Fréttasafn

Leiðsögn um Formsins vegna

Leiðsögn um Formsins vegna

Fimmtudaginn 22. september kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu um sýningu Gunnars Kr., Formsins vegna. Haraldur Ingi Haraldsson, verkefnastjóri, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Leiðsögn um Kjólagjörninginn

Leiðsögn um Kjólagjörninginn

Fimmtudaginn 15. september kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um sýningu Thoru Karlsdottur, Kjólagjörningur, sem var opnuð um síðastliðna helgi. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir fræðslufulltrúi og Thora Karlsdottir taka á móti og fræða þá um sýninguna. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Leiðsögn um Formsins vegna

Leiðsögn um Formsins vegna

Fimmtudaginn 8. september kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu um sýningu Gunnars Kr., Formsins vegna. Hlynur Hallsson safnstjóri tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Vel heppnuð A! Gjörningahátíð

Vel heppnuð A! Gjörningahátíð

A! Gjörningahátíð var haldin í annað sinn á Akureyri dagana 1. - 4. september og sóttu hátt í 1.700 gestir þá viðburði sem í boði voru. Að þessu sinni var A! með nokkuð alþjólegum blæ enda kom fjöldi listamanna sérstaklega til landsins til að taka þátt í hátíðinni. Alls voru yfir 40 listamenn þátttakendur og nutu aðstoðar rúmlega 300 barna og fullorðinna. A! Gjörningahátíð er orðin að árlegum viðburði á Akureyri og fer fram á næsta ári dagana 31. ágúst til 3. september.
Lesa meira
Thora Karlsdottir opnar á laugardaginn

Thora Karlsdottir opnar á laugardaginn

Laugardaginn 10. september kl. 15 opnar Thora Karlsdottir sýninguna Kjólagjörningur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Á sýningunni má sjá afrakstur níu mánaða kjólagjörnings Thoru sem stóð yfir frá mars til desember 2015. Að klæða sig í nýjan kjól á hverjum morgni og klæðast kjól til allra verka í 280 daga; 40 vikur; níu mánuði er áskorun sem þarfnast úthalds og elju. Kjólarnir komu frá fólki sem gaf þá í nafni listarinnar og voru fluttir frá vinnustofu Thoru yfir í Listasafnið, Ketilhús síðastliðinn föstudag með dyggri aðstoð yfir 200 nemenda úr Brekkuskóla.
Lesa meira
Norrænir menningarstyrkir

Norrænir menningarstyrkir

Þriðjudaginn 6. september kl. 17 í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi heldur Norræni menningarsjóðurinn upplýsingafund. Þar fer Ása Richardsdóttir, fyrrum forseti Leiklistarsamband Íslands og sendiherra Norræna menningarsjóðsins, yfir norræna sjóðakerfið og möguleika á samstarfi og tengingum. Til að sækja um í sjóðunum þarf verkefnið að hafa sterka norræna tengingu.
Lesa meira
Leiðsögn um Formsins vegna

Leiðsögn um Formsins vegna

Fimmtudaginn 1. september kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri um sýningu Gunnars Kr., Formsins vegna, sem var opnuð um síðustu helgi. Hlynur Hallsson og Gunnar Kr. taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
A! Gjörningahátíð 2016

A! Gjörningahátíð 2016

A! Gjörningahátíð verður haldin í annað sinn dagana 1. - 4. september 2016 í samvinnu Listasafnsins á Akureyri, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélags Akureyrar / Leikfélags Akureyrar, Listhúss og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Á hátíðinni fremur myndlistar- og sviðslistafólk gjörninga og setur upp gjörningatengd verk.
Lesa meira
Gunnar Kr.

Opnun, listasmiðjur og leiðsögn á Akureyrarvöku

Á Akureyrarvöku, laugardaginn 27. ágúst, verður nóg um að vera í Listasafninu og sýningar þess opnar til kl. 22. Dagskráin hefst kl. 10 um morguninn þegar Listasafnið, Ketilhús opnar á sínum hefðbundna sumartíma en þar stendur nú yfir sýningin Arkitektúr og Akureyri. Listakonurnar Jonna og Brynhildur Kristinsdóttir halda svo listasmiðju fyrir krakka á öllum aldri í tengslum við sýninguna, kl. 14.30-16.30. Byggingar úr pappír og af öllum stærðum og gerðum eru viðfangsefni smiðjunnar. Aðgangur ókeypis.
Lesa meira
Listasmiðja í Listasafninu, Ketilhúsi á Akureyrarvöku

Listasmiðja í Listasafninu, Ketilhúsi á Akureyrarvöku

Laugardaginn 27. ágúst kl. 14.30-16.30 halda listakonurnar Jonna og Brynhildur Kristinsdóttir listasmiðju fyrir krakka á öllum aldri í tengslum við sýninguna Arkitektúr og Akureyri í Listasafninu, Ketilhúsi. Byggingar úr pappír og af öllum stærðum og gerðum eru viðfangsefni smiðjunnar. Aðgangur ókeypis.
Lesa meira