Fréttasafn

Æsa Sigurjónsdóttir.

Hugleiðing um listamann og sýningu

Sunnudaginn 9. desember kl. 13 fjallar Æsa Sigurjónsdóttir, sýningarstjóri, um Ange Leccia og sýningu hans La Mer / The Sea / Hafið. Viðburðurinn fer fram í Gili kaffihúsi. Enginn aðgangseyrir.
Lesa meira
Signý Pálsdóttir fjallar um Örn Inga

Signý Pálsdóttir fjallar um Örn Inga

Laugardaginn 8. desember kl. 16 fjallar Signý Pálsdóttir, fyrrum leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, um Örn Inga og leikmyndirnar sem hann gerði fyrir Leikfélagið undir hennar stjórn. Þar á meðal er leikmyndin fyrir leikritið Ég er gull og gersemi eftir Svein Einarsson með tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson sem fjallaði um Sölva Helgason. Verkið, sem var að hluta til byggt á Sólon Íslandus eftir Davíð Stefánsson, vakti mikla athygli og var sett upp í Norðurlandahúsinu í Færeyjum. Petrea Óskarsdóttir þverflautuleikari mun leika tónlist Atla Heimis, en mörg sönglaganna eru vel þekkt eins og Kvæðið um fuglana.
Lesa meira
Ange Leccia.

Opnun á laugardaginn

Laugardaginn 8. desember kl. 15 verður opnuð sýning franska myndlistarmannsins Ange Leccia, La Mer / The Sea / Hafið, í Listasafninu, Ketilhúsi.
Lesa meira
Fullveldið endurskoðað, taka tvö - Rósaboðið

Fullveldið endurskoðað, taka tvö - Rósaboðið

Í tilefni aldarafmælis fullveldisins bjóða fjórar rósir til veislu í Listasafninu laugardaginn 1. desember 2018 kl. 15.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 25. nóvember kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn um sýningu Arnar Inga Gíslasonar "Lífið er Leik-fimi" í Listasafninu. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningunni. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannsins. Aðgangur á fjölskylduleiðsögnina er ókeypis í boði Norðurorku.
Lesa meira
Hólmavík og Örn Ingi

Hólmavík og Örn Ingi

Laugardaginn 24. nóvember kl. 16 verður gjörningur í Listasafninu á Akureyri, sal 04. Björk Jóhannsdóttir (fyrrum formaður afmælisnefndar Hólmavíkur) og Stefán Gíslason (fyrrum sveitastjóri Hólmavíkur) endurvekja 100 ára afmæli Hólmavíkur árið 1990. Þau eru samferðarmenn Arnar Inga og fulltrúar bæjarhátíðanna sem hann skipulagði.
Lesa meira
Mynd: Guðbjörg Helga Aðalsteinsdóttir.

Opnun á laugardaginn

Laugardaginn 24. nóvember kl. 15 verður útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Taugar, opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi.
Lesa meira
Marta Rodríguez Gómez.

Forvörslunámskeið

Forvörslunámskeið verður haldið í Listasafninu í tengslum við yfirlitssýningu Arnar Inga Gíslasonar, Lífið er LEIK-fimi, dagana 22.-25. nóvember, samtals 8 klukkustundir. Námskeiðið fer fram á ensku og kennari er Marta Rodríguez Gómez, forvörður frá Murcia á Spáni.
Lesa meira
Ine Lamers.

Þriðjudagsfyrirlestur: Ine Lamers

Þriðjudaginn 20. nóvember kl. 17 heldur myndlistarkonan Ine Lamers Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, sal 04, undir yfirskriftinni Remote. Þar kynnir hún tvö af verkefnum sínum. Þau eru unnin á mismunandi tíma og eru ólík að innihaldi og í nálgun. Samt sem áður eru aðal umfjöllunarefni beggja verkefnanna sjálfsmynd og samband mannsins við umhverfi sitt. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Aðalsteinn Ingólfsson

Þriðjudagsfyrirlestur: Aðalsteinn Ingólfsson

Þriðjudaginn 13. nóvember, kl. 17 heldur Aðalsteinn Ingólfsson Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, sal 04 undir yfirskriftinni Örn Ingi í minningunni. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira