Fréttasafn

Gunnar Kr.

Leiðsögn, listamannaspjall og sýningarlok

Fimmtudaginn 20. október kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á síðustu leiðsögnina um sýningu Gunnars Kr., Formsins vegna, í Listasafninu á Akureyri, en henni lýkur næstkomandi sunnudag. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Listamannspjall verður um laugardaginn 22. október kl. 15 þar sem Joris Rademaker, sýningarstjóri, ræðir við Gunnar Kr. Aðgangur á báða viðburði er ókeypis.
Lesa meira
Margrét Elísabet Ólafsdóttir.

Þriðjudagsfyrirlestur: Margrét Elísabet Ólafsdóttir

Þriðjudaginn 18. október kl. 17-17.40 heldur Margrét Elísabet Ólafsdóttir, lektor í listgreinakennslu við Háskólann á Akureyri, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Áhrif nútímalistar á íslenska myndlist og myndlistarumræðu í upphafi 20. aldar. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
100% ásláttur.

100% ásláttur

Slagverksdúettinn 100% ásláttur heldur tónleika í kvöld kl. 20 í Listasafninu, Ketilhúsi. Dúettinn skipa Emil Þorri Emilsson og Þorvaldur Halldórsson og spila þeir tónverk samin sérstaklega fyrir slagverk. Á tónleikunum verður fjölbreytileiki slagverkshljóðfæra í fyrirrúmi og verða flutt verk eftir Áskel Másson, Philip Glass, Ney Rousaro, Siegfried Fink, Gene Koshinski og Björk. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Tónleikarnir eru styrktir af Menningarsjóði Akureyrar.
Lesa meira
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir.

Þriðjudagsfyrirlestur: Ragnheiður Harpa Leifsdóttir

Þriðjudaginn 11. október kl. 17-17.40 heldur Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, sviðshöfundur, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, undir yfirskriftinni „Þetta er allt eins og klukknahljómur úr djúpinu“. Í fyrirlestrinum fjallar hún um tilurð verka sinna og veitir innsýn í starfsaðferðir sínar sem sviðshöfundur og lýsir hugmyndafræðinni að baki þeim. Einnig mun hún ræða um sína áhrifavalda og það sem henni þykir nauðsynlegt í sköpun. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Thora Karlsdottir.

Ljósmyndabók um Kjólagjörninginn

Í tilefni af sýningu Thoru Karlsdottur, Kjólagjörningur, í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi verður ljósmyndabók hennar og Björns Jónssonar gefin út í nóvember. Á sýningunni má sjá afrakstur níu mánaða kjólagjörnings Thoru sem stóð yfir frá mars til desember 2015 þar sem hún klæddi sig í nýjan kjól á hverjum morgni og klæddist kjól til allra verka í níu mánuði. Á meðan á gjörningnum stóð tók Björn daglega ljósmyndir af Thoru. Hann átti stóran þátt í ferlinu; hafði áhrif og kom með hugmyndir varðandi staðsetningu og vinnslu myndanna.
Lesa meira
Leiðsögn um Formsins vegna

Leiðsögn um Formsins vegna

Fimmtudaginn 6. október kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu um sýningu Gunnars Kr., Formsins vegna. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Dr. Thomas Brewer.

Þriðjudagsfyrirlestur: Dr. Thomas Brewer

Þriðjudaginn 4. október kl. 17 heldur Dr. Thomas Brewer, myndlistarmaður og prófessor í listum, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi, undir yfirskriftinni The Significance of Art in Our Education. Í fyrirlestrinum, sem fer fram á ensku, fjallar hann m.a. um hvernig list og menntun geta haft áhrif á lífið. Brewer mun rekja persónulega sögu sína, ásamt listrænni og faglegri þróun sem hefur leitt hann til Akureyrar í fimmta sinn. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Leiðsögn um Kjólagjörninginn

Leiðsögn um Kjólagjörninginn

Fimmtudaginn 29. september kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um sýningu Thoru Karlsdottur, Kjólagjörningur. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir fræðslufulltrúi tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og gjörninginn. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.

Þriðjudagsfyrirlestur: Brjóstvit

Þriðjudaginn 27. september næstkomandi kl. 17 heldur Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, myndlistarkona, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Brjóstvit. Þar fjallar hún um hversu langt er hægt að komast með áhugamál og ástríðu þegar dugnaður, áræðni og ástundun eru lögð í verkefnið og treyst er eigin ákvörðunum. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestrarnir hefjast að nýju í næstu viku

Þriðjudagsfyrirlestrarnir hefjast að nýju í næstu viku

Þriðjudagsfyrirlestrarnir hefjast að nýju næstkomandi þriðjudag 27. september kl. 17. Fyrirlestrar eru haldnir yfir vetrartímann á hverjum þriðjudegi kl. 17 í Listsafninu, Ketilhúsi. Fyrsta fyrirlestur vetrarins heldur Aðalheiður S. Eysteinsdóttir undir yfirskriftinni Brjóstvit. Þar mun hún m.a. fjalla um hversu langt er hægt að komast með ástríðu og áhugamál þegar treyst er eigin ákvörðunum og dugnaður, áræðni og ástundun eru lögð í verkefnið.
Lesa meira