Flýtilyklar
Fréttasafn
Kyrrð og heilun
05.03.2018
Laugardaginn 10. mars og sunnudaginn 11. mars kl. 14-17 verður boðið upp á heilun í tengslum við sýningu Helgu Sigríðar Valdemarsdóttur, Kyrrð, í Listasafninu, Ketilhúsi. Aðgangur ókeypis.
Lesa meira
Leiðsögn á fimmtudegi
05.03.2018
Fimmtudaginn 8. mars kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn um samsýninguna Sköpun bernskunnar 2018 og sýningu Helgu Sigríðar Valdemarsdóttur, Kyrrð, sem báðar voru opnaðar síðastliðinn laugardag. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar og einstaka verk. Aðgangur ókeypis.
Lesa meira
Kyrrð og heilun
02.03.2018
Laugardaginn 3. mars og sunnudaginn 4. mars kl. 14-17 verður boðið upp á heilun í tengslum við sýningu Helgu Sigríðar Valdemarsdóttur, Kyrrð, í Listasafninu, Ketilhúsi. Aðgangur ókeypis.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Finnur Friðriksson
01.03.2018
Þriðjudaginn 6. mars kl. 17-17.40 heldur Finnur Friðriksson, dósent í íslensku við Háskólann á Akureyri, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Facebook: Sköpun sjálfsmyndar í máli og myndum. Í fyrirlestrinum verður fjallað um rannsóknir Finns á tjáningu unglinga á samfélagsmiðlinum Facebook. Einkum verður hugað að því hvernig sjálfsmyndarsköpun fer þar fram með myndrænni jafnt sem málbundinni framsetningu.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Elísabet Gunnarsdóttir
24.02.2018
Þriðjudaginn 27. febrúar kl. 17-17.40 heldur Elísabet Gunnarsdóttir, safnstjóri Listasafns ASÍ, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Hvað var maðurinn að hugsa?! Þar mun hún fjalla um Listasafn ASÍ og hvaða aðferðum þar er beitt til að miðla listinni til almennings um allt land. Skoðaðar verða hugmyndir hugsjónamannsins Ragnars Jónssonar í Smára sem færði ASÍ listaverkasafn sitt að gjöf 1961 og lagði þar með grunninn að safninu. Ósk Ragnars var sú að stofnað yrði Listasafn alþýðunnar sem kæmi listinni á framfæri við vinnandi fólk í landinu.
Lesa meira
Listasmiðja með Ninnu Þórarinsdóttur
20.02.2018
Sunnudaginn 25. febrúar kl. 11-12 heldur Ninna Þórarinsdóttir listasmiðju í tengslum við sýninguna Sköpun bernskunnar 2018, sem verður opnuð laugardaginn 24. febrúar kl. 15. Þar mun Ninna kenna hvernig hægt er að skapa nútímalegt hljóðfæri úr umbúðum og allskonar hlutum sem misst hafa fyrra gildi sitt.
Lesa meira
Tvær opnanir á laugardaginn
19.02.2018
Laugardaginn 24. febrúar kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi: Sköpun bernskunnar 2018, samsýning listamanna, skólabarna og Leikfangasafnsins á Akureyri, og sýning Helgu Sigríðar Valdemarsdóttur, Kyrrð.
Lesa meira
Greiðum listamönnum
17.02.2018
Á fundi stjórnar Akureyrarstofu 8. mars sl. voru samþykkt drög að verklagsreglum um verkefnið "Greiðum listamönnum".
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Rösk
16.02.2018
Þriðjudaginn 20. febrúar kl. 17-17.40 heldur listhópurinn Rösk Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Listin, gjörningar og gleði. Í fyrirlestrinum mun hópurinn, sem samanstendur af Brynhildi Kristinsdóttur, Dagrúnu Matthíasdóttur, Jónborgu Sigurðardóttur og Thoru Karlsdóttur, fjalla m.a. um hvernig ólíkar aðferðir þeirra sem einstaklinga kalla fram hugmyndaferli og samvinnu í listsköpun.
Lesa meira
Lokað vegna framkvæmda og uppsetningar á nýjum sýningum
15.02.2018
Listasafnið er nú lokað vegna framkvæmda og uppsetningar á nýjum sýningum. Laugardaginn 24. febrúar kl. 15 verður aftur opnað með samsýningunni Sköpun bernskunnar 2018 og sýningu Helgu Sigríðar Valdemarsdóttur, Kyrrð.
Lesa meira
Leit

