Flýtilyklar
Þriðjudagsfyrirlestur: Natalie Saccu de Franchi
Þriðjudaginn 22. október kl. 17-17.40 heldur franska kvikmyndagerðarkonan Natalie Saccu de Franchi Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni "Fátt eitt verður mér að veruleika...".
Í fyrirlestrinum fjallar hún um verk sín sem eru í formi tilraunkenndrar vídeólistar. Hún spyr spurninga er varða tvöfeldni mannsins og sýnir fjölmörg tilfelli kvenlegra hamskipta. Íslandsfrumsýningar munu verða á tveimur verka hennar þar sem fjallað er um rannsóknir á sjálfsmyndarkreppunni. Fyrra verkið, Hollie, er lofgjörð til listamannsins Georgs Guðna og byggt á ljóðinu Götuljóð / Poema de la reue eftir Sigurð Pálsson. Seinna vídeóið er stuttmynd með titilinum «Percival’s Perceived Pebble»; or en það er frumraun hennar í leikstjórn í samvinnu við breska kvikmyndagerðarmanninn Paul Hill. Natalie Saccu de Franchi er arkitekt og kvikmyndagerðarkona sem vinnur og býr í París í Frakklandi.
Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri.
Leit

