Flýtilyklar
Fréttasafn
Myndlistasmiðja með Aðalsteini Þórssyni
18.11.2019
Laugardaginn 23. nóvember kl. 13-15 verður haldin myndlistasmiðja fyrir 18 ára og eldri með Aðalsteini Þórssyni um meðferð efnis. Allt efni til á staðnum. Aðgangur ókeypis.
Lesa meira
Opnun á laugardaginn
18.11.2019
Laugardaginn 23. nóvember kl. 15 verður útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Ekki hugmynd, opnuð í Listasafninu á Akureyri.
Lesa meira
Listvinnustofa með Jóni Laxdal
14.11.2019
Á degi íslenskrar tungu, laugardaginn 16. nóvember, kl. 14-16 verður listvinnustofa með Jóni Laxdal Halldórssyni fyrir 18 ára og eldri. Jón kynnir verk sín og leiðbeinir þátttakendum. Allt efni til á staðnum. Uppbyggingarsjóður styrkir listvinnustofur Listasafnsins. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
12.11.2019
Sunnudaginn 17. nóvember kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn og endurvinnslusmiðju. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá völdum verkum á yfirstandandi sýningum Listasafnsins.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Matt Armstrong
04.11.2019
Þriðjudaginn 5. nóvember kl. 17-17.40 heldur Matt Armstrong, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Rediscovering Night. Þar mun Armstrong ræða hvernig eðlislægur áhugi hans á sýnilegu rými og alheiminum hefur mótað hann og hvernig enduruppgötvun hans á nætur-helmingi lífsins hefur haft áhrif á list hans og sköpunarmátt.
Lesa meira
Listamannaspjall: Björg Eiríksdóttir
29.10.2019
Næstkomandi laugardag, 2. nóvember, kl. 15 verður boðið upp á listamannaspjall með bæjarlistamanni Akureyrar 2018, Björgu Eiríksdóttur, um sýningu hennar Fjölröddun. Stjórnandi er Hlynur Hallsson. Aðgöngumiði á Listasafnið jafngildir aðgangi að listamannaspjalli.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Freyja Reynisdóttir
28.10.2019
Þriðjudaginn 29. október kl. 17-17.40 heldur Freyja Reynisdóttir, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Boltinn rúllar ef þú ýtir honum. Í fyrirlestrinum mun Freyja fjalla um þá ákvörðunartöku að starfa sem myndlistarkona að loknu listnámi og hvert sú ákvörðun hefur leitt hana. Einnig mun hún koma inn á margvísleg málefni eins og skapandi hugsun sem allra handa verkfæri, vinnustofur listamanna, umsjón og stofnun sýningarýma, listasmiðjur, viðburðarstjórnun, hugarfar, tækifæri, kulnun, brottflutninga, sjálfskoðun og hina eilífu endurkomu til listalífsins á Akureyri.
Lesa meira
Gjörningur og fjölskylduleiðsögn um helgina
24.10.2019
Laugardaginn 26. október kl. 15 færir Knut Eckstein sýningu sína, „ég hefenganáhuga á nokkrusemerstærraen lífið“ í endanlegt form með gjörningnum:
»what curios of signs […] in this allaphbed!
Can you rede […] its world?«1
[1] James Joyce, Finnegans Wake, London: Faber and Faber, S. 18, Zeilen 17-19
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Natalie Saccu de Franchi
20.10.2019
Þriðjudaginn 22. október kl. 17-17.40 heldur franska kvikmyndagerðarkonan Natalie Saccu de Franchi Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni "Fátt eitt verður mér að veruleika...".
Lesa meira
Frábær A!
15.10.2019
A! Gjörningahátíð var haldin í fimmta sinn á Akureyri dagana 10. - 13. október og sáu yfir 1.500 áhorfendur þá gjörninga sem í boði voru. A! var að venju með alþjóðlegum blæ enda komu erlendir listamenn sérstaklega til landsins til að taka þátt í hátíðinni. Alls voru listamennirnir 28, af 8 þjóðernum og gjörningarnir alls 20.
Lesa meira
Leit

