Flýtilyklar
Fréttasafn
A! hefst á fimmtudaginn
05.11.2018
A! Gjörningahátíð er fjögurra daga hátíð sem fer fram víðsvegar um Akureyri dagana 8.-11. nóvember. Eftirfarandi listamenn taka þátt: Aðalsteinn Þórsson), Anna Sigríður Sigurjónsdóttir og Birgit Asshoff, Birgitta Karen Sveinsdóttir, Hekla Björt Helgadóttir, Kristján Guðmundsson, Kviss búmm bang, Paola Daniele, Raisa Foster, Yuliana Palacios, Kolbeinn Bjarnasson og Þórarinn Stefánsson.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Nathalie Lavoie
02.11.2018
Þriðjudaginn 6. nóvember, kl. 17 heldur myndlistarkonan Nathalie Lavoie Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Skýli / Shelter. Í fyrirlestrinum mun hún ræða hugmyndir um neyðarviðbrögð og nota samlíkingu við neyðarskýli, s.s. eins og þau sem þekkt eru á Íslandi. Listakonan og samstarfsfólk hennar mun deila frásögn af því hvernig er að lifa af veturinn í Norður Kanada. Yfirstandandi dvalar-rannsókn þeirra á eðli vár/hættuástands er innblásin af slíkum frásögnum, umfangi þeirra og lengd sem og krafmiklum viðbrögðum samfélagsins.
Lesa meira
Opnun á laugardaginn
29.10.2018
Laugardaginn 3. nóvember kl. 15 verður opnuð, í Listasafninu á Akureyri, yfirlitssýning á verkum Arnar Inga Gíslasonar (1945-2017) undir yfirskriftinni Lífið er LEIK-fimi. Sýningin er í raun skipulagður gjörningur um það hvernig bók verður til – bók um fjöllistamanninn Örn Inga sem var sjálfmenntaður og ósmeykur við að vera öðruvísi en aðrir.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Gilið vinnustofur
29.10.2018
Þriðjudaginn 30. október kl. 17 verður haldinn Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu undir yfirskriftinni Gilið vinnustofur – sterkari saman. Þar munu starfsmenn Gilsins vinnustofur kynna sig og sín verk en þeir sinna fjölbreyttum verkefnum á mörgum sviðum s.s. hönnun, auglýsingagerð, textíl- og fatahönnun, innanhúsráðgjöf, teiknun og arkitektúr svo eitthvað sé nefnt.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Jóhannes G. Þorsteinsson
16.10.2018
Þriðjudaginn 23. október kl. 17 heldur Jóhannes G. Þorsteinsson, tölvuleikja- og hljóðhönnuður, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Tölvuleikir sem listform. Þar mun hann skoða stöðuna á tölvuleikjagerð á Íslandi og hvaða leiðir eru til staðar til að stíga sín fyrstu skref í tölvuleikjasmíði. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn og listamannaspjall
16.10.2018
Sunnudaginn 21. október kl. 11-12 verður fjölskylduleiðsögn um sýningu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, Hugleiðing um orku. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningunni. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannsins. Síðar sama dag eða kl. 15-15.30 verður Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, með listamannaspjall við Aðalheiði um sýninguna.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Árni Árnason
12.10.2018
Þriðjudaginn 16. október kl. 17 heldur Árni Árnason, innanhúsarkítekt, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Samstarf hönnuða og neytenda. Þar mun hann fjalla um Gilið vinnustofur sem er skapandi rými í Listagilinu þar sem átta einstaklingar í sjálfstæðum rekstri eru með vinnuaðstöðu. Árni er einn af hópnum og mun tala um kosti þess að vinna saman að skapandi verkefnum og um samvinnu hönnuða og neytenda.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Emmi Jormalainen
08.10.2018
Þriðjudaginn 9. október kl. 17 heldur finnska listakonan og grafíski hönnuðurinn Emmi Jormalainen Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi. Þar mun hún fjalla um verk sín sem grafískur hönnuður, teiknari og myndskreytir. Jormalainen mun sýna þær bækur sem hafa verið gefnar út undir hennar nafni og tala um þær. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins
01.10.2018
Þriðjudaginn 2. október kl. 17 heldur Þórunn Soffía Þórðardóttir, listfræðingur, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Fagmennska og ígrundun safnakennara á listasöfnum - lokaverkefni í menntunarfræðum við Háskólann á Akureyri. Þar fjallar hún um meistaraverkefni sitt í menntunarfræðum þar sem var skoðað hvernig safnakennarar á listasöfnum hugsa um sig sem fagmenn og fagstétt. Verkefnið var í formi viðtalsrannsóknar þar sem var rætt við fjóra safnakennara og leitast var við að varpa ljósi á persónulega sýn þeirra á störfin og hlutverk inni á listasöfnunum. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Til málamynda: síðasti upplestur
27.09.2018
Sunnudaginn 30. september kl. 14 verður ljóðalestur í Listasafninu með Ásgeiri H. Ingólfssyni, bókmenntafræðingi og skáldi, undir yfirskriftinni Til málamynda. Ásgeir velur sér listaverk í einu af rýmum Listasafnsins og í upplestrinum býr hann til nýja tilfinningu, nýja upplifun og nýtt pláss í huga þeirra sem vilja ljá augu og eyru.
Lesa meira
Leit

