Fréttasafn

Hagkvæmt að kaupa árskort

Hagkvæmt að kaupa árskort

Ókeypis verður inn á Listasafnið til og með 2. september en eftir það er aðgangseyrir 1.500 krónur. Aftur á móti býðst fólki að kaupa árskort á afar hagstæðu verði eða á aðeins 2.500 krónur og getur fólk þá heimsótt safnið eins oft og það lystir í heilt ár án þess að borga fyrir.
Lesa meira
Jazz á föstudaginn

Jazz á föstudaginn

Föstudaginn 31. ágúst kl. 21 verða jazz tónleikar með The Jazz Standard Quartet í Gili kaffihúsi í anddyri Listasafnsins á Akureyri. Hljómsveitina skipa Dimitrios Theodoropoulos á gítar, Ludvig Kári Forberg á víbrafón, Stefán Ingólfsson á bassa og Rodrigo Lopez á trommur. Þeir félagar spila m.a. tónlist eftir Thelonious Monk, Tiny Grimes, Lou Donaldson, Clare Fischer, Steve Swallow, Milt Jackson á meðal annarra. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Ljóðalestur alla sunnudaga í september

Ljóðalestur alla sunnudaga í september

Alla sunnudaga í september kl. 14 velur tiltekið ljóðskáld sér listaverk í einu af rýmum Listasafnsins undir yfirskriftinni Til málamynda. Ljóðskáldið mun eiga samtal við valið verk og býr til nýja tilfinningu, nýja upplifun og nýtt pláss í huga þeirra sem vilja ljá augu og eyru.
Lesa meira
Sóknarskáld.

Ljóðalestur í Listasafninu

Miðvikudaginn 29. ágúst kl. 17 verður boðið upp á ljóðalestur með Sóknarskáldum í Gili kaffihúsi í anddyri Listasafnsins. Sóknarskáld er félagsskapur tveggja ungra skálda í Eyjafjarðarsókn sem vilja blása lífi í ljóðið og bjóða lýðnum í birginn. Karólína Rós og Sölvi Halldórsson flytja eigin ljóð um ástir, sundlaugar og umferðina. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Leiðsögn um safneignina

Leiðsögn um safneignina

Þriðjudaginn 28. ágúst kl. 17-17.45 verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna Úrval - verk úr safneign Listasafnsins. Hlynur Hallsson, safnstjóri, tekur á móti gestum og segir frá verkum og listamönnum. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Mikil gleði á opnunardegi

Mikil gleði á opnunardegi

Á laugardaginn á Akureyrarvöku voru ný salarkynni Listasafnsins formlega opnuð almenningi og jafnframt var 25 ára afmæli safnsins fagnað. Mikil ánægja ríkti á meðal þeirra þrjú þúsund gesta sem heimsóttu safnið á opnunardaginn og nutu veitinga, ávarpa, tónlistaratriða og sex sýninga sem opnaðar voru af þessu tilefni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp, sömuleiðis Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Ásthildur Sturludóttir nýr bæjarstjóri á Akureyri og Hlynur Hallsson safnstjóri. Listamennirnir sem opnuðu sýningar í safninu á laugardaginn eru Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Sigurður Árni Sigurðsson, Hjördís Frímann og Magnús Helgason. Einnig voru opnaðar sýningar á verkum úr safneignum Listasafnsins á Akureyri og Listasafns ASÍ, og ljósmyndasýningin Frá Kaupfélagsgili til Listagils.
Lesa meira
Vikulöng opnunar- og 25 ára afmælisdagskrá framundan

Vikulöng opnunar- og 25 ára afmælisdagskrá framundan

Á Akureyrarvöku, laugardaginn 25. ágúst kl. 15 verða ný salarkynni Listasafnsins formlega opnuð almenningi og jafnframt verður 25 ára afmæli safnsins fagnað. Af því tilefni verður rúmlega vikulöng dagskrá í boði.
Lesa meira
Mikil eftirvænting vegna opnunar á Akureyrarvöku

Mikil eftirvænting vegna opnunar á Akureyrarvöku

Laugardaginn 25. ágúst verða dyr Listasafnsins á Akureyri opnaðar að nýju eftir stórfelldar endurbætur og stækkun á húsakynnum þess. Sýningarsalir voru áður fimm en eru nú tólf og að auki verður nýtt kaffihús opnað á safninu.
Lesa meira
Nýtt Listasafn opnað á Akureyrarvöku

Nýtt Listasafn opnað á Akureyrarvöku

Formleg vígsla og opnun stórbættra og aukinna salarkynna Listasafnsins á Akureyri fer fram á Akureyrarvöku laugardaginn 25. ágúst næstkomandi kl. 15-22. Þá sömu helgi verður 25 ára afmæli safnsins fagnað og fjórum dögum síðar á Akureyrarkaupstaður 156 ára afmæli.
Lesa meira
Guðmundur Ármann Sigurjónsson.

Leiðsögn með Guðmundi Ármanni

Annan hvern laugardag í sumar hefur Listasafnið á Akureyri boðið upp á leiðsögn með listamönnum og fræðifólki um sýninguna Fullveldið endurskoðað. Laugardaginn 4. ágúst mun Guðmundur Ármann Sigurjónsson segja frá hugleiðingum sínum í tengslum við sýninguna og einstaka verk. Leiðsögnin hefst kl. 15 við Listasafnið, Ketilhús og verður svo gengið á milli verkanna og mun leiðsögnin taka um 45 mínútur.
Lesa meira