Flýtilyklar
Fréttasafn
Auðkenni – Logohönnun: Tilfinning eða vísindi?
27.11.2015
Þriðjudaginn 1. desember kl. 17 heldur Þórhallur Kristjánsson, grafískur hönnuður og kennari við Myndlistaskólann á Akureyri, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Auðkenni – Logohönnun: Tilfinning eða vísindi? Í fyrirlestrinum fjallar hann um vinnuna á bak við góð merki.
Lesa meira
Leiðsögn um GraN 2015
25.11.2015
Fimmtudaginn 26. nóvember kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri um sýninguna GraN 2015. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi Listasafnsins tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Bráðnun á ís – skapandi tengslanet í norðri
21.11.2015
Þriðjudaginn 24. nóvember kl. 17 heldur Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Bráðnun á ís – skapandi tengslanet í norðri. Í fyrirlestrinum fjallar hún um North Creative Network sem er samstarfsverkefni Lornu – félags áhugamanna um rafræna list og rafrænu félagasamtakanna Piksel í Bergen, i/o/lab í Stavanger og Rixc í Riga.
Lesa meira
GraN verkefnið - grafískur 3æringur
13.11.2015
Þriðjudaginn 17. nóvember kl. 17 heldur Haraldur Ingi Haraldsson verkefnastjóri Listasafnsins á Akureyri Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni GraN verkefnið - grafískur 3æringur. Í fyrirlestrinum fjallar hann um Grafík Nordika verkefnið og þá norrænu samvinnu sem liggur að baki sýningarinnar GraN 2015 sem nú stendur yfir í Listasafninu á Akureyri, en þar má sjá tæplega 100 verk 24 grafíklistamanna frá öllum Norðurlöndunum. Auk þess mun Haraldur Ingi tala um skipulagningu á frekara norrænu samstarfi.
Lesa meira
Leiðsögn um GraN 2015
11.11.2015
Fimmtudaginn 12. nóvember kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri um sýninguna GraN 2015. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi Listasafnsins tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Er nokkuð mennskara en röddin?
06.11.2015
Þriðjudaginn 10. nóvember kl. 17 heldur tónlistarkonan Þórhildur Örvarsdóttir Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Er nokkuð mennskara en röddin? Að þessu sinni verður fyrirlesturinn haldinn í Verkmenntaskólanum á Akureyri, stofu M1.
Lesa meira
Leiðsögn um sýningu Hugsteypunnar
03.11.2015
Fimmtudaginn 5. nóvember kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi um sýningu Hugsteypunnar, Umgerð, sem var opnuð um síðastliðna helgi. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi Listasafnsins tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Frá elsta söguljóði heims til landsleiks í knattspyrnu
31.10.2015
Þriðjudaginn 3. nóvember kl. 17 heldur Þorlákur Axel Jónsson sagnfræðingur fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Frá elsta söguljóði heims til landsleiks í knattspyrnu. Í fyrirlestrinum verður farið með áheyrendum í hugmynda- og listasögulega ferð frá elsta söguljóði heims um Gilgamesh konung í Úrúk í Mesapótamíu til landsleiks í knattspyrnu á Íslandi í samtímanum. Tengslin þarna á milli verða rakin með viðkomu á kappleik í klassískri fornöld, í svarfdælskri miðaldamessu og hjá endurreistu nútímafólki, konu og karli. Fyrirlesturinn á að kalla fram samtal við áheyrendur um túlkun fyrirlesara á samhenginu í menningarsögulegri endurnýjun hugmynda fólks um sjálft sig og heiminn sem það byggir.
Lesa meira
Hugsteypan opnar á laugardaginn
30.10.2015
Laugardaginn 31. október kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi sýning Hugsteypunnar Umgerð. Á sýningunni gefur að líta marglaga innsetningu sem unnin er sérstaklega inn í rými Ketilhússins. Í neðra rýminu blandast margvíslegur efniviður við málaða fleti og ljósmyndir í ýmsum formum sem ásamt lýsingu kalla fram ótal mismunandi sjónarhorn. Efra rýmið býður uppá sjónarhorn þess sem stendur fyrir utan og nýtist sem eins konar áhorfendastúka.
Lesa meira
Dagur myndlistar
29.10.2015
Undanfarin ár hefur Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) staðið fyrir Degi myndlistar þar sem gestum og gangandi er boðið að heimsækja listamenn á vinnustofur þeirra. Þessi kynning á myndlistarmönnum hefur gefist mjög vel og hefur Dagur myndlistar verið árviss viðburður í sífelldri þróun. Árið 2010 var verkefnið sett í fastari ramma og umfangið aukið.
Lesa meira
Leit

