Fréttasafn

Örn Ingi Gíslason. Mynd: Ragnar Th.

Örn Ingi hlýtur heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs Akureyrar

Stjórn Akureyrarstofu hefur ákveðið að veita Erni Inga Gíslasyni, fjöllistamanni, heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs Akureyrar.
Lesa meira
Katrine Faber er meðal þátttakenda.

A! Gjörningahátíð hafin

A! Gjörningahátíð er fjögurra daga hátíð sem hófst fimmtudaginn 31. ágúst og lýkur sunnudaginn 3. september. Að hátíðinni standa: Listasafnið á Akureyri, LÓKAL alþjóðleg leiklistarhátíð, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélag Akureyrar, Leikfélag Akureyrar og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. A! er hátíð þar sem myndlistar- og sviðslistafólk fremur gjörninga og setur upp gjörningatengd verk. HÉR má sjá dagskrána í heild sinni.
Lesa meira
Frá opnun sýningarinnar.

Leiðsögn með listamanni

Listasafnið býður upp á leiðsögn með listamanni um samsýningu norðlenskra myndlistarmanna, Sumar, alla fimmtudaga í sumar kl. 15-15.30 á íslensku og 15.30 -16 á ensku.
Lesa meira
Gabrielle Cerberville.

A! Gjörningahátíð haldin í þriðja sinn

A! Gjörningahátíð verður haldin á Akureyri í þriðja sinn dagana 31. ágúst - 3. september 2017 í samvinnu Listasafnsins á Akureyri, Menningarfélags Akureyrar, Leikfélags Akureyrar, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Reykjavik Dance Festival og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Þátttakendur eru: Arna Valsdóttir og Suchan Kinoshita, Gabrielle Cerberville, Gjörningaklúbburinn, Heiðdís Hólm, Katrine Faber, Magnús Logi Kristinsson, Voiceland – Gísli Grétarsson, Mareike Dobewall og Hymnodia, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Rúrí, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Liv-K. Nome.
Lesa meira
Listasumar sett á laugardaginn

Listasumar sett á laugardaginn

Listasumar á Akureyri 2017 verður sett laugardaginn 24. júní kl. 14 og lýkur 26. ágúst á Akureyrarvöku. Ævintýrin gerast á Listasumri með fjölbreyttum uppákomum og upplifunum þar sem gestir og bæjarbúar njóta saman. HÉR má sjá heimasíðu Listasumars. Í tilefni af Listasumri verður aðgangur ókeypis á Listasafnið og boðið verður upp á leiðsögn um samsýningu norðlenskra myndlistarmanna, Sumar, kl. 16-16.30.
Lesa meira
Frá Jónsmessuhátíð 2016.

Opið allan sólarhringinn á Jónsmessu

Í tilefni af Jónsmessuhátíð næstkomandi föstudag verður opið allan sólarhringinn í Listasafninu á Akureyri og aðgangur ókeypis.
Lesa meira
Magnús Helgason, Guð fær greitt í dollurum.

Sumarsýningin verður opnuð á laugardaginn kl. 15

Laugardaginn 10. júní kl. 15 verður sýningin Sumar opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Þar sýna norðlenskir myndlistarmenn, 21 talsins, verk sín sem ætlað er að gefa innsýn í líflega flóru myndlistar á Akureyri og Norðurlandi. Sýningin er tvíæringur og afar fjölbreytt, bæði hvað varðar aðferðir og miðla. Til sýnis verða m.a. málverk, videóverk, skúlptúrar, ljósmyndir og teikningar. Sýningin var síðast haldin í Listasafninu á Akureyri haustið 2015. Að þessu sinni er bæði árstíminn og sýningarrýmið annað, þ.e. sumar en ekki haust og Ketilhúsið mun hýsa sýninguna sökum framkvæmda í aðalsýningarými Listasafnsins.
Lesa meira
Leiðsögn á uppstigningardag

Leiðsögn á uppstigningardag

Á uppstigningardag, fimmtudaginn 25. maí, kl. 15-15.30 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um Sköpun bernskunnar 2017, samsýningu listamanna og skólabarna, og sýningu Aðalsteins Þórssonar, Einkasafnið, maí 2017. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Leiðsögn á Alþjóðlega safnadaginn

Leiðsögn á Alþjóðlega safnadaginn

Alþjóðlegi safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 18. maí næstkomandi og af því tilefni býður Listasafnið upp á leiðsögn með listamanni kl. 12.15-12.45 þann dag. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, og Aðalsteinn Þórsson, listamaður, taka á móti gestum og fræða þá um sýningu Aðalsteins, Einkasafnið, maí 2017. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á laugardaginn

Fjölskylduleiðsögn á laugardaginn

Laugardaginn 13. maí kl. 11-12 verður fjölskylduleiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá Sköpun bernskunnar 2017, samsýningu skólabarna og listamanna, og sýningu Aðalsteins Þórssonar, Einkasafnið, maí 2017. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna. Aðgangur ókeypis.
Lesa meira