með ljósmyndir þó að viðfangsefnið „fólk“ sé ef til vill ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar sum verk þeirra eru skoðuð. Listamennirnir eru Barbara Probst, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Hrefna Harðardóttir, Hörður Geirsson, Ine Lamers og Wolfgang Tillmans. Sýningarstjóri er Hlynur Hallsson. Sýningin stendur til 29. maí.
Lesa meira
Listasumar á Akureyri og Akureyrarvaka sameina krafta sína
16.03.2016
Listasumar á Akureyri 2016 hefst helgina 15.-17. júlí og verður að þessu sinni styttra og kraftmeira en oft áður. Aðstandendur hátíðarinnar telja að með því að láta hana ná yfir styttra tímabil, verði hún snarpari og kraftmeiri með skýrari áherslum. Auðveldara verður um vik að skerpa fókusinn á þá viðburði sem hæst ber í einn og hálfan mánuð. Listasumri lýkur með Akureyrarvöku síðustu helgina í ágúst en Akureyrarvaka verður þar með hápunktur og eins konar uppskeruhátíð Listasumars.
Lesa meira
Leiðsögn um Sköpun bernskunnar
15.03.2016
Fimmtudaginn 17. mars kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um sýninguna Sköpun bernskunnar 2016. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi og sýningarstjóri tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Síðasti Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins
12.03.2016
Þriðjudaginn 15. mars kl. 17-17.40 heldur myndlistarkonan Mille Guldbeck síðasta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, undir yfirskriftinni My Fingers are My Eyes. Í fyrirlestrinum fjallar Mille um nýjustu verk sín sem hún hefur unnið í gestavinnustofu Gilfélagsins sem og ferlið í vinnu hennar með málverk og textíl. Mille vinnur og starfar í Bandaríkjunum og Danmörku og er prófessor í málaralist við Bowling Green State University, í Ohio í Bandaríkjunum.
Lesa meira
Fáguð hreyfikerfi
11.03.2016
Þriðji og síðasti fyrirlesturinn í tengslum við síðustu viku sýningar Jóns Laxdal Halldórssonar, ...úr rústum og rusli tímans, og útgáfu samnefndrar viðtalsbókar Guðbrands Siglaugssonar fer fram föstudaginn 11. mars, kl. 17.15 í Miðsal Listasafnsins á Akureyri. Reynir Axelsson stærðfræðingur heldur þá fyrirlestur undir yfirskriftinni Fáguð hreyfikerfi. Hreyfikerfi eru fyrirbæri sem breytast í tíma samkvæmt einhverri tiltekinni reglu. Í fyrirlestrinum verður reynt að sýna hvernig jafnvel einföldustu reglur gefa af sér hreyfikerfi með ótrúlega flókna hegðun sem getur birst í óendanlega flóknum myndum. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Lokunarteiti Noemi Niederhauser
10.03.2016
Í dag, fimmtudaginn 10. mars, kl. 15 verður lokunarteiti sýningar Noemi Niederhauser í Vestursalnum. Þar gefst gestum tækifæri til þess að skoða sýninguna og þiggja léttar veitingar. Athugið að sýningunni lýkur sunnudaginn 13. mars.
Lesa meira
Frá týndum myndlistarkonum til Guerrilla Girls
09.03.2016
Annar fyrirlesturinn í tengslum við síðustu viku sýningar Jóns Laxdal Halldórssonar, ...úr rústum og rusli tímans, og útgáfu samnefndrar viðtalsbókar Guðbrands Siglaugssonar verður á morgun, fimmtudaginn 10. mars, kl. 17.15 í Miðsal Listasafnsins á Akureyri. G.Erla - Guðrún Erla Geirsdóttir myndhöfundur og listfræðingur heldur þá fyrirlestur undir yfirskriftinni Frá týndum myndlistarkonum til Guerrilla Girls og tileinkar hann Alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars sl. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Leiðsögn um þrjár sýningar
09.03.2016
Á morgun, fimmtudaginn 10. mars, kl. 12-13 verður boðið upp á leiðsögn um allar þrjár yfirstandandi sýningar Listasafnsins á Akureyri. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi og sýningarstjóri tekur á móti gestum kl. 12-12.30 í Listasafninu, Ketilhúsi og fræðir þá samsýninguna Sköpun bernskunnar 2016 sem opnaði um síðastliðna helgi. Í Listasafninu kl. 12.30-13 verður leiðsögn í umsjón Haraldar Inga Haraldssonar verkefnastjóra um sýningar Jóns Laxdal Halldórssonar...úr rústum og rusli tímans, og Noemi Niederhauser, Ráfandi skrúðganga, en báðum sýningum lýkur næstkomandi sunnudag. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Fyrirlestraröð
09.03.2016
Í tengslum við síðustu viku sýningar Jóns Laxdal Halldórssonar, ...úr rústum og rusli tímans, og útgáfu samnefndrar viðtalsbókar Guðbrands Siglaugssonar verður stutt fyrirlestraröð í Listasafninu á Akureyri og útgáfuteiti laugardaginn 12. mars kl. 15. Aðgangur á fyrirlestrana er ókeypis. Sýningunni lýkur sunnudaginn 13. mars.
Lesa meira
Leit

