Fréttasafn

Alana LaPoint.

Alana LaPoint opnar á laugardaginn

Laugardaginn 11. febrúar kl. 15 opnar Alana LaPoint sýninguna Töfruð djúp / Conjured Depths í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. LaPoint er að mestu leyti sjálfmenntaður listamaður sem hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á heimaslóðum sínum í Vermont í Bandaríkjunum á síðustu tíu árum. Alana vann undir leiðsögn abstraktmálarans Galen Cheney 2007-2009.
Lesa meira
Páll Björnsson.

Maður í mynd: Myndefnið í minningunum um Jón forseta

Þriðjudaginn 7. febrúar kl. 17-17.40 heldur Páll Björnsson, prófessor í sagnfræði og nútímafræði við Háskólann á Akureyri, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Maður í mynd: Myndefnið í minningunum um Jón forseta. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Stofnfundur Vina Listasafnsins

Stofnfundur Vina Listasafnsins

Miðvikudaginn 8. febrúar kl. 17-18 verður stofnfundur félagssamtakanna Vinir Listasafnsins á Akureyri haldinn í Listasafninu, Ketilhúsi. Á fundinum geta áhugasamir velt fyrir sér hlutverki og tilgangi slíkra samtaka og rætt hugmyndir sín á milli. Stefnt er á að meðlimir geti komið með hugmyndir að fyrirlestrum, málþingum og annarri dagskrá auk þess að geta aðstoðað við sérstaka viðburði á vegum safnsins.
Lesa meira
Nína Tryggvadóttir.

Fjölskylduleiðsögn um verk Nínu Tryggvadóttur

Laugardaginn 4. febrúar kl. 11-12 verður boðið upp á sérstaka fjölskylduleiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk. Munurinn á hlutbundinni og abstrakt list Nínu verður m.a. skoðaður auk þess sem barnabækur hennar verða sérstaklega til umfjöllunar.
Lesa meira
Georg Óskar, Somtimes.

Leiðsögn á fimmtudaginn

Fimmtudaginn 2. febrúar kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk, og sýningu Georgs Óskars, Fjögur ár. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Frá síðasta Listasumri.

Opinn fundur um viðburði sumarsins og breyttar áherslur

Opinn fundur þar sem farið verður yfir breytingar á viðburðum sumarsins á vegum Listasafnsins og Akureyrarstofu verður haldinn í dag, mánudaginn 30. janúar, kl. 16.30-17.30 í Listasafninu, Ketilhúsi. Allir velkomnir.
Lesa meira
Nína Tryggvadóttir.

Var Nína Tryggvadóttir kommúnisti og hættuleg Bandaríkjunum?

Þriðjudaginn 31. janúar kl. 17-17.40 verður sýnd í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi upptaka af fyrirlestri Hallgríms Oddssonar, blaðamanns og hagfræðings, Ólöglegi innflytjandinn – var Nína Tryggvadóttir kommúnisti og hættuleg Bandaríkjunum? Í fyrirlestrinum rekur hann baráttu Nínu fyrir landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Upptakan er hluti af fyrirlestraröðinni Þriðjudagsfyrirlestrar. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Georg Óskar.

Georg Óskar opnar á laugardaginn

Laugardaginn 28. janúar kl. 15 verður sýning Georgs Óskars, Fjögur ár, opnuð í Listasafninu, Ketilhúsi. Á sýningunni má sjá valin verk úr smiðju listamannsins frá 2013 til 2016.
Lesa meira
Síðasta opnunarhelgi fyrir framkvæmdir

Síðasta opnunarhelgi fyrir framkvæmdir

Sýningum Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, Sýn í þokunni, og Joan Jonas, Eldur og saga, 1985 lýkur á sunnudaginn. Þá gefst gestum jafnframt tækifæri til að koma í síðasta sinn í núverandi sýningarsali Listasafnsins því í febrúar hefjast framkvæmdir við húsnæðið sem verður opnað að nýju vorið 2018 eftir stórfelldar endurbætur og stækkun. Spennandi tímar framundan!
Lesa meira
Leiðsögn og sýningalok

Leiðsögn og sýningalok

Fimmtudaginn 26. janúar kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á síðustu leiðsögnina um sýningar Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, Sýn í þokunni, og Joan Jonas, Eldur og saga, 1985. Sýningunum lýkur næstkomandi sunnudag, 29. janúar, en í febrúar hefjast framkvæmdir við húsnæði Listasafnsins sem verður opnað að nýju vorið 2018 eftir stórfelldar endurbætur og stækkun. Hlynur Hallsson, safnstjóri, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira