Flýtilyklar
Fréttasafn
Þriðjudagsfyrirlestur: Jón Stefánsson og listaskóli Matisse
11.11.2016
Þriðjudaginn 15. nóvember kl. 17-17.40 heldur Margrét Elísabet Ólafsdóttir, lektor í listgreinakennslu við Háskólann á Akureyri, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Jón Stefánsson og listaskóli Matisse. Í fyrirlestrinum fjallar hún um dvöl Jóns Stefánssonar í listaskóla Henri Matisse í París og þau áhrif sem Jón hafði í kjölfarið á íslenska myndlistarmenn. Margrét Elísabet er doktor í list- og fagurfræði frá Parísarháskóla og leggur stund á rannsóknir á íslenskri myndlist. Hún hefur starfað sem sýningarstjóri, gagnrýnandi, háskólakennari og blaðamaður. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Kjólagjörningur: Bókarkynning
10.11.2016
Laugardaginn 12. nóvember kl. 15 verður sérstök bókarkynning í Listasafninu, Ketilhúsi þar sem Thora Karlsdottir kynnir væntanlega útgáfu ljósmyndabókarinnar 280 kjólar sem kemur út á næstunni í tengslum við sýninguna Kjólagjörningur, sem lýkur næstkomandi sunnudag. Þar verður hægt að skoða sýningareintak og kaupendur geta valið sér bókakápu. Léttar veitingar verða í boði og allir áhugasamir velkomnir.
Lesa meira
Leiðsögn, sýningarlok og bókarkynning
08.11.2016
Fimmtudaginn 10. nóvember kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á síðustu leiðsögnina um sýningu Thoru Karlsdottur, Kjólagjörningur, í Listasafninu, Ketilhúsi en henni lýkur næstkomandi sunnudag. Thora og Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna og einstaka verk. Laugardaginn 12. nóvember kl. 15 verður sérstök bókarkynning í Listasafninu, Ketilhúsi þar sem Thora kynnir væntanlega útgáfu ljósmyndabókarinnar 280 kjólar sem kemur út á næstunni í tengslum við sýninguna. Þar verður hægt að skoða sýningareintak og kaupendur geta valið sér bókakápu.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Pamela Swainson
07.11.2016
Þriðjudaginn 8. nóvember kl. 17-17.40 heldur Pamela Swainson, myndlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Familiar Strangers. Aðgangur er ókeypis.
Swainson fæddist í Manitoba í Kanada og er afkomandi fólks sem yfirgaf Ísland í kringum aldamótin 1900. Í fyrirlestrinum, sem fer fram á ensku, veltir hún fyrir sér spurningum um þjóðflutninga: Hver eru áhrifin á tengingu við stað, land, menningu og fjölskyldu? Hvað geymist í sálinni og flyst milli kynslóða? Fyrirlesturinn er kynning á sjónrænum könnunarleiðangri Swainson um tilfinningar, áföll og uppgötvanir og tengsl við fornar lendur.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Almar Alfreðsson
29.10.2016
Þriðjudaginn 1. nóvember kl. 17-17.40 heldur Almar Alfreðsson, vöruhönnuður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Hvað liggur að baki? Í fyrirlestrinum fjallar hann um af hverju vöruhönnun varð fyrir valinu, Jón í lit ævintýrið, Sjoppulífið og hvernig sögur og tilfinningar veita honum innblástur við hönnun.
Lesa meira
Listamannaspjall með Joan Jonas
29.10.2016
Sunnudaginn 30. nóvember kl. 15 verður listamannaspjall með bandarísku listakonunni Joan Jonas. Sýning hennar Eldur og saga, 1985 stendur nú yfir í Listasafninu ásamt sýningu Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, Sýn í þokunni. Aðgangur á listamannaspjallið er ókeypis.
Lesa meira
Tvær sýningar opnaðar á laugardaginn
24.10.2016
Laugardaginn 29. október kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri; sýning Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, Sýn í þokunni, og sýning bandarísku listakonunnar Joan Jonas, Eldur og saga, 1985 / Volcano Saga, 1985.
Lesa meira
Leiðsögn um Kjólagjörninginn
24.10.2016
Fimmtudaginn 27. október kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um sýningu Thoru Karlsdottur, Kjólagjörningur. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir fræðslufulltrúi tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og gjörninginn. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Vinna kvenna í 800 ár – vefnaður frá landnámi til miðalda
23.10.2016
Fimmtudaginn 27. október, kl. 17 heldur fornleifa- og textílfræðingurinn Michéle Hayeur Smith fyrirlestur á vegum Minjasafnsins á Akureyri í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Vinna kvenna í 800 ár – vefnaður frá landnámi til miðalda. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Ásdís Sif Gunnarsdóttir
20.10.2016
Þriðjudaginn 25. október kl. 17-17.40 heldur myndlistarkonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Innsetningar og útsetningar í rauntíma, úti og inni og í gegnum net. Í fyrirlestrinum fjallar hún um nýlegar vídeó innsetningar sínar, hugmyndafræðina sem býr að baki og hvaða vinnuaðferðum hún beitir. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Leit

