Flýtilyklar
Fréttasafn
Gestavinnustofa opin fyrir umsóknir
12.09.2019
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um dvöl í nýjum gestavinnustofum í Listasafninu.
Lesa meira
Listsmiðja með Jonnu
03.09.2019
Laugardaginn 7. september kl 14-15.30 heldur myndlistarkonan Jonna – Jónborg Sigurðardóttir listsmiðju fyrir 20 ára og eldri í Listasafninu á Akureyri. Þar mun hún ásamt þátttakendum endurvinna gamlar bækur og bæklinga og skapa úr þeim ný verk.
Aðgangur er ókeypis og engrar skráningar er þörf en sætapláss er takmarkað.
Lesa meira
Tvær opnanir á Akureyrarvöku
26.08.2019
Á Akureyrarvöku, laugardaginn 31. ágúst, kl. 15 verða opnaðar tvær sýningar í Listasafninu á Akureyri, annars vegar sýning Hrafnhildar Arnardóttur / Shoplifter, Faðmar, og hins vegar sýning Eiríks Arnars Magnússonar, Turnar.
Lesa meira
Talaðu við mig! í Menningunni
30.07.2019
Menningin á rúv kom í heimsókn í Listasafnið og fjallaði um sýninguna Talaðu við mig! Þórgunnur Oddsdóttir dagskrárgerðarmaður ræddi við sýningarstjórana Æsu Sigurjónsdóttur og Astridu Rogule og listamanninn Raitis Smits um sýninguna og nokkur verk.
Lesa meira
Talaðu við mig! Fjölskylduleiðsögn, leikir og vinabandasmiðja
25.07.2019
Laugardaginn 27. júlí kl. 11-12:30 verður fjölskylduleiðsögn, leikir og vinabandasmiðja fyrir börn á öllum aldri og aðstandendur þeirra um sýninguna Talaðu við mig! í Listasafninu á Akureyri. Leiðsögnin og smiðjan er ókeypis og ekki þarf að skrá sig fyrirfram. Allir eru velkomnir.
Á sýningunni Talaðu við mig! eru verk nítján lettneskra listamanna og koma verkin frá þjóðlistasafninu í Riga. Lettnesk samtímalist er í sókn og á sýningunni er því haldið fram að frelsi grundvallist á tengslum. Í verkunum sem valin hafa verið til sýnis kryfja lettneskir listamenn sjálfsmynd sína og leit að lífvænlegri framtíð.
Lesa meira
Tryllum og Tætum í Listasafninu á miðvikudagskvöld
23.07.2019
Miðvikudaginn 25. júlí kl. 20 verður viðburður á vegum Listasumars í Listasafninu.
Katrín Birna og Jón Tumi sem hlutu sumarstyrk ungra listamanna 2019 leiða saman hesta sína ásamt hljómsveitinni Flammeus og fjölda dansara. Flammeus gaf nýverið út plötuna "The Yellow" en sveitina skipa þeir Jóhannes Stefánsson (rafgítar), Guðjón Jónsson (hljómborð) og Hafsteinn Davíðsson (trommur). Þeir félagar komu fram á úrslitakvöldi Músíktilrauna, og unnu þar til tveggja einstaklingsverðlauna, og héldu útgáfutónleika á Græna Hattinum þann 4. júlí við góðar undirtektir.
Verkið er sérstaklega samið fyrir þennan viðburð og lofa þau fullt af tónlist, dansi og gleði í Listasafninu á Akureyri.
Lesa meira
Dansverkið Press Deep í Listasafninu
22.07.2019
Fimmtudaginn 25. júlí kl. 16:30 er viðburður á vegum Listasumars í Listasafninu. Verkið Press Deep fjallar um þær tilfinningar sem við upplifum þegar sálarlífið er í molum. Tveir dansarar munu túlka þessar tilfinningar ásamt tónlistarmönnum sem spila á mismunandi hljóðfæri. Innblástur verksins er tilfinningalíf karla.
Listamennirnir eru: Yuliana Palacios, Ingunn Elísabet Hreinsdóttir, Jón Haukur Unnarsson, Andri Kristinsson og Áki Sebastian Frostason.
Aðgangseyrir er 1.000 kr.
Lesa meira
Gildagur á laugardag
12.07.2019
Sjötti Gildagur ársins í Listagilinu er laugardaginn 13. júlí og þar sem Listasumar er í fullum gangi verður nóg um að vera.
Í Listasafninu á Akureyri er fjöldi spennandi sýninga í boði. Safnið er opið kl. 10-17 og í tilefni dagsins verður enginn aðgangseyrir milli kl. 14-17.
Plötusnúðurinn Vélarnar þeytir skífum við Gil kaffihús og skapar Listasumarsstemningu. Í Mjólkurbúðinni er seinni sýningarhelgi myndlistarsýningarinnar Hugleiðingar um Upprunan. Hjá Gilfélaginu í Deiglunni verður Tískusvapp en sá viðburður krefst skráningar og eingöngu fyrir þátttakendur. Einnig verður tilboð í verslunum og blöðrur, krítar og sápukúlur í boði fyrir börnin hjá Sjoppunni.
Lesa meira
Sirkussmakk í Listasafninu
09.07.2019
Fimmtudaginn 11. júlí kl. 16-17 verður haldin sirkussmiðja í Listasafninu undir yfirskriftinni Sirkussmakk. Verkefnið er hluti af Listasumri 2019 og gefur Akureyringum tækifæri til að spreyta sig á grunnstoðum sirkuslistanna. Alls verða sirkussmiðjurnar í fjórar á Listasumri. Viðfangsefnin verða jafnvægislistir, húllahopp, djöggl og akró. Kennslan er miðuð við getu tólf ára og eldri en yngri börn eru velkomin með eldri systkinum eða foreldrum sem aðstoða þau.
Lesa meira
Smíðasmiðja með Aðalheiði
13.06.2019
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarmaður leiðir Smíðasmiðju fyrir börn og aðstandendur laugardaginn 15. júní kl. 11-12.30. Smiðjan er gjaldfrjáls og er styrkt af Uppbyggingarsjóði Eyþings.
Lesa meira
Leit

