Flýtilyklar
Fréttasafn
Hugleiðing um skipulag og hönnun
30.01.2016
Þriðjudaginn 2. febrúar kl. 17 heldur Árni Árnason innanhúsarkitekt fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Hugleiðing um skipulag og hönnun. Þar mun hann fjalla um skipulag frá sjónarhóli neytandans og einnig eigin hönnun á liðnum árum.
Lesa meira
Völundarhús plastsins
27.01.2016
Laugardaginn 30. janúar kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Vestursal sýning Jonnu – Jónborgar Sigurðardóttur Völundarhús plastsins. Sýningin er innsetning sem á að gera áhorfendur meðvitaða um umhverfisáhrif plastnotkunar.
Lesa meira
Lokunarteiti Samúels
27.01.2016
Fimmtudaginn 28. janúar, kl. 15-17 lýkur sýningu Samúels Jóhannssonar, Samúel, í Vestursalnum með lokunarteiti. Þar með gefst gestum og gangandi tækifæri til þess að skoða sýninguna í síðasta sinn og spjalla við listamanninn um verkin. Líkt og á fyrri sýningum Samúels er viðgangsefnið mannslíkaminn og andlitið. Að þessu sinni einbeitir hann sér fremur að túlkun andlitsins en formum hinna ýmsu líkamshluta. Myndmálið er sterkt, bæði hvað varðar liti og form og svipbrigði andlitsins er hrjúft.
Lesa meira
Leiðsögn um í drögum / Prehistoric Loom IV
26.01.2016
Fimmtudaginn 28. janúar kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi um samsýninguna í drögum / Prehistoric Loom IV sem var opnuð um síðustu helgi. Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur - Rachael Lorna Johnstone
23.01.2016
Þriðjudaginn 26. janúar kl. 17 heldur Rachael Lorna Johnstone fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Indigenous Art: Legal Protection and Cultural Appropriation. Þar mun hún skoða hugmyndir í kringum þekkingu frumbyggja, vandamálið við notkun á menningu þeirra og þau lagalegu tæki sem eru til staðar vegna verndunar menningu frumbyggja. Hún mun aðallega beina sjónum sínum að listrænni tjáningu frumbyggja og rýna í að hversu miklu leyti vestrænt lagaumhverfi sem tengist hugverkum (þ.e. einkaleyfi, höfundarréttur o.fl.) bjóði upp á lausnir í þessu sambandi.
Lesa meira
Samsýning 27 alþjóðlegra listamanna
22.01.2016
Laugardaginn 23. janúar kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi samsýningin í drögum / Prehistoric Loom IV en þar sýna 27 listamenn víðs vegar að úr heiminum, þar af sjö íslenskir. Sýningin er ávöxtur þeirra sambanda sem mynduðust hjá meistaranemum við Glasgow School of Art í Skotlandi árið 2014 og var fyrst sett upp í No Toilet Gallery í Seoul í Suður-Kóreu, því næst í Yada Shimin Gallery í Nagoya í Japan og nú síðast á listahátíðinni Glasgow Open House Art Festival, vorið 2015.
Lesa meira
Leiðsögn á fimmtudaginn kl. 12.15
19.01.2016
Fimmtudaginn 21. janúar kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri um sýningar Jóns Laxdal Halldórssonar, ...úr rústum og rusli tímans, og Samúels Jóhannssonar, Samúel. Hlynur Hallsson safnstjóri og Samúel taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur ársins
16.01.2016
Þriðjudaginn 19. janúar kl. 17 heldur myndlistarmaðurinn Gudrun Brückel fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Moving houses, moving mountains. Þar mun Gudrun fjalla um grunnreglur við gerð klippimynda, út frá eigin verkum, en hún vinnur mestmegnis með form náttúrunnar og arkitektúr.
Lesa meira
Tvær opnanir um helgina
11.01.2016
Laugardaginn 16. janúar kl. 15 verða opnaðar tvær fyrstu sýningar ársins í Listasafninu á Akureyri. Í Mið- og Austursal sýnir Jón Laxdal Halldórsson undir yfirskriftinni …úr rústum og rusli tímans, en þar má sjá má sjá verk frá löngum ferli Jóns sem myndlistarmanns ásamt nokkrum nýjum verkum sem gerð voru sérstaklega fyrir sýninguna. Í Vestursal safnsins opnar Samúel Jóhannsson sýninguna Samúel en hún er hluti af sýningarröð sem mun standa til 13. mars og inniheldur fjórar tveggja vikna sýningar. Aðrir sýnendur eru Jonna – Jónborg Sigurðardóttir, Baldvin Ringsted og Noemi Niederhauser.
Lesa meira
Bjartsýni og kraftur
07.01.2016
Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri í gær var dagskrá ársins 2016 kynnt og farið í gegnum komandi starfsár. Í lok kynningarinnar var undirritaður samstarfssamningur Listasafnsins og Norðurorku sem er einn sex bakhjarla safnsins. Það var Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku og Hlynur Hallsson safnstjóri sem undirrituðu samninginn, en hann gildir til þriggja ára.
Lesa meira
Leit

