Fréttasafn

Valtýr Pétursson: Kompósisjón frá 1955.

Listasafninu barst góð gjöf

Á dögunum barst Listasafninu þrjú málverk eftir Valtý Pétursson (1919-1988) að gjöf. Á fæðingardegi hans þann 27. mars síðastliðinn fór fram í Listasafni Íslands afhending verka úr listaverkasafni Valtýs. Í erfðaskrá Herdísar Vigfúsdóttur, ekkju Valtýs, óskar hún þess að þau listaverk sem Valtýr lét eftir sig verði gefin til safna. Söfnin sem tóku við gjöfinni eru Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Gerðarsafn, Listasafn Árnesinga, Hafnarborg, Listasafn Háskóla Íslands og Listasafnið á Akureyri. Einnig voru verk gefin til Grenivíkur sem er fæðingarstaður Valtýs. Listaverkin eru á annað þúsund talsins og frá öllum tímabilum á ferli listamannsins.
Lesa meira
Leiðsögn á fimmtudaginn

Leiðsögn á fimmtudaginn

Fimmtudaginn 30. mars kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um sýningar Einars Fals Ingólfssonar, Griðastaðir, og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, 360 dagar og málverk. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Frá síðustu fjölskylduleiðsögn.

Fjölskylduleiðsögn á laugardaginn

Laugardaginn 1. apríl kl. 11-12 verður boðið upp á sérstaka fjölskylduleiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningum Einars Fals Ingólfssonar, Griðastaðir, og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, 360 dagar og málverk. Skoðuð verða olíumálverk, gvassmyndir og ljósmyndaverk þar sem náttúran er í aðalhlutverki.
Lesa meira
Leiðsögn á fimmtudaginn

Leiðsögn á fimmtudaginn

Fimmtudaginn 23. mars kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um sýningar Einars Fals Ingólfssonar, Griðastaðir, og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, 360 dagar og málverk. Hlynur Hallsson, safnstjóri, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Ingibjörg Sigurðardóttir.

Þriðjudagsfyrirlestur: Ingibjörg Sigurðardóttir

Þriðjudaginn 21. mars kl. 17-17.40 heldur Ingibjörg Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur, síðasta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Fjölskylduarfleið: ljósmyndir, frásagnir og erfiminni. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Rebekka Kühnis, Skjóldalur, 2016.

Þátttakendur í Sumarsýningu Listasafnsins

Í janúar síðastliðnum auglýsti Listasafnið á Akureyri eftir umsóknum um þátttöku í Sumarsýningu safnsins sem stendur yfir dagana 10. júní - 27. ágúst næstkomandi. Alls bárust umsóknir frá 47 listamönnum og yfir 100 verk, en forsenda umsóknar var að listamenn búi og/eða starfi á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið.
Lesa meira
Leiðsögn á fimmtudaginn

Leiðsögn á fimmtudaginn

Fimmtudaginn 16. mars kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um sýningar Einars Fals Ingólfssonar, Griðastaðir, og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, 360 dagar og málverk. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Susan Singer.

Þriðjudagsfyrirlestur: Susan Singer

Þriðjudaginn 14. mars kl. 17-17.40 heldur bandaríska myndlistarkonan Susan Singer Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni The Seasons of Iceland. Þar mun hún sýna dæmi um pastel málverk sem hún hefur unnið á Íslandi á mismunandi árstíðum. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Einar Falur Ingólfsson.

Leiðsögn á fimmtudaginn

Fimmtudaginn 9. mars kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um sýningar Einars Fals Ingólfssonar, Griðastaðir, og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, 360 dagar og málverk, sem báðar voru opnaðar síðastliðinn laugardag. Hlynu Hallsson, safnstjóri, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Aðalsteinn Þórsson.

Þriðjudagsfyrirlestur: Aðalsteinn Þórsson

Þriðjudaginn 7. mars kl. 17-17.40 heldur myndlistarmaðurinn Aðalsteinn Þórsson Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Tvær hliðar: Um Einkasafnið og Mynd dagsins. Þar fjallar Aðalsteinn um tvö verkefni sem hann hefur unnið að undanfarið: annars vegar Einkasafnið, sem verður sýning hans í Listasafninu, Ketilhúsi í maí næstkomandi, og hins vegar Verk dagsins, en það verkefni snérist um að birta daglega eina nýja teikningu á bloggsíðunni teikningadag2016.blogspot.com allt árið 2016.
Lesa meira