Fréttasafn

Barbara Bernardi.

Fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur ársins

Þriðjudaginn 24. janúar kl. 17-17.40 heldur ítalska listakonan Barbara Bernardi fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni A Poetic Landscape. Í fyrirlestrinum fjallar hún m.a. um vinnuaðferðir sínar við listsköpun og endurreisn tilfinningarýmis með myndum og hljóði.
Lesa meira
Frá Haustsýningunni 2015.

Taktu þátt í Sumarsýningu Listasafnsins!

Listasafnið á Akureyri efnir til sýningar á verkum eftir norðlenska myndlistarmenn, 10. júní - 27. ágúst 2017. Dómnefnd velur úr innsendum verkum listamanna sem búa og/eða starfa á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið. Umsóknarfrestur er til og með 1. mars næstkomandi.
Lesa meira
Freyja Reynisdóttir.

Leiðsögn á fimmtudaginn

Fimmtudaginn 19. janúar kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk, og sýningu Freyju Reynisdóttur, Sögur, sem báðar voru opnaðar síðastliðinn laugardag. Freyja, Hlynur Hallsson, safnstjóri, og Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, taka á móti gestum og fræða þá um sýningarnar og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Leiðsögn í Listasafninu

Leiðsögn í Listasafninu

Fimmtudaginn 12. janúar kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu um sýningar Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, Sýn í þokunni, og Joan Jonas, Eldur og saga, 1985. Hlynur Hallsson, safnstjóri, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Nýtt útlit Listasafnsins.

Framkvæmdir í Listasafninu

Sumarið 2018 verður aðalhúsnæði Listasafnsins á Akureyri opnað að nýju eftir stórfelldar endurbætur og stækkun, en fram að því verður sýningarýmið í Ketilhúsinu. Teknir verða í notkun bjartir og fallegir sýningarsalir á fjórðu hæð. Nýr og betri inngangur með bættu aðgengi fyrir hreyfihamlaða og barnavagna verður á jarðhæð ásamt safnbúð og notalegu kaffihúsi.
Lesa meira
Nína Tryggvadóttir.

Tvær opnanir á laugardaginn

Laugardaginn 14. janúar kl. 15 verða opnaðar tvær fyrstu sýningar ársins í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi: yfirlitssýning á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk, og sýning Freyju Reynisdóttur, Sögur.
Lesa meira
Framlengdar sýningar

Framlengdar sýningar

Sýningar Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, Sýn í þokunni, og bandarísku listakonunnar Joan Jonas, Eldur og saga, 1985 / Volcano Saga, 1985 hafa verið framlengdar og munu nú standa til sunnudagsins 29. janúar næstkomandi.
Lesa meira
G. Ómar Pétursson og Hlynur Hallsson.

Skrifað undir nýjan samstarfssamning við Ásprent Stíl

Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri í dag var dagskrá ársins 2017 kynnt og farið í gegnum komandi starfsár. Einnig voru kynntar breytingar sem fyrirhugaðar eru á húsnæði safnsins en framkvæmdir hefjast í febrúar. Í lok fundarins var undirritaður nýr þriggja ára samstarfssamningur Listasafnsins og Ásprents Stíls, sem er einn sex bakhjarla safnsins. Það var G. Ómar Pétursson, framkvæmdastjóri Ásprents Stíls, og Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins, sem undirrituðu samninginn. Prentaðri dagskrá ársins var í gær dreift í öll hús á Akureyri.
Lesa meira
Leiðsögn í Listasafninu

Leiðsögn í Listasafninu

Fimmtudaginn 5. janúar kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu um sýningar Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, Sýn í þokunni, og Joan Jonas, Eldur og saga, 1985. Heiða Björk Vilhjálmsdótti, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Freyja Reynisdóttir.

Opnanir framundan

Árið 2017 verður óvenjulegt ár í Listasafninu á Akureyri þar sem framkvæmdir við efstu hæðina í Listasafnsbyggingunni hefjast í febrúar. Starfsemin beinist því aðallega að því að setja upp sýningar í Ketilhúsinu. Sýningarárið hefst með tveimur opnunum laugardaginn 14. janúar kl. 15. Á miðhæð Ketilhússins má sjá yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk, en á svölunum opnar Freyja Reynisdóttir sýninguna Sögur.
Lesa meira