Fréttasafn

Sigtryggur Bjarni - Merlandi, Skagafjörður.

Tvær opnanir á laugardaginn

Laugardaginn 4. mars kl. 15 verða sýningar listamannanna Einars Fals Ingólfssonar, Griðastaðir, og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, 360 dagar og málverk, opnaðar í Listasafninu, Ketilhúsi.
Lesa meira
Rebekka Kühnis.

Þriðjudagsfyrirlestur: Rebekka Kühnis

Þriðjudaginn 28. febrúar kl. 17-17.40 heldur svissneska myndlistarkonan Rebekka Kühnis Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Snoring in the Emptiness – Swiss Artists in Iceland. Þar mun hún fjalla um áhrif Íslands í verkum svissneskra samtímalistamanna, einna helst Roman Signer. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn um yfirlitssýningu Nínu Tryggvadóttur

Fjölskylduleiðsögn um yfirlitssýningu Nínu Tryggvadóttur

Vegna góðra undirtekta endurtekur Listasafnið leikinn og býður aftur upp á sérstaka fjölskylduleiðsögn í Ketilhúsinu, laugardaginn 25. febrúar kl. 11-12. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk. Munurinn á hlutbundinni og abstrakt list Nínu verður m.a. skoðaður auk þess sem barnabækur hennar verða sérstaklega til umfjöllunar.
Lesa meira
Leiðsögn og sýningalok

Leiðsögn og sýningalok

Fimmtudaginn 23. febrúar kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á síðustu leiðsögnina um yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk, og sýningu Alana LaPoint, Töfruð djúp, í Listasafninu, Ketilhúsi. Báðum sýningum lýkur næstkomandi sunnudag, 26. febrúar. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Katinka Theis og Immo Eyser.

Þriðjudagsfyrirlestur: Various Forms of Spatial Perception

Þriðjudaginn 21. febrúar kl. 17-17.40 halda þýsku listamennirnir Immo Eyser og Katinka Theis Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Various Forms of Spatial Perception. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Frá Haustsýningunni 2015.

Taktu þátt í Sumarsýningu Listasafnsins

Listasafnið á Akureyri efnir til sýningar á verkum eftir norðlenska myndlistarmenn, 10. júní - 27. ágúst 2017. Dómnefnd velur úr innsendum verkum listamanna sem búa og/eða starfa á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið. Umsóknarfrestur er til og með 1. mars næstkomandi.
Lesa meira
Alana LaPoint, án titils.

Leiðsögn á fimmtudaginn

Fimmtudaginn 16. febrúar kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk, og sýningu Alana LaPoint, Töfruð djúp, sem var opnuð síðastliðinn laugardag. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Ingi Bekk.

Þriðjudagsfyrirlestri aflýst

Þriðjudagsfyrirlestur Inga Bekk, Ljósa- og myndbandshönnun fyrir sviðslistir, sem átti að fara fram í dag kl. 17, fellur niður vegna veikinda. Ný dagsetning verður auglýst síðar. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.
Lesa meira
Ingi Bekk.

Þriðjudagsfyrirlestur: Ingi Bekk

Þriðjudaginn 14. febrúar kl. 17-17.40 heldur Ingi Bekk, ljósa- og myndbandshönnuður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Ljósa- og myndbandshönnun fyrir sviðslistir. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við 100 ára afmæli Leikfélags Akureyrar. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Georg Óskar.

Georg Óskar með leiðsögn

Fimmtudaginn 9. febrúar kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk, og sýningu Georgs Óskars Fjögur ár. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, og Georg Óskar taka á móti gestum og fræða þá um sýningarnar og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira