Flýtilyklar
Fréttasafn
Tvær opnanir 9. febrúar
16.01.2019
Laugardaginn 9. febrúar kl. 15 verða fyrstu tvær sýningar ársins opnaðar í Listasafninu: sýning Tuma Magnússonar, Áttir, og samsýning Margrétar Jónsdóttur og Kristínar Gunnlaugsdóttur, SuperBlack.
Lesa meira
Leiðsögn á fimmtudaginn
14.01.2019
Fimmtudaginn 17. janúar kl. 16-16.30 verður boðið upp á leiðsögn um sýningu Hjördísar Frímann og Magnúsar Helgasonar, Hugmyndir.
Lesa meira
Samspil mynda og tóna
04.01.2019
Á þrettándanum, sunnudaginn 6. janúar, kl. 15 mun Petrea Óskarsdóttir leika fimm smáverk fyrir þverflautu sem sérstaklega eru valin út frá jafnmörgum myndverkum Arnar Inga á sýningunni Lífið er LEIK-fimi. Tónskáldin eru frá ólíkum tímum og koma frá ólíkum heimshornum; Johann Sebastian Bach, Kazuo Fukushima, Claude Debussy, Arthur Honegger og Kolbein Bjarnason.
Lesa meira
Gleðileg jól!
23.12.2018
Listasafnið á Akureyri óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Lesa meira
Opnunartími yfir hátíðirnar
21.12.2018
23.12, Þorláksmessa: Kl. 12-22, enginn aðgangseyrir.
24.12 / 25.12: Lokað.
26.-30: Kl. 12-17.
31.12 /01.01: Lokað.
Lesa meira
Lífið er LEIK-fimi um jólin
20.12.2018
Föstudaginn 28. desember kl. 15 fjallar Halldór Sánchez fjallar um hugtakið „Myndlist sem mál“ sem var viðfangsefni M.ed. verkefnisins hans 2017. Sem hluti af verkefninu tók hann viðtal við afa sinn, Örn Inga, til þess að fá innsýn í aðferðirnar sem hann notaði í tengslum við listavikurnar sem hann skipulagði um land allt og tók þátt í og líka til að hlusta á hann skýra út hvaða merkingu hann lagði í hugtakið „sköpun“.
Lesa meira
Lífið er LEIK-fimi breytir um tón
17.12.2018
Miðvikudaginn 19. desember kl. 16 spila nokkrir af eldri nemendum Tónlistarskólans á Akureyri jólalög ásamt kennara sínum Petreu Óskarsdóttur í Listasafninu. Flutningurinn er hluti af yfirlitssýningu á verkum Arnar Inga, Lífið er LEIK-fimi.
Lesa meira
Erindi um Friðþjóf Nansen
16.12.2018
Til að minnast Friðþjófs Nansen býður Háskólinn á Akureyri gestum og gangandi að hlýða á kveðjuerindi Gunhild Hoogensen Gjørv í Listasafninu, Ketilhúsi þriðjudaginn 18. desember kl. 16-17.
Lesa meira
Jólaball Snorra Ásmundssonar
14.12.2018
Laugardaginn 15. desember kl. 18 verður Jólaball Snorra Ásmundssonar á Listasafninu, Ketilhúsi. Það verður sannkölluð jólastemning og kallað verður á jólaandann eins og Snorra er einum lagið. Verið velkomin.
Lesa meira
Gildran sýnd um helgina
13.12.2018
Kvikmyndin Gildran eftir Örn Inga Gíslason, sem var frumsýnd 17. júní 2002, verður sýnd á Listasafninu 15. og 16. desember kl. 15.00.
Lesa meira
Leit

