Flýtilyklar
Fréttasafn
Tvær opnanir á laugardaginn
27.02.2017
Laugardaginn 4. mars kl. 15 verða sýningar listamannanna Einars Fals Ingólfssonar, Griðastaðir, og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, 360 dagar og málverk, opnaðar í Listasafninu, Ketilhúsi.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Rebekka Kühnis
24.02.2017
Þriðjudaginn 28. febrúar kl. 17-17.40 heldur svissneska myndlistarkonan Rebekka Kühnis Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Snoring in the Emptiness – Swiss Artists in Iceland. Þar mun hún fjalla um áhrif Íslands í verkum svissneskra samtímalistamanna, einna helst Roman Signer. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn um yfirlitssýningu Nínu Tryggvadóttur
22.02.2017
Vegna góðra undirtekta endurtekur Listasafnið leikinn og býður aftur upp á sérstaka fjölskylduleiðsögn í Ketilhúsinu, laugardaginn 25. febrúar kl. 11-12. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk. Munurinn á hlutbundinni og abstrakt list Nínu verður m.a. skoðaður auk þess sem barnabækur hennar verða sérstaklega til umfjöllunar.
Lesa meira
Leiðsögn og sýningalok
21.02.2017
Fimmtudaginn 23. febrúar kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á síðustu leiðsögnina um yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk, og sýningu Alana LaPoint, Töfruð djúp, í Listasafninu, Ketilhúsi. Báðum sýningum lýkur næstkomandi sunnudag, 26. febrúar. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Various Forms of Spatial Perception
17.02.2017
Þriðjudaginn 21. febrúar kl. 17-17.40 halda þýsku listamennirnir Immo Eyser og Katinka Theis Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Various Forms of Spatial Perception. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Taktu þátt í Sumarsýningu Listasafnsins
16.02.2017
Listasafnið á Akureyri efnir til sýningar á verkum eftir norðlenska myndlistarmenn, 10. júní - 27. ágúst 2017. Dómnefnd velur úr innsendum verkum listamanna sem búa og/eða starfa á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið. Umsóknarfrestur er til og með 1. mars næstkomandi.
Lesa meira
Leiðsögn á fimmtudaginn
15.02.2017
Fimmtudaginn 16. febrúar kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk, og sýningu Alana LaPoint, Töfruð djúp, sem var opnuð síðastliðinn laugardag. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestri aflýst
14.02.2017
Þriðjudagsfyrirlestur Inga Bekk, Ljósa- og myndbandshönnun fyrir sviðslistir, sem átti að fara fram í dag kl. 17, fellur niður vegna veikinda. Ný dagsetning verður auglýst síðar. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Ingi Bekk
10.02.2017
Þriðjudaginn 14. febrúar kl. 17-17.40 heldur Ingi Bekk, ljósa- og myndbandshönnuður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Ljósa- og myndbandshönnun fyrir sviðslistir. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við 100 ára afmæli Leikfélags Akureyrar. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Georg Óskar með leiðsögn
07.02.2017
Fimmtudaginn 9. febrúar kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk, og sýningu Georgs Óskars Fjögur ár. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, og Georg Óskar taka á móti gestum og fræða þá um sýningarnar og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Leit

