Fréttasafn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Boðið verður upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu sunnudaginn 28. apríl kl. 11-12. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningu Margrétar Jónsdóttur og Kristínar Gunnlaugsdóttur, SuperBlack.
Lesa meira
Opið alla páskahátíðina

Opið alla páskahátíðina

Listasafnið verður opið alla páskahátíðina kl. 12-17. Á skírdag kl. 16.30 verður boðið upp á leiðsögn um sýningu Tuma Magnússonar, Áttir. Gleðilega páska!
Lesa meira
Eldri barnakór Akureyrarkirkju syngur í Listasafninu

Eldri barnakór Akureyrarkirkju syngur í Listasafninu

Eldri barnakór Akureyrarkirkju flytur uppáhalds lögin sín á stuttum tónleikum í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, laugardaginn 13. apríl kl. 16-16.30. Lögin eiga það sameiginlegt að fjalla um fegurðina í lífinu og hvernig hægt er að lifa saman í ást og kærleika.
Lesa meira
Listasafnið tekur þátt í Barnamenningarhátíð

Listasafnið tekur þátt í Barnamenningarhátíð

Í tilefni af Barnamenningarhátíð á Akureyri dagana 9.-14. apríl býður Listasafnið á Akureyri upp á listsmiðjur með Magnúsi Helgasyni myndlistarmanni. Listsmiðjurnar sem eru ætlaðar 6-16 ára verða haldnar fimmtudaginn 11. apríl og sunnudaginn 14. apríl kl. 15-16.30. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Frá A! Gjörningahátíð 2018.

Kallað eftir gjörningaverkum

A! Gjörningahátíð verður haldin í fimmta sinn 10.-13. október næstkomandi. Í ár verður í fyrsta skipti kallað eftir gjörningum/hugmyndum frá listamönnum, leikurum, dönsurum og öðrum sem hafa áhuga á að taka þátt. Stefnt er að því að velja 4-5 innsendar hugmyndir sem munu hljóta 50-100 þúsund króna þóknun. Listasafnið á Akureyri greiðir ferðakostnað á Íslandi en þátttakendur eru hvattir til að sækja um styrki fyrir millilandaferðum og öðrum kostnaði.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 24. mars kl. 11-12 verður fjölskylduleiðsögn í Listasafninu á Akureyri. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá Sköpun bernskunnar 2019, samsýningu skólabarna og listamanna. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna. Norðurorka styrkir fræðslustarf Listasafnsins. Aðgangur ókeypis.
Lesa meira
Vigdís Jónsdóttir.

Þriðjudagsfyrirlestur: Vigdís Rún Jónsdóttir

Þriðjudaginn 19. mars kl. 17-17.40 heldur Vigdís Rún Jónsdóttir, listfræðingur, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Að þoka sig í átt að „Guði“ – Um hið trúarlega í landslagsmálverkum Georgs Guðna. Efni fyrirlestrarins tengist lokaverkefni Vigdísar í BA námi í listfræði við Háskóla Íslands. Þar leitaðist hún við að svara spurningunni hvort landslagsmálverk Georgs Guðna geti staðið fyrir hinn yfirskilvitlega og ósýnilega veruleika sem guðsmynd kristindómsins átti að standa fyrir fyrr á öldum.
Lesa meira
Frá Sumarsýningunni 2017.

Framlengdur umsóknarfrestur

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest fyrir Vorsýningu Listasafnsins á Akureyri til og með 20. mars næstkomandi. Þar með er þeim listamönnum sem vildu skapa ný verk fyrir sýninguna gefið aukið svigrúm.
Lesa meira
Kate Bae.

Þriðjudagsfyrirlestur: Kate Bae

Þriðjudaginn 12. mars kl. 17-17.40 heldur Kate Bea, myndlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Artist Talk. Þar mun hún fjalla um myndmál málverksins, listsköpun sína á Íslandi og nýjar tilraunir með pappír.
Lesa meira
Björg Eiríksdóttir.

Þriðjudagsfyrirlestur: Björg Eiríksdóttir

Þriðjudaginn 5. mars kl. 17-17.40 heldur Björg Eiríksdóttir, myndlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Að elta innsæið. Þar mun hún fjalla um tilurð og innihald valinna verka sinna og gefa örlitla innsýn í sköpunarferlið eða þá rannsókn sem er í gangi vegna sýningar sem verður í Listasafninu í október. Hún hefur útfært hugmyndir sínar í ýmsa miðla eins og málverk, teikningu, þrykk, útsaum og vídeó. Viðfangsefnið hefur verið innra líf mannslíkamans og samskipti hans við umhverfið í gegnum skynjun. Samskiptin við verkin í vinnuferlinu hafa einnig verið í forgrunni og í þeim má oft finna munstur, lagskiptingu, nálægð og tíma.
Lesa meira