Flýtilyklar
Fréttasafn
Hönnunar- og listsmiðja fyrir börn
12.06.2019
Laugardaginn 8. júní kl. 11-12:30 verður hönnunar- og listsmiðja fyrir börn á aldrinum 6-10 ára og aðstendur þeirra í Listasafninu á Akureyri. Smiðjan er ókeypis og það er takmarkað pláss, ekki þarf að skrá sig fyrirfram.
Umsjón með smiðjunni hefur Brynhildur Þórðardóttir hönnuður.
Uppbyggingarsjóður Eyþings styrkir verkefnið.
Lesa meira
Opnun á laugardaginn
27.05.2019
Laugardaginn 1. júní kl. 15 verður myndlistarsýningin Talaðu við mig! / Runā ar mani! / Talk to Me! opnuð í Listasafninu á Akureyri. Þar verða sýnd verk nítján lettneskra listamanna.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
21.05.2019
Boðið verður upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu á Akureyri sunnudaginn 26. maí kl. 11-12. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá samsýningu 30 norðlenskra myndlistarmanna, Vor.
Lesa meira
Vorsýningin opnuð á laugardaginn
13.05.2019
Laugardaginn 18. maí kl. 15 verður sýningin Vor opnuð í Listasafninu á Akureyri. Þar sýna 30 norðlenskir myndlistarmenn verk sín sem ætlað er að gefa innsýn í líflega flóru myndlistar á Akureyri og Norðurlandi. Sýningin er tvíæringur og afar fjölbreytt, bæði hvað varðar aðferðir og miðla. Til sýnis verða m.a. málverk, videóverk, skúlptúrar, ljósmyndir og teikningar. Sambærileg sýningin var síðast haldin í Listasafninu á Akureyri sumarið 2017.
Lesa meira
Leiðsögn á fimmtudaginn
08.05.2019
Fimmtudaginn 9. maí kl. 16 verður boðið upp á leiðsögn um nemendasýningu Myndlistaskólans á Akureyri, Listfengi. Útskriftarnemarnir Aðalborg Birta Sigurðardóttir og Sara Sif Kristinsdóttir ásamt Þorbjörgu Ásgeirsdóttur, safnfulltrúa, taka á móti gestum og fræða þá um einstaka verk.
Lesa meira
Útboð á rekstri kaffihúss í Listasafninu
08.05.2019
Listasafnið á Akureyri leitar eftir aðila/aðilum til að annast rekstur á kaffihúsi í Listasafninu. Góð aðstaða er fyrir spennandi kaffihús á jarðhæð Listasafnsins. Kaffihúsið er sjálfstæð eining á góðum stað í Listagilinu, en jafnframt mikilvægur hluti af Listasafninu.
Lesa meira
Listvinnustofa fyrir 5-10 ára
07.05.2019
Laugardaginn 11. maí kl. 11-12.30 verður boðið upp á listvinnustofu fyrir 5-10 ára börn í Listasafninu. Umsjón hefur Rósa Kristín Júlíusdóttir, kennari og myndlistarkona. Aðgangur er ókeypis í boði Uppbyggingarsjóðs Eyþings.
Lesa meira
Tvær opnanir á laugardaginn
29.04.2019
Laugardaginn 4. maí kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Nemendasýning Myndlistaskólans á Akureyri, Listfengi, og útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, 13+1.
Lesa meira
Listasafnið verðlaunað
26.04.2019
Í gær á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu var arkitektastofunni Kurt og Pí ehf. veitt byggingarlistarverðlaun fyrir stækkun og endurbætur á Listasafninu á Akureyri. Meginmarkmið verkefnisins voru að skapa heilsteypta listasafnsbyggingu með sýningarrýmum af bestu gerð auk þess sem allur aðbúnaður starfsfólks sem og aðstaða fyrir umsjón og meðhöndlun listaverka var bætt. Þetta þykir hafa tekist afar vel og unnið með virðingu úr ágætu höfundarverki Þóris Baldvinssonar og stuðlað með því að húsavernd og viðgangi góðrar byggingarlistar.
Lesa meira
Gleðilegt sumar!
25.04.2019
Í tilefni Eyfirska safnadagsins er frítt inn á Listasafnið í dag. Boðið verður upp á leiðsögn kl. 16.30. Haraldur Ingi Haraldsson, verkefnastjóri, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna Frá Kaupfélagsgili til Listagils.
Lesa meira
Leit

