Fréttasafn

Mynd: Fanny Wickström.

Leiðsögn um í drögum / Prehistoric Loom IV

Fimmtudaginn 25. febrúar kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi um samsýninguna í drögum / Prehistoric Loom IV, en þar sýna 27 listamenn víðs vegar að úr heiminum, þar af sjö íslenskir. Hlynur Hallsson safnstjóri tekur á móti gestum og fræða þá um sýninguna. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Kristín M. Jóhannsdóttir.

Íslensk tunga í Vesturheimi

Þriðjudaginn 23. febrúar kl. 17-17.40 heldur Kristín M. Jóhannsdóttir aðjúnkt við Hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, undir yfirskriftinni Íslensk tunga í Vesturheimi. Í fyrirlestrinum verður fjallað um stöðu íslensku í Vesturheimi og hvernig samfélagið sjálft spilar þar inn í. Sérstök áhersla verður lögð á þær breytingar sem orðið hafa á málinu og hvað það er sem breytist eða jafnvel glatast í máli einstaklinga og samfélaga.
Lesa meira
Dansað gegn ofbeldi

Dansað gegn ofbeldi

Föstudaginn 19. febrúar kl. 11.45-12.45 verður dansað gegn ofbeldi í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Milljarður rís 2016. Í ár er dansað fyrir konur sem eru á flótta og leggja líf sitt að veði í leit að öruggara lífi fyrir sig og börnin sín. Þetta er í fjórða sinn sem viðburðurinn er haldinn og hafa hátt í 10 þúsund manns komið saman síðastliðin fjögur ár og fylkt liði á dansgólfum landsins. Í ár verður dansinn stiginn í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Seyðisfirði, Reykjanesbæ, Neskaupsstað og á Höfn í Hornafirði. UN Women á Íslandi og Sónar Reykjavík skora á alla; Vinnustaði, skóla og vinahópa til að mæta með dansinn að vopni.
Lesa meira
Leiðsögn í Listasafninu

Leiðsögn í Listasafninu

Fimmtudaginn 18. febrúar kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri um sýningar Jóns Laxdal Halldórssonar, ...úr rústum og rusli tímans, og Baldvins Ringsted, Snarstefjun, annar hluti: Bárujárnsárin, sem var opnuð um síðustu helgi. Haraldur Ingi Haraldsson verkefnastjóri Listasafnsins tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Claudia Mollzahn.

Þriðjudagsfyrirlestur: Claudia Mollzahn

Þriðjudaginn 16. febrúar heldur þýska textíllistakonan Claudia Mollzahn Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, undir yfirskriftinni Textiles in Movement. Þar fjallar hún um þroskaferli sitt í listinni með því að skoða eigin verk og tilvísanir í listamenn sem hafa haft áhrif á hana. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Baldvin Ringsted.

Baldvin Ringsted opnar á laugardaginn

Laugardaginn 13. febrúar kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Vestursal sýning Baldvins Ringsted, Snarstefjun, annar hluti: Bárujárnsárin. Sýningin er framhald á vinnu Baldvins með tónlist og tungumál sem og tilraunir með strúktúr og afbyggingu í málverki. „Mikilvægur hluti sköpunarferlisins er þegar ég set mér ramma eða einhvers konar reglur í upphafi vinnunnar, líkt og vanalega er gert í snarstefjun (e. improvisation) í jass- og blústónlist. Ferlið á sér líka sterka skírskotun í tónverkum nútímatónskálda á borð við John Cage og Steve Reich,“ segir Baldvin.
Lesa meira
Frá opnun sýningarinnar.

Lokunarteiti Jonnu

Lokunarteiti sýningar Jonnu - Jónborgar Sigurðardóttur, Völundarhús plastsins, verður á morgun, fimmtudaginn 11. febrúar kl. 15. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri til þess að skoða sýninguna í síðasta sinn, spjalla við listamanninn og þiggja léttar veitingar. Verið velkomin.
Lesa meira
Mynd: Guðmundur Thoroddsen.

Leiðsögn um í drögum / Prehistoric Loom IV

Fimmtudaginn 11. febrúar kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi um samsýninguna í drögum / Prehistoric Loom IV, en þar sýna 27 listamenn víðs vegar að úr heiminum, þar af sjö íslenskir. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi og Elísabet Brynhildardóttir taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Anita Hirlekar.

Hugmyndaheimur fatahönnunar

Þriðjudaginn 9. febrúar kl. 17 heldur Anita Hirlekar fatahönnuður Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Hugmyndaheimur fatahönnunar. Þar mun hún fjalla um sína eigin hönnun og ræða ýmsar hliðar fatahönnunar m.a. hugmyndavinnu og þróunarferli.
Lesa meira
Frá sýningunni Völundarhús plastsins.

Leiðsögn í Listasafninu

Fimmtudaginn 4. febrúar kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri um sýningar Jóns Laxdal Halldórssonar, ...úr rústum og rusli tímans, og Jonnu – Jónborgar Sigurðardóttur, Völundarhús plastsins. Hlynur Hallsson safnstjóri og Jonna taka á móti gestum og fræða þá um sýningarnar. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira