Flýtilyklar
Ljósmyndabók um Kjólagjörninginn
05.10.2016
Í tilefni af sýningu Thoru Karlsdottur, Kjólagjörningur, í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi verður ljósmyndabók hennar og Björns Jónssonar gefin út 12. nóvember. Á sýningunni má sjá afrakstur níu mánaða kjólagjörnings Thoru sem stóð yfir frá mars til desember 2015 þar sem hún klæddi sig í nýjan kjól á hverjum morgni og klæddist kjól til allra verka. Á meðan á gjörningnum stóð tók Björn daglega ljósmyndir af Thoru. Hann átti stóran þátt í ferlinu; hafði áhrif og kom með hugmyndir varðandi staðsetningu og vinnslu myndanna.
Á vefsíðu Karolina Fund stendur yfir hópfjármögnun þar sem hægt er að kaupa bókina fyrirfram. HÉR má sjá frekari upplýsingar.
Leit

