Fréttasafn

Leiðsögn á fimmtudaginn

Leiðsögn á fimmtudaginn

Fimmtudaginn 11. maí kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um Sköpun bernskunnar 2017, samsýningu listamanna og skólabarna, og sýningu Aðalsteins Þórssonar, Einkasafnið, maí 2017. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Almar Alfreðsson.

Almar Alfreðsson stýrir Jónsmessu, Listasumri og Akureyrarvöku

Almar Alfreðsson vöruhönnuður hefur verið ráðinn til að sinna verkefnastjórnun Jónsmessuhátíðar, Listasumars og Akureyrarvöku í samvinnu við Akureyrastofu og Listasafnið á Akureyri. Almar er menntaður vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands og hefur unnið sjálfstætt frá árinu 2012 við ýmis hönnunarverkefni. Eitt af hans þekktustu verkum eru litríkar lágmyndir af Jóni Sigurðssyni sem heita Jón í lit.
Lesa meira
Aðalsteinn Þórsson.

Aðalsteinn Þórsson opnar á laugardaginn

Laugardaginn 6. maí kl. 15 opnar Aðalsteinn Þórsson sýninguna Einkasafnið, maí 2017 í Listasafninu, Ketilhúsi. Um er að ræða langtímaverkefni sem staðið hefur yfir frá 2002 þar sem Aðalsteinn safnar því sem til fellur eftir eigin neyslu, eða sýnir heimildir um neysluna. Sýningin er því stöðutaka í maí 2017.
Lesa meira
Leiðsögn um sköpun bernskunnar 2017

Leiðsögn um sköpun bernskunnar 2017

Fimmtudaginn 4. maí kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um Sköpun bernskunnar 2017, samsýningu listamanna og skólabarna. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Frá opnun um síðustu helgi.

Leiðsögn á fimmtudaginn

Fimmtudaginn 27. apríl kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um Sköpun bernskunnar 2017 og Upp, útskriftarsýningu listnáms- og hönnunarbrautar VMA. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Tvær opnanir á laugardaginn

Tvær opnanir á laugardaginn

Laugardaginn 22. apríl kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu, Ketilhúsi: Sköpun bernskunnar 2017, samsýning listamanna, skólabarna og leikfangasýningarinnar í Friðbjarnarhúsi, og Upp, útskriftarsýning listnáms- og hönnunarbrautar VMA. Síðarnefnda sýningin er einnig sett upp í Deiglunni.
Lesa meira
Gleðilega páska!

Gleðilega páska!

Opnunartími í Listasafninu, Ketilhúsi um páskahátíðina er kl. 12-17 skírdag-páskadags, en lokað á annan í páskum. Á skírdag kl. 12.15-12.45 og laugardaginn 15. apríl kl. 15-15.30 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi um sýningar Einars Fals Ingólfssonar, Griðastaðir, og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, 360 dagar og málverk. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar. Skoðuð verða olíumálverk, gvassmyndir og ljósmyndaverk þar sem náttúran er í aðalhlutverki. Aðgangur ókeypis. Sýningunum lýkur á páskadag, sunnudaginn 16. apríl.
Lesa meira
Páskaleiðsögn

Páskaleiðsögn

Á skírdag kl. 12.15-12.45 og laugardaginn 15. apríl kl. 15-15.30 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um sýningar Einars Fals Ingólfssonar, Griðastaðir, og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, 360 dagar og málverk. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar. Skoðuð verða olíumálverk, gvassmyndir og ljósmyndaverk þar sem náttúran er í aðalhlutverki. Aðgangur ókeypis. Sýningunum lýkur á páskadag, sunnudaginn 16. apríl.
Lesa meira
Leiðsögn á fimmtudaginn

Leiðsögn á fimmtudaginn

Fimmtudaginn 6. apríl kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um sýningar Einars Fals Ingólfssonar, Griðastaðir, og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, 360 dagar og málverk. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Valtýr Pétursson: Kompósisjón frá 1955.

Listasafninu barst góð gjöf

Á dögunum barst Listasafninu þrjú málverk eftir Valtý Pétursson (1919-1988) að gjöf. Á fæðingardegi hans þann 27. mars síðastliðinn fór fram í Listasafni Íslands afhending verka úr listaverkasafni Valtýs. Í erfðaskrá Herdísar Vigfúsdóttur, ekkju Valtýs, óskar hún þess að þau listaverk sem Valtýr lét eftir sig verði gefin til safna. Söfnin sem tóku við gjöfinni eru Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Gerðarsafn, Listasafn Árnesinga, Hafnarborg, Listasafn Háskóla Íslands og Listasafnið á Akureyri. Einnig voru verk gefin til Grenivíkur sem er fæðingarstaður Valtýs. Listaverkin eru á annað þúsund talsins og frá öllum tímabilum á ferli listamannsins.
Lesa meira