Flýtilyklar
Til málamynda: síðasti upplestur
27.09.2018
Sunnudaginn 30. september kl. 14 verður ljóðalestur í Listasafninu með Ásgeiri H. Ingólfssyni, bókmenntafræðingi og skáldi, undir yfirskriftinni Til málamynda. Ásgeir velur sér listaverk í einu af rýmum Listasafnsins og í upplestrinum býr hann til nýja tilfinningu, nýja upplifun og nýtt pláss í huga þeirra sem vilja ljá augu og eyru.
Flutningurinn er sá síðasti í upplestrarröðinni Til málamynda sem hefur verið haldin allan september.
Upplestraröðin hlaut styrk úr menningarsjóði Akureyrar.
Leit

