Flýtilyklar
Fréttasafn
Opnun á laugardaginn
25.02.2019
Laugardaginn 2. mars kl. 15 verður opnuð sýning finnsku myndlistarkonunnar Elina Brotherus, Leikreglur / Rules of Play / Règle du Jeu í Listasafninu á Akureyri. „Eftir að hafa notað sjálfa mig í myndum mínum í 20 ár fannst mér ég hafa setið fyrir í öllum hugsanlegum stellingum,“ segir Brotherus. „Leiðina út úr þessum botnlanga fann ég í Fluxus. Ég hóf að nota Fluxus viðburðalýsingar og aðrar ritaðar leiðbeiningar eftir listamenn, sem grunn í ný verk. Ég hef útvíkkað hugmyndina á bak við lýsingarnar og leyft mér að verða fyrir áhrifum frá mismunandi listamönnum, s.s. kvikmyndagerðarmönnum, ljósmyndurum, listmálurum og ljóðskáldum.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Magnús Helgason
25.02.2019
Þriðjudaginn 26. febrúar kl. 17-17.40 heldur Magnús Helgason, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Til einskis, sem betur fer. Þar mun hann fjalla um myndlistarferil sinn, kvikmyndasýningar og myndasýningar af verkum.
Lesa meira
Opnun á laugardaginn
19.02.2019
Laugardaginn 23. febrúar kl. 15 verður samsýningin Sköpun bernskunnar 2019 opnuð í Listasafninu á Akureyri. Þetta er sjötta sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar. Hún er sett upp til þess að örva skapandi starf og hugsun skólabarna á aldrinum fimm til sextán ára.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Margrét Jónsdóttir
18.02.2019
Þriðjudaginn 19. febrúar kl. 17-17.30 heldur Margrét Jónsdóttir, leirlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Innvortis náttúra. Þar mun hún fjalla um samnefnda innsetningu sína sem er hluti af sýningu hennar og Kristínar Gunnlaugsdóttur, SuperBlack, og stendur nú yfir í Listasafninu.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur fellur niður
11.02.2019
Vegna óviðráðanlegra orsaka fellur niður Þriðjudagsfyrirlestur Vigdísar Jónsdóttur, listfræðings, sem fara átti fram á morgun, 12. febrúar. Vigdís mun flytja fyrirlesturinn 19. mars næstkomandi. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu. Næsta Þriðjudagsfyrirlestur heldur Margrét Jónsdóttir í næstu viku kl. 17-17.40.
Lesa meira
Norðurorka áfram styrktaraðili Listasafnsins
06.02.2019
Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri í dag var dagskrá ársins 2019, nýr ársbæklingur og komandi starfsár kynnt. Einnig var farið yfir þá breyttu starfsemi sem nú er í safninu eftir opnun nýrra salarkynna í ágúst á síðasta ári. Í lok fundarins var undirritaður nýr samstarfssamningur Listasafnsins og Norðurorku. Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins, og Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, undirrituðu samninginn. Prentaðri dagskrá ársins var í dag dreift í öll hús á Akureyri.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Tumi Magnússon
31.01.2019
Þriðjudaginn 5. febrúar kl. 17-17.30 heldur Tumi Magnússon, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Nokkur verk frá síðustu 20 árum. Þar mun hann fjalla um bakgrunn og tilurð nokkurra verka sinna frá síðustu 20 árum sem unnin voru með ólíkum miðlum.
Lesa meira
Taktu þátt í Vorsýningu Listasafnsins
30.01.2019
Listasafnið á Akureyri efnir til sýningar á verkum eftir norðlenska myndlistarmenn 18. maí - 29. september 2019. Dómnefnd velur úr innsendum verkum listamanna sem búa og/eða starfa á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars næstkomandi.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Auður Ösp Guðmundsdóttir
25.01.2019
Þriðjudaginn 29. janúar kl. 17-17.30 heldur Auður Ösp Guðmundsdóttir, vöru- og leikmyndahönnuður, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni „Og mig sem dreymdi alltaf um að verða uppfinningamaður“. Þar mun hún tala um námsárin í Listaháskóla Íslands, þau ólíku verkefni sem falla undir vöruhönnun og vinnu sína hjá Leikfélagi Akureyrar og við sýninguna Kabarett.
Lesa meira
Lífið er LEIK-fimi: síðasta sýningarvika
21.01.2019
Yfirlitssýningu á verkum Arnar Inga Gíslasonar, Lífið er LEIK-fimi, lýkur næstkomandi sunnudag. Sýningin hefur verið skipulagður gjörningur síðasliðna þrjá mánuði um framleiðslu bókar um listamanninn Örn Inga. Bókin er nú komin á lokastig og verður kynnt á málþingi á laugardaginn. Eins og undanfarna þrjá mánuði verður stútfull dagskrá í þessari viku tengd sýningunni.
Lesa meira
Leit

