Flýtilyklar
Fréttasafn
Leiðsögn á fimmtudaginn
04.10.2017
Fimmtudaginn 5. október kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um sýningar Rúrí, Jafnvægi-Úr Jafnvægi, og Friðgeirs Helgasonar, Stemning. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur fellur niður
03.10.2017
Þriðjudagsfyrirlesturinn sem fara átti fram í dag kl. 17 fellur niður vegna óviðráðanlegra orsaka. Næsti Þriðjudagsfyrirlestur verður haldinn eftir viku, 10. október, en þá mun textíllistakonan Päivi Vaarula halda erindi undir yfirskriftinni Being a textile artist.
Lesa meira
Leiðsögn á fimmtudaginn
25.09.2017
Fimmtudaginn 28. september kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um sýningar Rúrí,
Jafnvægi-Úr Jafnvægi, og Friðgeirs Helgasonar, Stemning. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þriðjdagsfyrirlestur: Natalia Dydo
21.09.2017
Þriðjudaginn 26. september kl. 17-17.40 heldur Natalia Dydo, verkefnisstjóri, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni The Art of the Polish Posters. Þar mun hún fara yfir helstu strauma og stefnur í pólsku prentverki á 20. öld, s.s. pólska plakataskólann sem varð vel þekktur á 7. áratugnum. Hið sjónræna samtal sem finna má í pólskum plakötum er skilgreint sem samruni myndmáls og texta og aðgreinir þau frá hefðbundinni auglýsingahönnun. Fyrirlesturinn er hluti af viðburðaröð sem fram fer á Akureyri og í Reykjavík í september og október og ber yfirskriftina Polish Poster under Northern Lights.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Alfredo Esparza
14.09.2017
Þriðjudaginn 19. september kl. 17-17.40 heldur mexíkóski ljósmyndarinn Alfredo Esparza Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Contemporary Mexican Photography. Fyrirlesturinn gefur innsýn í mexíkóskar hefðir og menningu sem skapast hafa í tengslum við ljósmyndun – bæði listræna- og heimildaljósmyndun. Rætt verður um hin margvíslegu umfjöllunarefni samtíma ljósmyndara. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Listasafnið opnar sýningu á Hjalteyri
11.09.2017
Laugardaginn 16. september kl. 15 opnar Listasafnið á Akureyri sýningu á vídeóverkum úr safneign í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Verksmiðjan er afar hrátt húsnæði og skapar þar af leiðandi heillandi umgjörð um þessa tegund myndlistar. Vídeóverk hafa ekki verið áberandi í safneign Listasafnsins en á síðustu árum hefur orðið þó nokkur breyting þar á. Sýningin er liður í því að sýna verk úr safneigninni í nýju ljósi og er unnin í samvinnu Listasafnsins og Verksmiðjunnar á Hjalteyri.
Lesa meira
Vel heppnuð A! Gjörningahátíð
10.09.2017
A! Gjörningahátíð var haldin í þriðja skipti dagana 31. ágúst - 3. September. Um 50 listamenn frá Hollandi, Noregi, Finnlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Danmörku og Íslandi tóku þátt í hátíðinni. Gjörningarnir, sem voru alls 16 talsins, fóru fram víðsvegar um Akureyri og nágrenni.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestrar hefjast á nýjan leik
09.09.2017
Þriðjudaginn 12. september kl. 17-17.40 heldur Jón Þór Sigurðsson, margmiðlunarhönnuður, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins sem að þessu sinni fer fram í stofu M01 í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Listasafnið þátttakandi í Fundi fólksins
06.09.2017
Listasafnið á Akureyri og Samband íslenskra myndlistarmanna taka þátt í Fundi fólksins í Hamraborg í Hofi næstkomandi laugardag, 9. september, kl. 11.00-11.50.
Lesa meira
Rúrí og Friðgeir Helgason opna á laugardaginn
04.09.2017
Laugardaginn 9. september kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu, Ketilhúsi, annars vegar sýning Rúrí, Jafnvægi-Úr Jafnvægi, og hins vegar sýning Friðgeirs Helgasonar, Stemning.
Lesa meira
Leit

