Flýtilyklar
Fréttasafn
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
26.09.2018
Sunnudaginn 30. september kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn um sýningu Sigurðar Árna Sigurðssonar, Hreyfðir fletir. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti börnum og fullorðnum og segir frá sýningunni. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannsins.
Aðgangur á fjölskylduleiðsögnina er ókeypis í boði Norðurorku.
Lesa meira
Ljóðalestur á sunnudaginn
21.09.2018
Sunnudaginn 23. september kl. 14 verður ljóðalestur í Listasafninu með Sverri Páli Erlendssyni, menntaskólakennara, undir yfirskriftinni Til málamynda. Sverrir Páll velur sér listaverk í einu af rýmum Listasafnsins og í upplestrinum býr hann til nýja tilfinningu, nýja upplifun og nýtt pláss í huga þeirra sem vilja ljá augu og eyru.
Lesa meira
Opnun á laugardaginn
18.09.2018
Laugardaginn 22. september kl. 15 verður sýning Gústavs Geirs Bollasonar og Clémentine Roy, Carcasse, opnuð í Listasafninu, Ketilhúsi. Carcasse er klukkustundar löng kvikmynd sem myndlistarmennirnir tveir unnu að í sameiningu á árunum 2012-2017. Myndin er nú sýnd í fyrsta sinn í listasafni á Íslandi, en áður hefur hún hefur áður verið sýnd í Berlinische Galerie í Berlín í Þýskalandi og á nokkrum kvikmyndahátíðum.
Lesa meira
Ljóðalestur á sunnudaginn
11.09.2018
Sunnudaginn 16. september kl. 14 verður ljóðalestur í Listasafninu með Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, myndlistarkonu, undir yfirskriftinni Til málamynda. Ragnheiður Harpa velur sér listaverk í einu af rýmum Listasafnsins og í upplestrinum býr hún til nýja tilfinningu, nýja upplifun og nýtt pláss í huga þeirra sem vilja ljá augu og eyru.
Lesa meira
Leiðsögn og sýningarlok
11.09.2018
Laugardaginn 15. september kl. 15-15.30 verður boðið upp á leiðsögn um sýningu Anítu Hirlekar, Bleikur og grænn. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Sýningunni lýkur næstkomandi sunnudag, 16. september.
Lesa meira
Aqua María
07.09.2018
Laugardaginn 8. september kl. 13.15 í Hofi fremur Gjörningaklúbburinn gjörninginn Aqua María, en hann er hluti af Lýsu – rokkhátíð samtalsins sem fer fram á Akureyri um helgina.
Lesa meira
Ljóðalestur á sunnudaginn
04.09.2018
Sunnudaginn 2. september kl. 14 verður ljóðalestur í Listasafninu með Sessilíu Ólafsdóttur, Vandræðaskáldi og leik- og tónlistarkonu, undir yfirskriftinni Til málamynda. Sesselía velur sér listaverk í einu af rýmum Listasafnsins og í upplestrinum býr hún til nýja tilfinningu, nýja upplifun og nýtt pláss í huga þeirra sem vilja ljá augu og eyru.
Lesa meira
Listamannaspjall um helgina
04.09.2018
Um komandi helgi verður boðið upp á listamannaspjall um tvær sýningar Listasafnsins. Á laugardaginn kl. 15 mun mun Sigurður Árni Sigurðsson segja frá sýningu sinni Hreyfðir fletir og á sunnudaginn er komið að Aðalheiði S. Eysteinsdóttur að segja frá sinni sýningu, Hugleiðing um orku. Stjórnandi viðburðanna er Hlynur Hallsson, safnstjóri og sýningastjóri beggja sýninga. Aðgöngumiði á Listasafnið jafngildir aðgangi að listamannaspjalli.
Lesa meira
Til málamynda: Vilhjálmur Bragason
01.09.2018
Sunnudaginn 2. september kl. 14 verður ljóðalestur í Listasafninu með Vilhjálmi Bragasyni, ljóðskáldi. Vilhjálmur velur sér listaverk í einu af rýmum Listasafnsins undir yfirskriftinni Til málamynda. Í upplestrinum býr hann til nýja tilfinningu, nýja upplifun og nýtt pláss í huga þeirra sem vilja ljá augu og eyru.
Lesa meira
Tvær leiðsagnir á laugardaginn
31.08.2018
Laugardaginn 1. september verður boðið upp á tvær leiðsagnir í Listasafninu. Klukkan 11-12 verður fjölskylduleiðsögn um sýningu Hjördísar Frímann og Magnúsar Helgasonar, Hugmyndir. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningunni. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna.
Lesa meira
Leit

