Fréttasafn

Opnunartími yfir hátíðirnar

Opnunartími yfir hátíðirnar

Listasafnið á Akureyri verður opið á milli jóla og nýárs. Hér að neðan má sjá auglýstan opnunartíma yfir hátíðirnar.
Lesa meira
Gleðileg jól!

Gleðileg jól!

Listasafnið á Akureyri óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða. Árið 2017 verður óvenjulegt ár í Listasafninu. Langþráður draumur er að verða að veruleika og eftirvænting liggur í loftinu þar sem framkvæmdir við efstu hæðina í Listasafnsbyggingunni hefjast í febrúar. Starfsemin beinist því aðallega að því að setja upp sýningar í Ketilhúsinu. Árið hefst með tveimur opnunum laugardaginn 14. janúar kl. 15. Á miðhæð Ketilhússins má sjá yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, en á svölunum opnar Freyja Reynisdóttir sýninguna Sögur. Hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa meira
Reitir í Ketilhúsinu á laugardaginn

Reitir í Ketilhúsinu á laugardaginn

Í tilefni bókarútgáfu menningarsmiðjunnar Reita, Tools for Collaboration, verður opnuð sýning og málstofa haldin í Listasafninu, Ketilhúsi, laugardaginn 17. desember kl. 15. Viðburðurinn er öllum opinn, án endurgjalds.
Lesa meira
Leiðsögn í Listasafninu

Leiðsögn í Listasafninu

Fimmtudaginn 8. desember kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu um sýningar Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, Sýn í þokunni, og Joan Jonas, Eldur og saga, 1985. Heiða Björk Vilhjálmsdótti, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Nína Tryggvadóttir.

Listasafnið leitar að verkum eftir Nínu Tryggvadóttur

Vegna yfirlitssýningar á verkum Nínu Tryggvadóttur, sem verður opnuð í Listasafninu á Akureyri 14. janúar 2017, leitar Listasafnið að verkum eftir Nínu til skráningar og hugsanlega sýningar. Þeir sem eiga verk eftir listakonuna eða vita um verk sem má sýna í Listasafninu eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Hlyn Hallsson safnstjóra í tölvupósti á netfangið hlynurhallsson@listak.is eða í síma 659 4744.
Lesa meira
Frá opnun sýningarinnar.

Leiðsögn um útskriftarsýningu VMA

Fimmtudaginn 1. desember kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um útskriftarsýningu listnáms- og hönnunarbrautar VMA sem var opnuð síðastliðinn laugardag. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir fræðslufulltrúi og útskriftarnemendur taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Lárus H. List.

Þriðjudagsfyrirlestur: Lárus H. List

Þriðjudaginn 29. nóvember kl. 17-17.40 heldur Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Myndlist á Akureyri: Horft um öxl og fram á veginn. Í fyrirlestrinum fjallar hann um Myndlistarfélagið, fortíð þess og framtíð, hvað hefur áunnist síðan félagið var stofnað og verkefnin sem framundan eru. Einnig mun hann tala um Listagilið í sögulegu samhengi og mikilvægi þess fyrir listalíf Akureyrar. Aðgangur er ókeypis. Þetta er síðasti Þriðjudagsfyrirlestur ársins en þeir hefjast aftur í lok janúar 2017. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri og er öllum opin.
Lesa meira
Útskriftarsýning VMA

Útskriftarsýning VMA

Laugardaginn 26. nóvember kl. 15 verður útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Sýning á lokaverkefnum nemenda hefur lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Nemendur fá eina önn til að vinna að lokaverkefnum sínum og uppsetningu sýningar í samvinnu við leiðsagnarkennara og samnemendur þar sem áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.
Lesa meira
Gústav Geir Bollason.

Þriðjudagsfyrirlestur: Gústav Geir Bollason

Þriðjudaginn 22. nóvember kl. 17-17.40 heldur Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Myndlist í brjáluðu húsi. Í fyrirlestrinum fjallar hann um sögu, tilgang, áfanga og markmið Verksmiðjunnar á Hjalteyri. Hann segir m.a. frá ólíkum verkefnum og hugmyndinni að baki þeim. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Alþjóðlegt eldhús

Alþjóðlegt eldhús

Laugardaginn 19. nóvember býður Fjölmenningarráð (Multicultural Council á Akureyri) gestum upp á smakk frá ýmsum þjóðlöndum og fara herlegheitin fram í Ketilhúsinu kl. 14-16. Yfir 20 þjóðir taka þátt og má nefna sem dæmi Þýskaland, England, Holland, Sviss, Austurríki, Pólland, Írland, Ítalía, Sýrland, Serbía, Ísland, Brasilía, Tæland, Filippseyjar, Kanada, Frakkland, Bandaríkin, Slóvaíka og Tékkland. Þarna verða á borðum fjölbreyttir, litrikir og bragðgóðir réttir og upplagt að kynna sér menningu þjóðanna á þennan máta. Aðgangur er ókeypis en tekið er á móti frjálsum framlögum.
Dagskráin er í boði Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra, Norðurorku, KEA, Akureyrarstofu, Nettó, Alþjóðastofu og Listasafnsins á Akureyri.
Lesa meira