Flýtilyklar
Fréttasafn
Listasafnið hlaut styrk úr Barnamenningarsjóði
01.06.2021
Á dögunum var tilkynnt um úthlutun úr Barnamenningarsjóði Íslands, sem nú veitir styrki til barnamenningar í þriðja sinn frá stofnun sjóðsins. Listasafnið á Akureyri hlaut 1.200.000 kr. styrk fyrir listvinnustofur undir heitinu Allt til enda, sem hófu göngu sína fyrr á þessu ári. Sjóðurinn styrkir 37 metnaðarfull verkefni og er heildarupphæð úthlutunarinnar 90 milljónir króna. Alls bárust 113 umsóknir og var sótt um rúmlega fjórfalda þá upphæð sem sjóðurinn hafði til úthlutunar eða rúmar 373 milljónir króna.
Lesa meira
Tvær sýningar verða opnaðar á laugardaginn
25.05.2021
Laugardaginn 29. maí kl. 12-17 verða tvær nýjar sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri, annars vegar samsýning norðlenskra myndlistarmanna, Takmarkanir, og hins vegar sýning á verkum úr safneign Listasafnsins, Nýleg aðföng. Sýningarstjóri beggja sýninga er Hlynur Hallsson.
Lesa meira
Orgeltónleikar á laugardaginn
21.05.2021
Laugardaginn 22. maí kl. 15 og 16 verða haldnir aðrir tónleikarnir í tónleikaröðinni Tólf tóna kortérið í Listasafninu. Þar koma fram tónlistarmenn og tónskáld búsett á Norðurlandi og bjóða áheyrendum inn í heim framúrstefnu og hljóðtilrauna innan veggja Listasafnsins. Tónleikarnir taka 15 mínútur og verða fluttir kl. 15 og aftur kl. 16.
Lesa meira
Ketilkaffi tekur til starfa í Listasafninu í júní
18.05.2021
Á dögunum var skrifað undir samning milli Listasafnsins á Akureyri og Þórunnar Eddu Magnúsdóttur og Eyþórs Gylfasonar um rekstur kaffihúss í Listasafninu. Stefnt er á opnun um miðjan júní og mun kaffihúsið bera heitið Ketilkaffi.
Lesa meira
Leiðsögn á Alþjóðlega safnadaginn
17.05.2021
Alþjóðlegi safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 18. maí og af því tilefni verður enginn aðgangseyrir að Listasafninu. Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna Ferðagarpurinn Erró kl. 15. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur þá á móti gestum og fræðir um sýninguna og einstaka verk. Listasafnið er opið alla daga kl. 12-17.
Lesa meira
KTh – Málverk og ljósmyndir
14.05.2021
Framundan er síðasta sýningarhelgi yfirlitssýningar á verkum Kristínar Katrínar Þórðdardóttur Thoroddsen, KTh – Málverk og ljósmyndir, en henni lýkur á sunnudaginn kl. 17.
Lesa meira
Leiðsögn VMA
13.05.2021
Í dag, fimmtudaginn 13. maí, kl. 12-13 verður boðið upp á leiðsögn um útskriftarsýningu VMA, Kompakt, sem var opnuð um síðustu helgi. Nemendurnir Katrín Helga Ómarsdóttir, Kasia Rymon Lipinska og Margrét Lilja Álfgeirsdóttir ásamt Helgu Björgu Jónasardóttur taka á móti gestum og segja frá sýningunni og einstaka verkum. Listasafnið verður að venju opið til kl. 17 í dag, uppstigningardag.
Lesa meira
Klippismiðja á laugardaginn
12.05.2021
Laugardaginn 15. maí kl. 11-12 verður haldin klippismiðja fyrir 12-16 ára með Agli Loga Jónassyni, sem einnig gengur undir listamannaheitinu Drengurinn fengurinn. Fjöldi takmarkast við 10. Engin skráning.
Lesa meira
Framúrstefna og hljóðtilraunir í Listasafninu
12.05.2021
Laugardaginn 15. maí kl. 15 hefst tónleikaröðin Tólf tóna kortérið í Listasafninu. Þar koma fram tónlistarmenn og tónskáld búsett á Norðurlandi og bjóða áheyrendum inn í heim framúrstefnu og hljóðtilrauna innan veggja Listasafnsins. Tónleikarnir taka 15 mínútur og verða fluttir kl. 15 og aftur kl. 16.
Lesa meira
Tvær sýningar verða opnaðar um helgina
03.05.2021
Laugardaginn 8. maí kl. 12-17 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Nemendasýning Myndlistaskólans á Akureyri, Sjónmennt 2021, og útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Kompakt. Sýningarnar standa til 16. maí.
Lesa meira
Leit

