Flýtilyklar
Gósenlandið – íslensk matarhefð og matarsaga
Heimildarmynd um íslenska matarhefð og matarsögu verður sýnd í Listasafninu á Akureyri, sal 10, Ketilhúsi sunnudaginn 2. febrúar klukkan 15.00. Aðgangur er ókeypis.
Í myndinni er íslenska matarsagan sögð út frá samtali við Elínu Methúsalemsdóttur og fjölskyldu hennar. Elín sat sem barn við hlóðirnar í burstabænum að Bustarfelli og tók þar síðar við búsforráðum, en flutti á sjöunda áratugnum í nýtískulegt hús við hliðina á því gamla.
Eftir því sem samtalið við Elínu gefur tilefni til eru héruð landsins heimsótt til að styðja við frásögnina undir eftirfarandi kaflaheitum: Mjólkurmatur, Kjötmeti, Fiskmeti, Hlunnindafæði, Grænmeti og rótarávextir, Kornmeti og sykur. Í myndinni er rætt við matvælaframleiðendur af ýmsu tagi sem og fræðimenn.
HÉR má sjá stiklu.
Leit

