Fréttasafn

Opið alla páskahátíðina

Opið alla páskahátíðina

Listasafnið, Ketilhús verður opið alla páskahátíðina kl. 12-17. Á skírdag og annan í páskum kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn um samsýninguna Sköpun bernskunnar 2018 og sýningu Bergþórs Morthens, Rof. Aðgangur er ókeypis. Gleðilega páska!
Lesa meira
Nýtt og betra Listasafn opnað á Akureyrarvöku

Nýtt og betra Listasafn opnað á Akureyrarvöku

Formleg vígsla og opnun stórbættra og aukinna salarkynna Listasafnsins á Akureyri fer fram á Akureyrarvöku 24.-25. ágúst næstkomandi. Þá sömu helgi verður 25 ára afmæli safnsins fagnað og fjórum dögum síðar á Akureyrarkaupstaður 156 ára afmæli.
Lesa meira
Listasafnið hlýtur styrki úr safnasjóði

Listasafnið hlýtur styrki úr safnasjóði

Á dögunum úthlutaði mennta- og menningarmálaráðherra að fenginni umsögn safnaráðs alls 114.770.000 kr. úr safnasjóði. Þar af voru verkefnastyrkir alls 90.620.000 kr. til 88 verkefna, auk þess sem 24.150.000 kr. var úthlutað í rekstrarstyrki til 35 safna. Alls bárust 146 verkefnaumsóknir.
Lesa meira
Jeannette Castioni.

Þriðjudagsfyrirlestur fellur niður

Þriðjudagsfyrirlestur þeirra Jeannette Castioni og Ólafar Guðmundssonar, Svipmyndir af samfélagi, sem átti að fara fram í dag kl. 17, fellur niður vegna óviðráðanlegra orsaka. Ný dagsetning verður auglýst síðar. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.
Lesa meira
Bergþór Morthens.

Bergþór Morthens opnar á laugardaginn

Laugardaginn 24. mars kl. 15 verður sýning Bergþórs Morthens, Rof, opnuð í Listasafninu, Ketilhúsi. Bergþór Morthens lauk námi við Myndlistaskólann á Akureyri 2004 og MA námi í myndlist við Valand háskólann í Gautaborg 2015. Hann hefur haldið einkasýningar á Íslandi, í Rúmeníu og Svíþjóð og tekið þátt í samsýningum á Íslandi, Grikklandi, í Svíþjóð og Danmörku.
Lesa meira
Jeannette Castioni.

Þriðjudagsfyrirlestur: Jeannette Castioni og Ólafur Guðmundsson

Þriðjudaginn 20. mars kl. 17-17.40 halda myndlistarkonan Jeannette Castioni og leikarinn Ólafur Guðmundsson síðasta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Svipmyndir af samfélagi.
Lesa meira
Jenný Lára Arnórsdóttir.

Jenný Lára Arnórsdóttir stýrir Listasumri

Jenný Lára Arnórsdóttir leikstjóri, leikari og framleiðandi mun verkstýra Jónsmessuhátíð, Listasumri og Akureyrarvöku í samvinnu við Akureyrarstofu og Listasafnið á Akureyri. Jenný Lára var valin úr hópi 11 umsækjenda um stöðuna en hún útskrifaðist sem leikari og leikstjóri frá The Kogan Academy of Dramatic Arts í London árið 2012. Hún hefur starfað sem leikstjóri bæði hjá sjálfstæðum atvinnuleikhópum sem og áhugaleikhópum. Jenný Lára er meðlimur í leikhópnum Umskiptingar, sem er atvinnuleikhópur sem starfar á Norðurlandi en hún sá um framleiðsluna á fyrsta verki þeirra Framhjá rauða húsinu og niður stigann. Einnig leikstýrði hún og framleiddi gamanóperuna Piparjúnkan og þjófurinn sem sýnd var í Samkomuhúsinu á Akureyrarvöku 2017.
Lesa meira
Frá undirskrift.

Skrifað undir samning um kaffihús

Á dögunum var skrifað undir samning milli Listasafnsins á Akureyri og hjónanna Mörtu Rúnar Þórðardóttur og Ágústs Más Sigurðssonar, eigenda Þrúgur ehf., um rekstur kaffihúss í Listasafninu, en nú standa yfir miklar framkvæmdir á húsnæði safnsins. Eftir endurbætur og stækkun verða byggingarnar tvær sem Listasafnið hefur haft til umráða, annars vegar gamla Mjólkursamlag KEA og hins vegar Ketilhúsið, sameinaðar með tengibyggingu og munu þá mynda eina heild. Glæsilegir sýningasalir verða opnaðir í sumar á sama tíma og kaffihúsið, sem mun bera nafnið Gil.
Lesa meira
Herdís Þórðardóttir.

Þriðjudagsfyrirlestur: Herdís Þórðardóttir

Þriðjudaginn 13. mars kl. 17-17.40 heldur Herdís Björk Þórðardóttir, hönnuður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Hönnuður á norðurslóðum - sjálfstætt starfandi á hjara veraldar. Í fyrirlestrinum mun Herdís fjalla um feril sinn og hvernig það er að vinna sjálfstætt sem hönnuður á Íslandi. Hún mun jafnframt segja frá vinnuferlinu og hvernig hún geti í raun unnið hvar sem er í heiminum svo framarlega að þar sé gott netsamband.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á laugardaginn

Fjölskylduleiðsögn á laugardaginn

Laugardaginn 10. mars kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá samsýningunni Sköpun bernskunnar 2018 og sýningu Helgu Sigríðar Valdemarsdóttur, Kyrrð. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna. Aðgangur er ókeypis í boði Norðurorku sem styrkir sérstaklega safnkennslu og fræðslu fyrir börn og fullorðna í Listasafninu.
Lesa meira